Djúp gjá í sjávarútvegsnefnd 25. apríl 2005 00:01 "Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira
"Þetta eru sömu gömlu lummurnar", sagði Magnús Þór Hafsteinsson þingmaður Frjálslynda flokksins eftir fund sjávarútvegsnefndar Alþingis með fulltrúum Hafrannsóknastofnunar í gær. "Talsmenn Stofunarinnar kenna öðrum um hvernig komið er eins og venjulega. Þeir virðast ekki reiðubúnir til þess að taka upp nýja starfshætti, nálgast viðfangsefnið á nýjan hátt. Hvað til dæmis með loðnuna? Mætti takmarka veiðar á henni og auka hugsanlega fæðuframboð fyrir aðrar tegundir?" Magnús ítrekar þá skoðun sína að forsvarsmenn stofnunarinnar ættu að segja af sér. "Fullreynt er að ráðgjöf þeirra skilar engum ávinningi í auknum veiðiheimildum eða bættu ástandi þorskstofnsins." Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar mótmælir orðum Magnúsar. "Við segjum aðeins að hrygningarstofninn sé of lítill vegna of þungrar sóknar. Ekki þarf annað en að líta á aldurssamsetninguna í stofninum. Á 30 árum hafa verið veidd um 1,3 milljónir tonna úr þorskstofninum umfram ráðgjöf okkar. Við erum vitanlega hugsi yfir því líka hvers vegna viðsnúningur til hins betra er ekki hraðari í þorskstofninum en raun ber vitni." Guðjón Hjörleifsson þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður Sjávarútvegsnefndar segir að fundurinn með talsmönnum Hafrannsóknastofnunarinnar hafi verið upplýsandi. "Þeir áætla að stofnvísitala þorsksins verði svipuð og í fyrra. Ýsan sé hins vegar á góðri uppleið. Enn er eftir að vinna úr upplýsingum sem togararallið gefur. Hvað sem þessu líður er gott að hafa umræður opnar um þetta en engin lausn að hrópa á götuhornum líkt og Magnús Þór Hafsteinsson fulltrúi Frjálslynda flokksins í sjávarútvegsnefnd hefur gert." Undir þetta tekur Hjálmar Árnason fulltrúi Framsóknarflokksins í sjávarútvegsnefnd og bendir á afar lélegan árgang 2001 og aftur í fyrra.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Úlfar hættir sem lögreglustjóri Innlent Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Innlent Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Innlent Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Innlent Dr. Bjarni er látinn Innlent Geyma fjöldann allan af fullum bensínkútum í bíl í Hlíðunum Innlent Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Innlent Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Innlent Lýsa martraðakenndri leigubílaferð upp í Bláfjöll Innlent Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Innlent Fleiri fréttir „Þetta er mikil áskorun en á sama tíma tek ég henni bara vel“ Syndir 1.600 kílómetra í kringum landið: Borðar tíu þúsund kalóríur á dag fyrir svaðilförina Ekkert fundist af báti sem sagður er hafa hvolft Gjörunnin matvæli tæpur helmingur af orkuinntöku landsmanna Tilkynnti um stolið hjól og réðst svo á þjófinn „Þetta var ekki rétt, alveg klárlega“ Máttu skikka nemanda í tvö sjúkrapróf samdægurs Njósnari sér að sér og synt í kring um Ísland Vill deila þekkingu á jarðvarma með Úkraínu Bað forseta að taka „stjórnarliða á skólabekk og tukta þá til“ Sjö ára fangelsi fyrir tvær tilraunir til manndráps Blindir vilja Hljóðbókasafnið heim Stjórnarandstaða kvartar undan starfi í velferðarnefnd Breyttar forsendur og pólitískar áherslur á bak við ákvörðunina Úlfar hættir sem lögreglustjóri Ráðherra hafnaði loftslagsrannsókn vegna ófullnægjandi lagaramma Hafnar því alfarið að hafa lekið gögnunum Nú má heita Gúníta Ljósynja Dawn Fólk varað við aukinni hættu á gróðureld Sala á Íslandsbankabréfum hafin og Jón Óttar sakar Ólaf Þór um leka Rannsóknarleyfi Rastar hafnað Telur víst að gögnin hafi komið frá sérstökum sjálfum Miðhúsabraut lokuð eftir að ekið var á vegfaranda á hlaupahjóli Yfir þrjú hunduð eftirskjálftar Mál Oscars sé barnaverndarmál en ekki útlendingamál Bein útsending: Framtíð matvælaframleiðslu á Íslandi Vara við aukinni hættu á gróðureldum á Austurlandi Stór skjálfti rétt hjá Grímsey Þakkantinum var haldið saman með kústskafti Dr. Bjarni er látinn Sjá meira