Stimpilgjaldið áfram 4. maí 2005 00:01 Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segir að Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður efnahags- og viðskiptanefndar, hefði haft góð orð um að frumvarp um afnám stimpilgjalds vegna skuldbreytinga yrði afgreitt fyrir þinglok. "Það er ljóst að formaður nefndarinnar hefur verið gerður afturreka í sínum eigin þingflokki. Þingræðið er ofurselt ráðherraræðinu í þessu máli sem öðrum," segir Jóhanna. Pétur Blöndal kveðst engu hafa lofað um málið þótt hann hafi viljað marka þá stefnu að skoða þingmannafrumvörp með velvilja í nefndinni. "Það er ljóst að ég mun hugsa mig tvisvar um ef ég sæti fyrir það ámæli af hálfu stjórnarandstæðinga," segir Pétur. Hann telur Jóhönnu hafa brotið trúnað varðandi umræður í efnahags- og viðskiptanefnd með ummælum sínum á Morgunvakt Ríkisútvarpsins í gærmorgun. Jóhanna biður Pétur um að finna þessu stað. Hún hafi hvergi talað um loforð heldur góðan vilja formannsins til að koma málinu áfram. "Ég hef aðeins brugðist við því sem Pétur hefur sagt í fjölmiðlum." Pétur segir stimpilgjaldið vitlausan skatt og óréttlátan. "Það sem mælir móti afnámi hans í einu lagi er að það er skylda ríkisvaldsins að gæta að ákveðnum stöðugleika. Þessar miklu uppgreiðslur, sérstaklega hjá Íbúðalánasjóði, fela í sér ákveðna hættu, bæði varðandi stöðu hans og stöðugleika en einnig gagnvart íbúðaverði. Það kann að hækka enn frekar með afnámi gjaldsins. Þannig að stimpilgjaldið hefur virkað sem ákveðin bremsa á þetta." Pétur segir að síðast en ekki síst sé nauðsynlegt að hafa stöðu ríkissjóðs í huga. "Þessu má ekki gleyma, sérstaklega þegar búið er að fella niður eignaskatt og lækka tekjuskatt og erfðaskatt. "Það stóð heldur ekki til af minni hálfu að gera þetta strax, heldur mögulega frá næstu áramótum og gera það þá í þrepum til þess að ógna ekki stöðugleika," segir Pétur Blöndal. Árlegar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjaldinu nema um sex milljörðum króna. Frá september í fyrra fram í febrúar á þessu ári voru tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldum um 2,7 milljörðum meiri en á sama tímabili ári áður.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira