San Antonio 2 - Seattle 1 13. október 2005 19:12 Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák). NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Það má með sanni segja að San Antonio hafi í raun fallið á eigin bragði þegar þeir töpuðu fyrir liði Seattle Supersonics á útivelli í nótt, 92-91. Tim Duncan hitti ekki úr upplögðu færi á lokasekúndu leiksins sem hefði tryggt Spurs 3-0 forystu í einvíginu, en það var ekki síðasta skotið sem felldi Spurs í nótt. San Antonio hitti aðeins úr átta af sextán vítaskotum í lokafjórðungnum í nótt og það varð þeim dýrt. Þeir Ray Allen og Rashard Lewis, sem eru alla jafna aðal skorarar liðsins, skoruðu hvorugur körfu utan af velli í fjórða leikhlutanum, en Spurs náðu ekki að nýta sér það og nú getur Seattle jafnað metin í einvíginu í næsta leik. "Þeir voru grimmari en við í fyrstu tveimur leikjunum, en í kvöld snerist það algerlega við, enda eins gott. Enginn vill lenda undir 3-0. Ef maður ætlar að vinna San Antonio verður hver einasti maður að berjast á hæl og hnakka og reyna að stöðva hraðaupphlaup þeirra. Það tókst okkur í kvöld," sagði Nate McMillan, þjálfari Seattle. "Við töpuðum þessum leik á vítalínunni," sagði Gregg Popovich, þjálfari San Antonio. Eftir að liðin höfðu tekið sitthvora rispuna í fyrri hálfleik, var allt í járnum í hinum síðari og því var spennan rafmögnuð á lokamínútunum. "Ég náði að koma mér í fína stöðu, náði ágætis skoti, en því miður féll það ekki fyrir mig í þetta sinn," sagði Tim Duncan vonsvikinn eftir að skottilraun hans á lokasekúndunum klikkaði. "Þeir voru mjög grimmir í kvöld, enda ákveðin örvænting í þeim að lenda ekki 3-0 undir. Þetta var ansi fast spilaður leikur," sagði Manu Ginobili hjá San Antonio, sem fékk meðal annars tvö olnbogaskot í andlitið í leiknum. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Tim Duncan 23 stig (11 frák, 4 varin), Tony Parker 18 stig (8 stoðs), Manu Ginobili 18 stig (6 frák), Robert Horry 11 stig, Nazr Mohammed 7 stig, Brent Barry 7 stig.Atkvæðamestir hjá Seattle:Ray Allen 20 stig ( 7 frák, 7 stoðs. Hitti úr 6 af 23 skotum), Antonio Daniels 18 stig (8 frák), Jerome James 15 stig (hitti úr öllum 7 skotum sínum), Rashard Lewis 12 stig (10 frák), Nick Collison 10 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira