Bankarnir með fjórðung íbúðalána 15. mars 2005 00:01 Bankarnir hafa tekið til sín fjórðung allra íbúðalána síðan þeir hófu að bjóða upp á þau fyrir rúmu hálfu ári. Bankarnir lána nú að meðaltali 26 milljarða króna í hverjum mánuði en Íbúðalánasjóður fjóra og hálfan milljarð. Íbúðalánasjóður hefur svarað samkeppninni með því að hækka hámarkslán og veðsetningarhlutfall og hefur það styrkt stöðu hans. Íslendingar hafa bætt við sig um áttatíu milljörðum í fasteignalán síðan bankarnir hófu innreið sína á þann markað í ágúst í fyrra. Það er því enginn vafi að kakan hefur stækkað en hlutdeild Íbúðalánasjóðs í þeirri sömu köku fer hratt minnkandi. Í júní, júlí og ágúst í fyrra var Íbúðalánasjóður með ríflega 80 prósenta markaðshlutdeild en lífeyrissjóðrnir með afganginn. Bankarnir fóru svo að sjást í september og fór hlutdeild þeirra svo vaxandi, aðallega á kostnað Íbúðalánasjóðs. Nú er svo komið að bankarnir eru með fjórðung allra íbúðalána. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að heimilin séu enn að skuldbreyta lánum sínum og það hafi leitt til þess að íbúðalán bankanna hafi aukist. Á sama tíma greiði fólk upp lánin sín hjá Íbúðalánasjóði í tölvuerðum mæli, en uppgreiðslurnar séu fleiri en ný lán Íbúðalánasjóðs. Þetta leiði til þess að markaðshlutdeild bankanna haldi áfram að aukast á kostnað Íbúðalánasjóðs. Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira
Bankarnir hafa tekið til sín fjórðung allra íbúðalána síðan þeir hófu að bjóða upp á þau fyrir rúmu hálfu ári. Bankarnir lána nú að meðaltali 26 milljarða króna í hverjum mánuði en Íbúðalánasjóður fjóra og hálfan milljarð. Íbúðalánasjóður hefur svarað samkeppninni með því að hækka hámarkslán og veðsetningarhlutfall og hefur það styrkt stöðu hans. Íslendingar hafa bætt við sig um áttatíu milljörðum í fasteignalán síðan bankarnir hófu innreið sína á þann markað í ágúst í fyrra. Það er því enginn vafi að kakan hefur stækkað en hlutdeild Íbúðalánasjóðs í þeirri sömu köku fer hratt minnkandi. Í júní, júlí og ágúst í fyrra var Íbúðalánasjóður með ríflega 80 prósenta markaðshlutdeild en lífeyrissjóðrnir með afganginn. Bankarnir fóru svo að sjást í september og fór hlutdeild þeirra svo vaxandi, aðallega á kostnað Íbúðalánasjóðs. Nú er svo komið að bankarnir eru með fjórðung allra íbúðalána. Guðmunda Ósk Kristjánsdóttir, sérfræðingur hjá greiningardeild Landsbankans, segir að heimilin séu enn að skuldbreyta lánum sínum og það hafi leitt til þess að íbúðalán bankanna hafi aukist. Á sama tíma greiði fólk upp lánin sín hjá Íbúðalánasjóði í tölvuerðum mæli, en uppgreiðslurnar séu fleiri en ný lán Íbúðalánasjóðs. Þetta leiði til þess að markaðshlutdeild bankanna haldi áfram að aukast á kostnað Íbúðalánasjóðs.
Fréttir Innlent Viðskipti Mest lesið Olís sektað um kvartmilljón vegna fullyrðinga um kolefnisjöfnun Neytendur Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Viðskipti erlent Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Viðskipti innlent Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Viðskipti innlent Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Viðskipti innlent Forstjóraskipti hjá Ice-Group Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Viðskipti erlent Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímabundin dreifing á sjónvarpsefni Sýnar hjá Símanum Hækkun tolla eins og þruma úr heiðskíru lofti Forstjóraskipti hjá Ice-Group Kísiltollar gætu vel endað fyrir gerðardómi Hvalur hf. stefnir íslenska ríkinu Arion hagnaðist um tíu milljarða á öðrum fjórðungi Ferðum Play til London, Parísar og Berlínar „sjálfhætt“ Festi hagnast umfram væntingar Þota Play komin úr viðgerð eftir skemmdir vegna hagléls Evrópa verði upp á Kína komin verði af tollunum Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Sjá meira