Hart deilt á lóðaúthlutun 20. mars 2005 00:01 Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira
Ónafngreindur auglýsandi bauð í gær hverjum þeim sem sækti um og fengi einbýlishúsalóð í lóðaúthlutun í Lambaseli átta milljónir króna fyrir lóðina. Verði einhver við boðinu þýðir það að viðkomandi hagnist um 3,4 milljónir króna. Auglýsandinn lýsir sjálfum sér sem reykvískri fjölskyldu og segist gera þetta til að auka líkurnar á að fá lóð og mótmæla "vandræðaástandi" í lóðamálum í Reykjavík. Auglýsingin birtist sama dag og borgin auglýsti eftir umsóknum um 30 lóðir fyrir einbýlishús. Auglýsandinn neitar að greina frá nafni sínu en sagði í tölvupósti að hann væri hvorki í samstarfi við stjórnmálaflokk né verktaka. Með auglýsingunni væru reglur borgarinnar beygðar en ekki brotnar. Hann áætlar að 10-20 þúsund Reykvíkingar sækist eftir Lambaselslóðunum og bendir á að einstaklingar og byggingaverktakar safni kennitölum til að auka líkur sínar. Eftirmarkaðsverð lóða sé komið langt fram yfir það sem borgin fari fram á. Í Kópavogi og Hafnarfirði sé gert heiðursmannasamkomulag um að skipta hagnaði af sölu húss milli einstaklings sem fékk lóð og byggingaverktaka eftir ákveðnum hlutföllum. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson borgarfulltrúi telur auglýsinguna sýna ófremdarástandið í lóðamálum í borginni. Það minni á ástandið fyrir 1980, þegar lóðir gengu kaupum og sölum. "Við munum auðvitað fylgjast grannt með þróun þessa máls. Ef niðurstaðan verður sú að ákvæðin halda ekki, sem við settum til að lóðirnar færu til fjölskyldna sem byggja yfir sjálfa sig, mun þeirri skoðun vaxa fiskur um hrygg að sanngjarnast sé að bjóða einbýlishúsalóðir út eins og aðrar lóðir," segir Dagur B. Eggertsson, formaður skipulagsnefndar.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Innlent Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí Erlent Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Innlent Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Innlent Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Innlent Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Innlent „Dýrlegt veður eins langt og séð verður“ Veður Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Innlent Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Innlent Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Innlent Fleiri fréttir Vara við bikblæðingum á Bröttubrekku Flugleiðir á barmi gjaldþrots gátu ekki haldið Cargolux Verðhækkanir varpa skugga á grillsumarið mikla Isavia fær áheyrn um hvort reka hafi mátt mann vegna aldurs Laupur vekur mikla athygli sundlaugagesta í Árbæjarlaug Fórnuðu gömlu húsi fyrir slökkviliðsæfingu Telur líkur á að starfslok Úlfars tengist útlendingapólitík Ófremdarsástand og íbúum haldið í heljargreipum Leitar stolins bíls: „Eins og hann sé bara á rúntinum“ Sváfu úti á palli með barnið en fá húsið ekki bætt Ófremdarástand á Hverfisgötu og verðhækkanir á grillmat „Hann breytir börnunum okkar í nikótínþræla“ Þingmenn vilja vita meira um hvers vegna Úlfar hætti störfum Ferðamannarúta kyrrsett í aðgerðum lögreglu Bíll fullur af bensínbrúsum lekur Fjórtán hvíldartímabrot á 28 dögum Skiptar skoðanir á vistaskiptum Úlfars sem hætti á miðnætti Bílar Íslendinga ekki tryggðir sé þeim stolið erlendis „Maður heyrir svona drunur áður en bylgjan kemur“ Helsti valdamaður flugsins var oftast utan sviðsljóssins Fljótandi ruslsuga fjarlægir rusl úr sjónum við gömlu höfnina Segir löngu kominn tíma á almennilegt eftirlit Ökumenn í tékki á Suðurlandsvegi og Grímsey skelfur „Jómfrúarræður“ séu barn síns tíma Rassía lögreglu á Suðurlandsvegi Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagreiðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Sjá meira