San Antonio 2 - Seattle 0 11. maí 2005 00:01 NordicPhotos/GettyImages Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig. NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira
Seattle Supersonics náðu forystunni í byrjun leiks í nótt og héldu henni í 62 sekúndur. Ray Allen lék með Sonics, þrátt fyrir meiðsli, en það hafði lítið að segja og San Antonio hefur náð 2-0 forskoti í einvíginu eftir þægilegan 108-91sigur í öðrum leik liðanna. Eins og svo oft áður í úrslitakeppninni, var það argentínski snillingurinn Manu Ginobili sem reyndist banabiti andstæðinga San Antonio, en hann var hreint út sagt stórkostlegur í nótt. Ginobili hitti úr 9 af 11 skotum sínum utan af velli og spilaði góða vörn á Ray Allen þess á milli. Lið Seattle gekk aðeins betur að hemja leikstjórnandann Tony Parker, en þá fékk Ginobili að leika lausum hala í staðinn og Tim Duncan skilaði sínu eins og alltaf. Spurs leiddu allann leikinn í gær og sigur þeirra var aldrei í hættu. Þeir þurfa nú að ferðast norður til Washington fylkis og leika við Seattle á þeirra heimavelli, þar sem þeir verða vissulega skæðari en þeir voru í heimavelli San Antonio í fyrstu tveimur leikjunum. Minnugir þess hvað gerðist í úrslitakeppninni í fyrra, þegar þeir töpuðu einvígi sínu við Lakers eftir að hafa náð 2-0 forystu, munu Spurs líklega gæta þess að koma einbeittir til leiks í leikjum 3 og 4 í Seattle. Heimamenn verða án Vladimir Radmanovic það sem eftir lifir úrslitakeppni vegna meiðsla sem hann hlaut á ökkla í fyrsta leiknum, og það er liðinu nokkuð áfall. Þeir verða einfaldlega að lyfta leik sínum á hærra plan ef þeir ætla sér að eiga glætu í Spurs. Mestu munar að Rashard Lewis hefur verið í hálfgerðum felum í úrslitakeppninni og hann verður að axla meiri ábyrgð í sóknarleiknum ef Sonics eiga ekki að falla út úr keppni á heimavelli sínum. Ef þeir Lewis og Allen ná sér á strik á heimavelli sínum og verða í stuði, getur lið Seattle verið illviðráðanlegt, en eins og áður sagði má mikið vera ef Spurs þurfa fleiri en fimm leiki til að klára einvígið. Atkvæðamestir hjá San Antonio:Manu Ginobili 28 stig (hitti úr 9 af 11 skotum), Tim Duncan 25 stig (9 frák), Tony Parker 22 stig (7 stoðs), Brent Barry 9 stig (7 frák), Nazr Mohammed 7 stig (10 frák), Robert Horry 6 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 25 stig, Rashard Lewis 22 stig (7 frák), Antonio Daniels 16 stig, Nick Collison 9 stig, Jerome James 8 stig (7 frák), Luke Ridnour 6 stig.
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Körfubolti Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Fleiri fréttir Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjá meira