Skipulagsmál helsta kosningamál 7. júní 2005 00:01 Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira
Tæpu ári fyrir næstu borgarstjórnarkosningar bendir flest til þess að skipulagsmál verði helsta kosningamálið. Fyrir rúmri viku kynntu sjálfstæðismenn hugmyndir um eyjabyggð í Reykjavík en í dag kynnti borgarfulltrúi R-listans tillögu um framtíðarbyggð á Vatnsmýrarsvæðinu með tengingu við Álftanes. Stefán Jón Hafstein, borgarfulltrúi R-listans, kynnti hugmyndirnar á borgarstjórnarfundi í dag, en þær ganga út á að Vatnsmýrin og Álftanes verði þróuð saman sem ein skipulagsheild og að Vatnsmýrin verði byggð upp í nánum tengslum við miðborgarsvæðið. Í hugmyndunum er gert ráð fyrir hraðbraut frá Skerjafirði út á Álftanes. Stefán Jón Hafstein segir að með því að leggja þverbraut yfir Skerjafjörð og yfir á Álftanes sem síðan tengist yfir í Hafnarfjörð þá opnist hringbraut í kringum miðborgarkjarnann sem nú verði framtíðarborgin fyrir höfuðborgarsvæið allt og þar með verði opnað fyrir gríðarlega möguleika fyrir nýja tegund umferðar auk þess sem létt verði á álagspunktum sem séu á umferðarmannvirkjum í borginni. Þannig fáist loksins sú hringtenging umhverfis miðbæinn sem alltaf hafi vantað. Reykjavíkurflugvöllur á að fara úr Vatnsmýrinni samkvæmt þessum tillögum og Stefán segir að það blasi við að hægt sé að finna lausnir sem menn geti sætt sig við. Í þessum nýju hugmyndum um skipulagsmál í borginni er gert ráð fyrir að Suðurgata liggi út á Álftanes og það verði grafin jarðgöng sem muni koma upp við álverið í Straumsvík. Með göngunum styttist leiðin úr miðborg Reykjavíkur til Keflavíkur umtalsvert. Stefán vekur athygli á því að það geti verið miklir hagsmunir fyrir landsbyggðina að hafa innanlandsflug nálægt miðborg Reykjavíkur en það séu mjög miklir hagsmunir fyrir miðborg Reykjavíkur að fljótfarnara sé út á alþjóðlegan flugvöll. Töluverður munur er á tillögum Reykjavíkurlistans og Sjálfstæðisflokksins um skipulag í miðborginni og ljóst að hart verður tekist á um skipulagsmálin í komandi kosningum. Stefán segir að tillagan sé mótspil við tillögu sjálfstæðismanna en með því að byggja uppfyllingar út á sundin og út í eyjar færist þungamiðjan í miðborginni vestur fyrir þann stað sem hún sé nú. R-listinn sé einhuga um það að miðborgin sé þungamiðjan og Vatnsmýrin færi þau tækifæri sem þau þrái. Aðspurður hvort þetta séu hans tillögur eða R-listans segir Stefán að þessi mál hafi verið rædd fram og aftur og einhugur sé innan R-listans um það að Vatnsmýrin sé næsta stóra tækifæri. Svo varpi fulltrúar listans á milli sín hugmyndum um það hvernig þeir sjái fyrir sér framtíðina.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Fleiri fréttir Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Sjá meira