Endurvinnsla auk kjaftasagna 2. júní 2005 00:01 Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir ekkert undarlegt við það að hæsta tilboði í Landsbankann hafi ekki verið tekið á sínum tíma. Honum virðist umfjöllun Fréttablaðsins um einkavæðinguna vera endurvinnsla á gamalli skýrslu með nokkrum kjaftasögum sem lítið sé til í. Í umfjöllun Fréttablaðsins er því meðal annars haldið fram að stjórnarsamstarfið hafi verið í hættu á meðan á ferlinu stóð og að formenn Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hafi átt beinan þátt í að stýra bönkunum í hendur þóknanlegra aðila. Davíð segist ekki hafa lesið greinarnar ítarlega en sýnist sem svo að þetta sé meira umbúðir en efni. Þetta sé í meginefnum skýrsla Ríkisendurskoðunar, án þess að þess sé getið, sem var búið að birta og ræða í þinginu. Svo sé búið að bæta við nokkrum kjaftasögum eins og „rjóma á súkkulaðiköku“. Í þeim sögum sé hins vegar lítið til að sögn Davíðs. Það að hæsta tilboði var ekki tekið í Landsbankann er meðal röksemda fyrir því að kaupendur hafi verið handvaldir. Davíð segir öll verðin hafa verið innan skekkjumarka miðað við stærð verkefnisins, auk þess sem litið var til fleiri hluta en verðsins vegna mikilvægis Landsbankans sem stofnunar, s.s. reynslu manna, fjármuna og trygginga. Davíð segir menn vissulega hafa lært af reynslunni og þeirri gagnrýni sem fram hefur komið og tekið sé tillit til hennar við söluna á Símanum. Nú sé reynt að einangra aðra þætti en verðið á fyrri stigum tilboðsferilsins þannig að búið verði að bera hugsanlega kaupendur saman hvað það varðar, þannig að þegar „umslagið sé opnað“ geti krónutalan ein ráðið ferðinni. Þá sé líka erfiðara að halda því fram að utanríkisráðherra og forsætisráðherra velji kaupendur, þó einhverjir muni líklega reyna það að sögn Davíðs.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira