Miami 4 - Washington 0 15. maí 2005 00:01 Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira
Á meðan félagar hans á öðru ári í deildinni, LeBron James og Carmelo Anthony, sleikja sólina í sumarfríinu er Dwayne Wade að stimpla sig inn sem einn af betri leikmönnum deildarinnar í úrslitakeppninni. Wade leiddi Miami til 99-95 sigurs á Washington í nótt, þegar þeir kláruðu einvígið 4-0. Dwayne Wade skoraði 42 stig og leiddi Miami í sigrinum í nótt, en lið hans var að leika án Shaquille O´Neal, annan leikinn í röð. Wade fór hamförum í þriðja leikhlutanum þar sem hann skoraði 22 stig og hitti öllum sjö skotum sínum utan af velli og öllum átta vítaskotum sínum og sló öll stigamet sem til eru í bókum Miami liðsins með frammistöðu sinni. Washington náði góðu áhlaupi í fjórða leikhlutanum og komst yfir í stutta stund, en gestirnir frá Flórída náðu að halda haus og klára leikinn. Miami hefur nú unnið alla átta leiki sína í úrslitakeppninni og munu fá langa hvíld áður en þeir mæta annað hvort Detroit eða Indiana í úrslitum austurdeildarinnar. "Það væri hægt að gera kvikmynd um drenginn í þessari seríu og skíra hana "Stjarna er fædd"," sagði Eddie Jordan, þjálfari Washington um Wade eftir leikinn. "Hann hefur svo sannarlega stimplað sig inn sem einn af þeim allra bestu í úrslitakeppninni, þrátt fyrir að vera þetta ungur," bætti hann við. "Tilfinningin er ekki sú sama og hún var og leikmenn koma dálítið öðruvísi fram við mann," sagði Wade þegar hann var spurður hvort hann finndi fyrir því að vera orðinn stjarna. "Ég hef hinsvegar verið að reyna að bæta leik minn allt árið, ekki bara í úrslitakeppninni. Nú fær fólk hinsvegar að sjá mig spila oftar og ég er að reyna að bæta mig og vona að fólk hafi gaman af að sjá mig spila," sagði Wade. "Mér finnst á fólki eins og það telji Wade einn af 10 eða 15 bestu leikmönnum deildarinnar í dag og ég held að sem leikmaður á öðru ári, fáirðu ekki mikið meiri virðingu en það," sagði Stan Van Gundy, þjálfari Wade hjá Miami. Atkvæðamestir í liði Washington:Gilbert Arenas 25 stig (6 frák, hitti úr 5 af 17 skotum), Brendan Haywood 18 stig (15 frák, 5 varin), Larry Hughes 15 stig (8 frák, 5 stoðs, hitti úr 4 af 17 skotum), Juan Dixon 15 stig, Antawn Jamison 10 stig.Atkvæðamestir hjá Miami:Dwayne Wade 42 stig (7 frák), Damon Jones 19 stig (6 stoðs, 6 þristar), Eddie Jones 13 stig, Udonis Haslem 8 stig (13 frák), Michael Doleac 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Úrslit ráðast hjá Arsenal og PSG og mögulega Íslandsbikar á loft Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Sjá meira