Barátta innan Samfylkingarinnar 12. apríl 2005 00:01 Loksins þegar horfur voru á því að íslenskir jafnaðarmenn væru farnir að ganga saman í takt í sama flokki, eru allar horfur á því að formannskjör þeirra fyrir landsfundinn í maí eigi eftir að skilja eftir sig sár sem seint eiga eftir að gróa. Eftir útspil formanns Samfylkingarinnar um helgina og umræður sem orðið hafa í þjóðfélaginu eftir það, ekki síst meðal framámanna í flokknum, er ljóst að mikill ágreiningur er um væntanlegan leiðtoga flokksins. Alþingismenn Samfylkingarinnar margir hverjir hafa ekki farið dult með hvern þeir styðja í formannsslagnum, og þetta mál hlýtur að hafa áhrif á samstarf í þingflokknum og fleiri stofnunum Samfylkingarinnar. Nú þegar farið er að hitna í kolunum hljóta sannir jafnaðarmenn, sem gengið hafa lengi með sameiningarhugsjónina í maganum, að spyrja sig hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi átök og einbeita sér enn frekar að gagnrýni á ríkisstjórnina. Eins og málið snýr við almenningi er Samfylkingin að grafa mikið undan sjálfri sér og mætti líkja þessum slag við sjálfseyðingarhvöt. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur fylgi flokksins verið að dala og gæti það verið vísbending um afstöðu almennings til leiðtogaslagsins. Ekki hefur fram að þessu komið fram neinn stórkostlegur ágreiningur formannsefnanna um afstöðu til landsmálanna, en margt í starfi framtíðarnefndarinnar sem Ingibjörg Sólrún veitir forystu, hefur greinilega farið mjög í taugarnar á Össuri. Þetta var þó sú nefnd sem átti, eins og nafnið bendir til, að marka stefnu íslenskra jafnaðarmanna til framtíðar. Meginuppistaða Samfylkingarinnar er gamli Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn. Það virðist ekki að öllu leyti fara eftir gömlu flokkslínunum hver styður hvern í þessum slag. Gera má þó ráð fyrir að gömlu Kvennalistakonurnar standi þétt að baki Ingibjörgu Sólrúnu. Margir hafa haldið því fram að hún sæki fylgi sitt innan Samfylkingarinnar ekki síst til höfuðborgarsvæðisins og í raðir menntafólks. Össur aftur á móti eigi sinn dygga stuðningsmannahóp ekki síst úti á landi og meðal gamalla flokkshollra alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna. Þessi skilgreining á fylgi þeirra er þó ekki einhlít og á næstu vikum á mikið eftir að ganga á í röðum stuðningsmanna beggja formannsefna og raðir að riðlast. Þegar Fréttablaðið gerði skoðanakönnun fyrr í vetur um afstöðu manna til Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns um hvort þeirra yrði formaður á næsta flokksþingi, völdu um tveir þriðju aðspurðra Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta var almenn könnun sem speglaði afstöðu manna um allt land til formannsefnanna. En það er ekki almenningur í landinu sem kýs formann Samfylkingarinnar, heldur skráðir flokksmenn. Nú í lok vikunnar verður ljóst hver margir eiga rétt á því að kjósa, en fyrr í vetur töldust þeir vera um fjórtán þúsund . Gera má ráð fyrir að nú á síðustu dögum áður en kjörskrá verður lokað hafi eitthvað fjölgað í flokkksfélögunum, og hefst þá á fullu barátta þeirra Össurar og Ingibjargar um hylli flokksmanna. Þau Össur og Ingibjörg Sólrún eru bæði frambærileg í leiðtogahlutverkið og það verður líklega álit flokksmanna á þeim sem persónum sem ræður hvort þeirra verður formaður Samfylkingarinnar á fundinum í maí, málefnaágreiningur mun varla ríða þar baggamuninn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fastir pennar Kári Jónasson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Halldór 20.09.2025 Halldór Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Eru Íslendingar feigir? Olíuvinnsla! Sigurður Loftur Thorlacius Skoðun Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Ástæðan fyrir því að við þurfum möguleika á dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun