Boston 3 - Indiana 4 8. maí 2005 00:01 Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák). NBA Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira
Félagar Reggie Miller voru ekki á því að láta gamla manninn spila sinn síðasta leik í gærkvöldi, þegar þeir mættu ákveðnir til leiks til Boston í leik 7 og höfðu stórsigur 97-70. Tapið fer í sögubækurnar sem eitt versta tap Boston á heimavelli í úrslitakeppni. Það hefur eflaust verið skrítin tilfinning fyrir Larry Bird að ganga til búningsherbergja með liðsmönnum Indiana í Fleet Center í Boston eftir leikinn í gærkvöldi, eftir að liðið sem hann stýrir í dag var búið að niðurlægja Boston liðið sem hann lék með í áraraðir. Goðsagnir gamla Boston stórveldisins, þeir Bob Cousy og John Havlicek, sem fylgdust með leiknum í gær, hefur eflaust langað til að segja nokkur vel valin orð við Doc Rivers þjálfara liðsins, sem og leikmennina, því þeir urðu sér til háborinnar skammar í gær. Rivers hefur verið gagnrýndur harðlega í einvíginu við Indiana og mikið má vera ef hann heldur starfi sínu eftir þessa útreið, þar sem Boston átti klárlega að vera með sterkara lið en Indiana, en mistókst hrapalega að nýta sér styrkleika sína til að gera út um einvígið. Það má þó ekki taka það af liði Indiana, að þeir gerðu það sem þeir þurftu til að klára seríuna, þrátt fyrir að vera með undirmannað lið í miklum meiðslum. Jermaine O´Neal, þeirra aðal vopn í sóknarleiknum er að leika meiddur á öxl og notar mestmegnis vinstri hendina þegar hann er að brjótast upp að körfunni og hefur meira að segja verið að taka vítaskot með vinstri hendinni til að taka álagið af öxlinni á sér - sem verður að teljast hálf broslegt. Það var aftur liðsheildin sem skóp sigur Indiana í gær, allir leikmenn liðsins lögðu sitt af mörkum og börðust eins og ljón. Það nægði á móti slöku Boston liði, en það er hætt við að liðið verði að færa leik sinn á enn hærra plan til þess eins að eiga fræðilega möguleika í næstu umferð. Þar mætir liðið erkifjendum sínum í Detroit Pistons og þar má segja að skrattinn hitti ömmu sína, því þar mætast liðin sem slógust eins og hundar og kettir í haust, í sennilega einu ljótasta atviki í sögu amerískra hópíþrótta. Sú viðureign verður í meira lagi athyglisverð, þó ekki væri fyrir annað en að sjá hvernig þessir gömlu kunningjar eiga í skap saman þegar í alvöru úrslitakeppninnar er komið. Atkvæðamestir í liði Boston:Antoine Walker 20 stig, Paul Pierce 19 stig (7 frák), Ricky Davis 8 stig, Gary Payton 7 stig (7 stoðs), Al Jefferson 7 stig.Atkvæðamestir hjá Indiana:Stephen Jackson 24 stig (5 stolnir, hitti úr 5 af 6 þriggja stiga skotum), Fred Jones 16 stig, Jermaine O´Neal 15 stig (7 frák, 6 stoðs), Anthony Johnson 13 stig, Jeff Foster 9 stig (12 frák).
NBA Mest lesið Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Körfubolti Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Enski boltinn Þórir ráðinn til HSÍ Handbolti „Gætum ekki verið spenntari að koma aftur til Íslands“ Fótbolti Tímabilinu líklega lokið hjá Orra Fótbolti Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Íslenski boltinn Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Sport Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Fótbolti Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Íslenski boltinn Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Enski boltinn Fleiri fréttir „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Í beinni: Álftanes - Tindastóll | Pökkuð höll og allt undir Í beinni: Valladolid - Barcelona | Mikilvægur slagur í miðri orrustu Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Leik lokið: Þróttur - Tindastóll 1-0 | Eina markið skorað úr fyrstu sókn leiksins Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Uppgjörið: Fram - FHL 2-0 | Fram nældi í sín fyrstu stig í nýliðaslagnum við FHL Uppgjörið: Breiðablik - Víkingur 4-0 | Meistararnir með markaveislu í sólinni Leipzig jafnaði á elleftu stundu og Bayern þarf enn að bíða Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Mikilvægur sigur Kristianstad og norsku meistararnir náðu í þrjú stig Sveindís fékk langþráð tækifæri í byrjunarliðinu Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni Fyrsti deildarsigur Brøndby á árinu Uppselt í fyrsta sinn á Álftanesinu Þriðja jafntefli Düsseldorf í röð en umspilið enn í augsýn Karólína lagði upp sigurmark Leverkusen Þórir ráðinn til HSÍ „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Tímabilinu líklega lokið hjá Orra „Þetta var ákvörðun sem ég þurfti að taka“ Houston knúði fram oddaleik Sjá meira