Biskupinn í Silfri Egils 17. mars 2005 00:01 Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Pistlar Silfur Egils Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson Skoðun
Karl Sigurbjörnsson, biskup yfir Íslandi, verður gestur í Silfri Egils næstkomandi sunnudag. Hann kemur í ítarlegt viðtal sem þar sem meðal annars verður rætt um mál sem hefur valdið hörðum deilum að undanförnu, trúarbragðakennslu í skólum, hver sé munurinn á innrætingu og fræðslu, kristið siðferði og annað siðferði, trú og vantrú, fjölmenningarsamfélag og samfélag sem byggir á kristnum gildum. Í þættinum verður rætt um mörg önnur mál, sögu pólitískra stöðuveitinga á Íslandi, ný lög um Ríkisútvarpið, Reykjavíkurflugvöll, formannskjörið í Samfylkingunni, sölu Símans, málefni innflytjenda, femínisma og líklega sitthvað fleira. Þátturinn er í beinni útsendingu á Stöð 2 í hádeginu á sunnudögum, hefst klukkan 12. Hann er í opinni dagskrá. Hann er svo endursýndur síðla um kvöldið, en einnig er hægt að skoða hann hér á veftívíinu.