Sterkara framhaldsskólakerfi Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Loksins þegar horfur voru á því að íslenskir jafnaðarmenn væru farnir að ganga saman í takt í sama flokki, eru allar horfur á því að formannskjör þeirra fyrir landsfundinn í maí eigi eftir að skilja eftir sig sár sem seint eiga eftir að gróa. Eftir útspil formanns Samfylkingarinnar um helgina og umræður sem orðið hafa í þjóðfélaginu eftir það, ekki síst meðal framámanna í flokknum, er ljóst að mikill ágreiningur er um væntanlegan leiðtoga flokksins. Alþingismenn Samfylkingarinnar margir hverjir hafa ekki farið dult með hvern þeir styðja í formannsslagnum, og þetta mál hlýtur að hafa áhrif á samstarf í þingflokknum og fleiri stofnunum Samfylkingarinnar. Nú þegar farið er að hitna í kolunum hljóta sannir jafnaðarmenn, sem gengið hafa lengi með sameiningarhugsjónina í maganum, að spyrja sig hvort ekki hefði verið hægt að koma í veg fyrir þessi átök og einbeita sér enn frekar að gagnrýni á ríkisstjórnina. Eins og málið snýr við almenningi er Samfylkingin að grafa mikið undan sjálfri sér og mætti líkja þessum slag við sjálfseyðingarhvöt. Samkvæmt síðustu skoðanakönnunum hefur fylgi flokksins verið að dala og gæti það verið vísbending um afstöðu almennings til leiðtogaslagsins. Ekki hefur fram að þessu komið fram neinn stórkostlegur ágreiningur formannsefnanna um afstöðu til landsmálanna, en margt í starfi framtíðarnefndarinnar sem Ingibjörg Sólrún veitir forystu, hefur greinilega farið mjög í taugarnar á Össuri. Þetta var þó sú nefnd sem átti, eins og nafnið bendir til, að marka stefnu íslenskra jafnaðarmanna til framtíðar. Meginuppistaða Samfylkingarinnar er gamli Alþýðuflokkurinn, Alþýðubandalagið og Kvennalistinn. Það virðist ekki að öllu leyti fara eftir gömlu flokkslínunum hver styður hvern í þessum slag. Gera má þó ráð fyrir að gömlu Kvennalistakonurnar standi þétt að baki Ingibjörgu Sólrúnu. Margir hafa haldið því fram að hún sæki fylgi sitt innan Samfylkingarinnar ekki síst til höfuðborgarsvæðisins og í raðir menntafólks. Össur aftur á móti eigi sinn dygga stuðningsmannahóp ekki síst úti á landi og meðal gamalla flokkshollra alþýðuflokksmanna og alþýðubandalagsmanna. Þessi skilgreining á fylgi þeirra er þó ekki einhlít og á næstu vikum á mikið eftir að ganga á í röðum stuðningsmanna beggja formannsefna og raðir að riðlast. Þegar Fréttablaðið gerði skoðanakönnun fyrr í vetur um afstöðu manna til Össurar Skarphéðinssonar, formanns Samfylkingarinnar, og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur varaformanns um hvort þeirra yrði formaður á næsta flokksþingi, völdu um tveir þriðju aðspurðra Ingibjörgu Sólrúnu. Þetta var almenn könnun sem speglaði afstöðu manna um allt land til formannsefnanna. En það er ekki almenningur í landinu sem kýs formann Samfylkingarinnar, heldur skráðir flokksmenn. Nú í lok vikunnar verður ljóst hver margir eiga rétt á því að kjósa, en fyrr í vetur töldust þeir vera um fjórtán þúsund . Gera má ráð fyrir að nú á síðustu dögum áður en kjörskrá verður lokað hafi eitthvað fjölgað í flokkksfélögunum, og hefst þá á fullu barátta þeirra Össurar og Ingibjargar um hylli flokksmanna. Þau Össur og Ingibjörg Sólrún eru bæði frambærileg í leiðtogahlutverkið og það verður líklega álit flokksmanna á þeim sem persónum sem ræður hvort þeirra verður formaður Samfylkingarinnar á fundinum í maí, málefnaágreiningur mun varla ríða þar baggamuninn.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Hægfara endalok sjónvarps útsendinga fyrir móttöku á loftneti á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun
Er veganismi á undanhaldi? Aldís Amah Hamilton,Kristín Helga Sigurðardóttir,Adelina Antal,Hanna Halldórsdóttir,Sigrún Elfa Kristinsdóttir,Lowana Veal Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun