GTA LIBERTY CITY STORIES 1. júní 2005 00:01 Rockstar fyrirtækið, sem framleitt hefur Grand Theft Auto leikina, hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum Grand Theft Auto leik fyrir nýju PSP leikjavélina frá Sony Computer. Leikurinn mun verða gefinn út 1.september eða sama dag og PSP tölvan verður gefin út í Evrópu. Grand Theft Auto Liberty Stories er framleiddur af Rockstar Leeds í samvinnu við Rockstar North, en leikurinn verður aðeins gefinn út á PSP. Sam Houser, Forstjóri Rockstar segir, “Að snúa aftur til Liberty City og sjá borgina lifna við á lófatölvu er ótrúlegt afrek. Hin magnaða PSP tölva frá Sony Computer gerir okkur kleift að leyfa aðdáendum leikjanna að heimsækja Liberty City aftur og sjá borgina frá nýju sjónarhorni í leik sem skartar glænýjum söguþræði. Grand Theft Auto Liberty City Stories verður algjörlega ný upplifun sem aldrei hefur verið áður möguleg á lófatölvu.” Leslie Benzies, Forstjóri Rockstar North, bætir við, “Við höfum lagt mikinn metnað í Grand Theft Auto Liberty City Stories. Með því að vinna náið með Rockstar Leeds höfum við náð að búa til heillandi upplifun án þess að vera með neinar málamiðlanir og við trúum því að aðdáendur Grand Theft Auto leikjanna og nýir leikmenn komi til með að verða mjög spenntir fyrir þessum.” Að lokum segir Gordon Hall, Forstjóri Rockstar Leeds, “Við höfum unnið mjög náið með Rockstar North til að ná hinni réttu Grand Theft Auto stemmingu. Væntingar fólks verða gríðarlega háar og ætlum við okkur að mæta þeim. Grand Theft Auto Liberty City Stories verður einhver stærsti tölvuleikur sem gerður hefur verið á PSP, og mun án nokkurs vafa setja staðla í gerð leikja fyrir tölvuna.” Grand Theft Auto Liberty City Stories mun innihalda mjög opna og frjálsa spilun, þar sem þekktir leikarar tala fyrir aðal söguhetjurnar og tónlist leiksins mun verða í flottara lagi. Leikurinn Grand Theft Auto Liberty City Stories verður gefinn út 1.september á Íslandi. Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Rockstar fyrirtækið, sem framleitt hefur Grand Theft Auto leikina, hefur tilkynnt um útgáfu á nýjum Grand Theft Auto leik fyrir nýju PSP leikjavélina frá Sony Computer. Leikurinn mun verða gefinn út 1.september eða sama dag og PSP tölvan verður gefin út í Evrópu. Grand Theft Auto Liberty Stories er framleiddur af Rockstar Leeds í samvinnu við Rockstar North, en leikurinn verður aðeins gefinn út á PSP. Sam Houser, Forstjóri Rockstar segir, “Að snúa aftur til Liberty City og sjá borgina lifna við á lófatölvu er ótrúlegt afrek. Hin magnaða PSP tölva frá Sony Computer gerir okkur kleift að leyfa aðdáendum leikjanna að heimsækja Liberty City aftur og sjá borgina frá nýju sjónarhorni í leik sem skartar glænýjum söguþræði. Grand Theft Auto Liberty City Stories verður algjörlega ný upplifun sem aldrei hefur verið áður möguleg á lófatölvu.” Leslie Benzies, Forstjóri Rockstar North, bætir við, “Við höfum lagt mikinn metnað í Grand Theft Auto Liberty City Stories. Með því að vinna náið með Rockstar Leeds höfum við náð að búa til heillandi upplifun án þess að vera með neinar málamiðlanir og við trúum því að aðdáendur Grand Theft Auto leikjanna og nýir leikmenn komi til með að verða mjög spenntir fyrir þessum.” Að lokum segir Gordon Hall, Forstjóri Rockstar Leeds, “Við höfum unnið mjög náið með Rockstar North til að ná hinni réttu Grand Theft Auto stemmingu. Væntingar fólks verða gríðarlega háar og ætlum við okkur að mæta þeim. Grand Theft Auto Liberty City Stories verður einhver stærsti tölvuleikur sem gerður hefur verið á PSP, og mun án nokkurs vafa setja staðla í gerð leikja fyrir tölvuna.” Grand Theft Auto Liberty City Stories mun innihalda mjög opna og frjálsa spilun, þar sem þekktir leikarar tala fyrir aðal söguhetjurnar og tónlist leiksins mun verða í flottara lagi. Leikurinn Grand Theft Auto Liberty City Stories verður gefinn út 1.september á Íslandi.
Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira