Fermetraverð fari yfir 200 þúsund 19. maí 2005 00:01 Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti. Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira
Greining Íslandsbanka spáir 15 prósenta hækkun á íbúðarverði til viðbótar þar til það staðni síðla á næsta ári. Meðalfermetraverð yrði þá komið yfir 200 þúsund krónur. Þó er tekið fram að lítið megi út af bregða til að ekki komi til lækkunar. Í niðurstöðum fræðslufundar Íslandsbanka um þróun á fasteignamarkaði kemur fram að raunverð íbúða sé í sögulegu hámarki en þó er gert ráð fyrir því að verð mjakist enn upp á við fram á næsta ár en staðni svo. Reiknað er með lítils háttar lækkun raunverðs íbúðarhúsnæðis á árinu 2007. En er ekki bjartsýni að ætla að verð haldi áfram að hækka nú þegar nýbyggingar eru fleiri en nokkru sinni, verðbólga gæti aukist og gengið lækkað? Ingólfur Bender, forstöðumaður Greiningar Íslandsbanka, segir að ef eitthvað sé sé greiningardeildin of svartsýn fremur en bjartsýn. Þá hafi verið rætt um stóriðjuframkvæmdir víða um land sem geti breytt myndinni talsvert. Greiningardeildin hvetur fólk frekar til að kaupa íbúð en að leigja og bíða um hríð. En nú þegar bankarnir hafa mikilla hagsmuna að gæta á fasteignamarkaði og það skiptir þá máli að verð haldist hátt og fólk haldi áfram að kaupa, er þá hægt að líta á spá greiningdeildar Íslandsbanka algerlega hlutlausum augum? Ingólfur segir að greiningardeild starfi algjörlega sjálfstætt og deildin eigi í raun allt undir þeim trúverðugleika og ábyrgð þess sem frá henni komi. Ekki sé tekið mið af hagsmunum bankans, en ef verð á íbúðarhúsnæði væri að lækka að mati deildarinnar myndi hún greina frá því, ekki bara gagnvart almenningi heldur líka stjórnendum bankans og vara við að sú þróun kynni að skaða bankann með einhverjum hætti.
Innlent Viðskipti Mest lesið Rúmgóður ferðafélagi með sportlegu yfirbragði Samstarf Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Viðskipti innlent Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Viðskipti innlent U-beygja Metro sem komst í gegnum eftirlit án nokkurra athugasemda Neytendur Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Viðskipti innlent Hörður og Svala endurvekja Macland Viðskipti innlent Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Viðskipti innlent Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Viðskipti innlent Eftirlitið veður í Veðurstofuna Viðskipti innlent Fleiri fréttir Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Sjá meira