Sport

„Svekktur og stoltur á sama tíma“

KA er úr leik í Sambansdeild Evrópu eftir dramatískt 3-2 tap í framlengingu á heimavelli gegn danska liðinu Silkeborg í annari umferð forkeppninnar. Fyrri leik liðanna leik með 1-1 jafntefli í Danmörku og fer Silkeborg því áfram samanlagt 4-3.

Fótbolti

„Sleikjum sárin í kvöld“

Túfa þjálfari Vals var ánægður með sína menn sem máttu þola 1-2 tap á heimavelli gegn Kauno Zalgiris í Sambandsdeildinni. Með úrslitunum í kvöld lauk þátttöku Vals í keppninni og evrópuævintýri Valsara búið í bili.

Fótbolti

Orri Sigurður: Ekki eins og heimurinn sé að farast

„Við vorum ekki hræddir, þetta var gott lið og við náðum að loka vel á það sem við ætluðum að gera, en á sama tíma vorum við ekki nógu góðir.“ sagði markaskorarinn Orri Sigurður Ómarsson eftir súrt tap Vals fyrir Kauno Žalgiris í forkeppni Sambandsdeildar Evrópu.

Fótbolti

Upp­gjörið: Víkingur - Vllaznia 4-2 | Víkingar á­fram eftir fram­lengingu

Víkingur frá Reykjavík eru komnir áfram í 3. umferð Sambandsdeildar Evrópu eftir 4-2 sigur á albanska liðinu Vllazia á Víkingsvelli í kvöld í framlengdum leik. Víkingsliðið tapaði fyrri leik liðanna í Shkoder í Albaníu fyrir viku síðan með tveimur mörkum gegn einu. Þeir unnu því einvígið samanlagt 5-4 og mæta Bröndby frá Danmörku í næstu umferð keppninnar en fyrri leikur liðanna fer fram á Víkingsvelli eftir slétta viku, fimmtudaginn 7. ágúst.

Fótbolti

KR sækir Arnar Frey af bekknum hjá HK

Markvörðurinn Arnar Freyr Ólafsson er á leið til KR í Bestu deild karla í fótbolta. Þar með hafa KR-ingar leyst markmannsvandræði sín en Sigurpáll Sören Ingólfsson, varamarkvörður liðsins, ökklabrotnaði á dögunum.

Íslenski boltinn

„Í þeirra augum er það skandall ef þeir detta út á móti KA“

KA tekur á móti Silkeborg í seinni leik liðanna á uppseldum Greifavelli á Akureyri í kvöld, með jafna 1-1 stöðu eftir fyrri leikinn úti í Danmörku. Hallgrímur Jónasson, þjálfari KA, segir Danina sjá það sem skandal ef þeir tapa í kvöld en hann þekkir þjálfara Silkeborg vel og veit hvað hann vill gera. 

Fótbolti