Detroit 1 - Indiana 1 12. maí 2005 00:01 Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák). NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Vængbrotið lið Indiana Pacers ætlar ekki að hætta að koma á óvart og í nótt gerðu þeir sér lítið fyrir og lögðu meistara Detroit á þeirra heimavelli, 92-83. Staðan í envígi liðanna er nú orðin jöfn og næstu tveir leikir fara fram í Indiana, þar sem liðinu hefur reyndar ekki gengið neitt sérstaklega vel í úrslitakeppninni. Detroit virtist vera á sömu keyrslu í leiknum í gær og leiddu í hálfleiknum, þannig að fátt benti til þess að liðið tapaði leiknum. Það var þó helst gamla brýnið Reggie Miller sem var maðurinn á bak við góða rispu Pacers í síðari hálfleiknum, þar sem hann skoraði 15 stig og átti alltaf svar við áhlaupum meistaranna. Þá má ekki gleyma Jeff Foster, miðherja Pacers, sem átti líklega besta leik sinn á ferlinum með því að skora 14 stig og hirða 20 fráköst. "Ég efast um að nokkurt lið hafi farið í gegn um eins mikið mótlæti og við höfum mætt í vetur, en okkar takmark er það sama og það hefur verið. Við ætlum í úrslitin og við ætlum að vinna titilinn," sagði Jermaine O´Neal, leikmaður Indiana. "Þeir eru harðir þessir strákar. Þeir hafa þurft að þola ýmislegt í vetur, en þegar á móti blæs, berjast þeir til síðasta manns," sagði Rick Carlisle, þjálfari Indiana, sem var stoltur af sínum mönnum. "Þeir gerðu alla litlu hlutina sem við gerðum í fyrsta leiknum. Þeir börðust um hvern bolta og gerðu það sem þeir þurftu að gera til að vinna," sagði Larry Brown, þjálfari Detroit, sem eitt sinn þjálfaði lið Indiana og er því öllum hnútum kunnugur hjá liðinu - ekki síst því hversu góður leikmaður Reggie Miller er. "Hann var frábær þegar leikurinn var í járnum," sagði Brown. Atkvæðamestir hjá Detroit:Tayshaun Prince 24 stig (9 frák, 7 stoðs), Rip Hamilton 14 stig, Rasheed Wallace 14 stig, Chauncey Billups 13 stig (10 stoðs), Antonio McDyess 8 stig, Ben Wallace 3 stig (16 frák).Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 22 stig (10 frák, 5 varin), Reggie Miller 19 stig, Jeff Foster 14 stig (20 frák), Stephen Jackson 13 stig, Jamaal Tinsley 12 stig (13 stoðs, 7 frák).
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira