Vill leiða flokkinn áfram 18. apríl 2005 00:01 "Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira
"Það er enn langt í landsfundinn en ég á ekki von á öðru en að bjóða mig áfram fram í formannssætið," segir Davíð Oddsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann hefur ekki áður opinberlega tilkynnt slíkt en næsti landsfundur flokksins, sá 36. í röðinni, fer fram 13. til 16 október næstkomandi. Davíð Oddsson hefur gengt formennsku í flokk sínum óslitið um fjórtán ára skeið en formaður er kosinn til tveggja ára í senn á landsfundi og hafa þar allir kosningarétt en rúmlega þúsund manns sátu síðasta landsfund Sjálfstæðisflokksins árið 2003. Á þeim fundi hlaut Davíð bestu kosningu sem nokkur formaður flokksins hefur hlotið í sögu flokksins eða 98 prósent atkvæða. Haldi Davíð áfram næstu tvö árin sem formaður er hann engu að síður aðeins hálfdrættingur á við Ólaf Thors sem gengt hefur þessu embætti flokksins lengst allra frá 1934 til 1961 eða 27 ár alls. Davíð lét hafa eftir sér á síðasta landsfundi að engin brýn þörf væri á að endurnýja í forystu Sjálfstæðisflokksins næstu árin. Þar væru allir ungir menn ennþá þó flestir hefðu verið lengi í stjórnmálum. "Ég á enn langt í land með að ná Ólafi Thors en auðvitað er þetta allt afstætt." Ýmislegt hefur þó bjátað á í lífi Davíðs síðan þá. Skemmst er að minnast baráttu hans við erfið veikindi síðasta sumar. Var hann þar lagður inn vegna gallblöðrubólgu en við rannsóknir komu í ljós illkynja æxli í nýra og skjaldkirtli og gekk hann undir skurðaðgerðir í kjölfarið. Stutt er síðan hann lagðist aftur inn á sjúkrahús til eftirmeðferðar. Hún gekk vel og hefur Davíð hafið störf að nýju. albert@frettabladid.is
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Innlent Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Innlent Fá engar bætur fyrir stolinn bíl Innlent Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Innlent Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Innlent Háttsettur sænskur diplómati handtekinn fyrir njósnir Erlent Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Innlent Menendez bræður geta nú sótt um reynslulausn Erlent Hjörtur Torfason er látinn Innlent „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Innlent Fleiri fréttir Ekki á dagskrá að flýta atkvæðagræðslu um ESB-viðræður Sigldu fram á lík milli Engeyjar og Viðeyjar Þorsteinn Vilhjálmsson er látinn Metinn sakhæfur og málið fyrir luktum dyrum Grunur um frelsissviptingu í miðbænum Enn stærri jarðskjálfti á svipuðum slóðum Hjörtur Torfason er látinn Fá engar bætur fyrir stolin bíl „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Sjá meira