Leyft að veiða meiri ýsu og ufsa 6. júní 2005 00:01 Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
Hafrannsóknastofnunin hefur lagt til að veiðar úr þorskstofninum verði minnkaðar um sjö þúsund tonn á næsta fiskveiðiári. Framkvæmdastjóri LÍÚ er sama sinnis og fagnar auknum veiðiheimildum á ýsu og ufsa. Ekki hefur tekist að stækka þorskstofninn eins og stefnt hefur verið að. Hafrannsóknarstofnunin leggur því til að aflahámark þorksins á næsta fiskveiðiári verði 198 þúsund tonn sem er minnkun um sjö þúsund tonn. Á móti er lagt til að kvóti ýsu verði aukinn um 15 þúsund tonn og kvóti ufsa verði aukinn um 10 þúsund tonn. Aðspurður hvað skýrslan segi um ástand fiskistofna segir Jóhann Sigurjónsson, forstjóri Hafrannsóknarstofnunarinnar, að það sé almennt nokkuð gott. Þorskstofninn sé að braggast þó svo að hann hafi viljað sjá meiri bata. Náðst hafi árangur síðustu árin m.a. með styrkingu hrygningarstofnsins en áhyggjur manna snúist um samsetningu hans og stofnunin telji að það þurfi að skoða hana sérstaklega. Aukin hlýindi eru talin vera helstu áhrifaþættir fyrir styrk ýsunnar og ufsans. Eins hefur stofn skötuselsins og síldarinnar stækkað. En valda hlýindin því að aðrir stofnar minnki? Jóhann segir að hlýviðriseinkenni geti að sjálfsögðu haft neikvæð áhrif á aðra stofna. Í því sambandi hafi menn mestar áhyggjur af loðnunni sem sé kaldsjávartegund. Ef það hitni enn meira en á undanförnum misserum fari menn að hafa áhyggjur af því að loðnan verði ekki sá mikilvægi þáttur í vistkerfinu hér við landi sem hún hafi verið. Ekki hefur tekist að mæla stofnstærð loðnunnar sem er helsta fæða þorsksins og mun Hafrannsóknarstofnunin ekki mæla fyrir um opnun loðnuvertíðar fyrr en þær mælingar takast. En hvaða afleiðingar hafa þessar veiðiheimildir fyrir þjóðarbúið? Friðrik J. Arngrímsson, framkvæmdastjóri LÍÚ, segir að útlit sé fyrir að þær komi vel út í heildina fjárhagslega en auðvitað sé það misjafnt eftir einstökum útgerðum. Fjárhagslegar afleiðingar fyrir þjóðarbúið verði hins vegar ekki miklar. Friðrik segir enn fremur að það séu viss vonbrigði að þorskkvótann þurfi að minnka. Hins vegar sé gríðarmikill vöxtur í ýsunni og það hafi aldrei verið jafnmikið veitt af henni og verði gert á næsta ári. Þá aukist ufsakvótinn en aðrir stofnar séu flestir á svipuðu róli og í fyrra. Aðspurður hvort allir geti verið sammála því að nauðsynlegt sé að draga úr þorskveiðunum segir Friðrik að svo sé ekki. Sumir vilji veiða meira og haldi að allt bjargist með því. Íslendingar hafi veitt of mikið síðustu 50 árin og nú séu þeir að súpa seyðið af því. Kenningin um að veiða meira hafi verið prófuð en hún gangi ekki upp og þess vegna séu menn í þeirri stöðu sem þeir eru í núna.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira