Detroit 3 - Indiana 2 18. maí 2005 00:01 Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák). NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira
Meistarar Detroit Pistons virðast vera komnir í gírinn á ný eftir að hafa lent undir 2-1 í einvíginu við Indiana Pacers og geta nú klárað einvígið í næsta leik í Indiana eftir stórsigur á heimavelli sínum í nótt, 86-67. Detroit var hélt naumri forystu í byrjun leiksins, en spýtti svo í lófana og tók 30-4 rispu sitthvorumegin við hálfleikinn, sem gerði út um leikinn áður en fjórði leikhlutinn hófst. Varnarleikur Pistons var, eins og tölur Indiana gefa til kynna, eins og hann gerist bestur og ekkert lið á mikla möguleika gegn þeim þegar vörn þeirra er í jafn miklu stuði og hún var í nótt. Ben Wallace var Indiana sérstaklega erfiður í nótt og lokaði teig heimamanna. "Þegar við leikum eins og við gerðum í þessum leik, erum við erfiðir viðureignar og ég hugsa að þetta hafi verið einn af okkar allra bestu leikjum varnarlega" sagði Wallace eftir leikinn. Detroit hafði mikla yfirburði í fráköstunum í leiknum og hirtu 52 á móti 34 fráköstum gestanna. Segja má að niðurlæging Indiana hafi fullkomnuð þegar Larry Brown, þjálfari Detroit skipti Darko Milicic inn á völlinn og leyfði honum að leika fjórar mínútur, en hann fær aldrei að spila hjá Detroit nema þeir séu með algerlega unninn leik. Rick Carlisle, þjálfari Indiana reyndi hvað hann gat til að kæla meistarana niður í þriðja leikhlutanum og notaði öll leikhlé sín fyrir síðari hálfleikinn í þriðja leikhlutanum og því fékk liðið á sig tæknivíti í þeim fjórða, því liðunum er skylt að taka í það minnsta eitt leikhlé í fjórða hlutanum og Carlisle átti það einfaldlega ekki til. Eins kjánaleg regla og þetta er, gaf hún glögglega til kynna í hversu miklum vandræðum Indiana var í leiknum. "Þeir eru svo fljótir að skipta og færa til í varnarleiknum og eru duglegir að hjálpa hver öðrum. Svo eru þeir með mörg vopn í sókninni, sem verður að reyna að halda niðri. Okkur tókst það ekki í kvöld og því fór sem fór," sagði Reggie Miller hjá Indiana, sem náði sér engann veginn á strik í leiknum. Atkvæðamestir hjá Indiana:Jermaine O´Neal 14 stig, Stephen Jackson 12 stig, Anthony Johnson 11 stig, Reggie Miller 8 stig.Atkvæðamestir í liði Detroit:Ben Wallace 19 stig (11 frák), Tayshaun Prince 16 stig (12 frák), Chauncey Billups 13 stig (7 stoðs, 6 frák), Rip Hamilton 13 stig (6 frák), Rasheed Wallace 10 stig (8 frák), Antonio McDyess 8 stig (6 frák).
NBA Mest lesið Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Golf „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Fótbolti „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ Fótbolti Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Körfubolti Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Körfubolti Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi Fótbolti 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Sport Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Körfubolti Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Fótbolti Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Handbolti Fleiri fréttir Vinirnir vara Tiger við en honum er skítsama Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum „Við vorum úr leik en svo komum við til baka“ „Fótboltinn var grimmur við okkur“ Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Inter í úrslitaleik Meistaradeildarinnar eftir stórbrotið einvígi 150 milljónir fylgdust með sögulegum sigri Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Halda málþing um veðmál í íslensku íþróttalífi Aron Einar verður ekki með Þórsurum í sumar Haukarnir byrjaðir að fylla í skarð Elínar Klöru Aldís Ásta frábær í fyrsta úrslitaleiknum um titilinn Milljarðar í kassann á leik kvöldsins og nýtt met Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Lék sinn fyrsta leik með Al-Gharafa í rúma þrjá mánuði Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Dembélé klár fyrir leikinn gegn Arsenal Sonur Ronaldos í fyrsta sinn í landsliði Ingvar gerir ráð fyrir að vera klár í næsta leik Fimm mörk að meðaltali í leik hjá KR Ældi á svellinu eftir höfuðhögg Byrjaður að ganga fimm dögum eftir að hafa fallið sex metra úr stúkunni Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Kroos segir að Pedri sé mikilvægari en Yamal, Raphinha og Lewandowski Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Ákalli svarað með afreksmiðstöð Sjá meira