Þingvellir líka fyrir konur 19. júní 2005 00:01 Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira
Um tvö þúsund manns mættu á Þingvallafund sem haldinn var í tilefni af 90 ára afmæli kosningaréttar kvenna. Veðrið setti sinn svip á hátíðina en það rigndi á hátíðargesti. "Þetta gekk rosalega vel," sagði Katrín Anna Guðmundsdóttir, kynningarstjóri Þingvallafundar. Dagskráin hófst klukkan eitt þegar Almannagjá var gengin. Settar voru átján rósir í Drekkingarhyl í minningu þeirra átján kvenna sem drekkt var í hylnum. Að því loknu hófst hátíðardagskrá á Efrivöllum þar sem dagskráin var sett. Frú Vigdís Finnbogadóttir flutti hátíðarávarp. Gerð Þingvallarfundar var lesin upp og afhent Árna Magnússyni, félagsmálaráðherra. Hann sagði að útrýma þyrfti launamisrétti og hvatti hann fyrirtæki til þess að taka þátt í þeirri aðgerð. Árni hafði fyrr um daginn sent fyrirtækjum og stofnunum með tuttugu og fimm starfsmenn eða fleiri bréf þar sem þau voru hvött til að athuga hvort óútskýrður kynbundinn launamunur væri til staðar. Katrín Anna sagðist vera ánægð með þátttökuna en um tvö þúsund manns mættu á Þingvelli. "Þetta var í samræmi við þær væntingar sem við gerðum," sagði hún og bætti við að henni fyndist frábært að sjá að konur létu ekki smá rigningu hafa áhrif á sig. "Við höfum stundum áhyggjur af því að jafnréttismál séu ekki ofarlega á baugi. Þessi þátttaka sýnir að fólk er að verða virkara í baráttunni." Ástæðuna fyrir valinu á staðnum sagði Katrín Anna vera þá að Þingvellir hefðu hingað til verið full karllægir. "Við vildum með þessu sýna, á táknrænan hátt, að Þingvellir eru staður fyrir konur líka," sagði hún og bætti við að þetta væri sennilega í fyrsta skipti sem að konum hefði markvisst verið stefnt að Þingvöllum. Aðspurð um hvort það yrði árviss atburður að halda 19. júní hátíðlegan á Þingvöllum sagði Katrín það ekki vera á dagskránni. "Þetta er stórafmæli og þess vegna vildum við halda daginn hátíðlegan á stað sem er táknrænn fyrir þjóðina," sagði hún. Veðurguðirnir voru ef til vill ekki hátíðinni hliðhollir því það rigndi á hátíðargesti. Gárungarnir hafa þess vegna gantast með það að veðurguðirnir séu karllægir. "Við hins vegar segjum að þeir hafi grátið yfir því hversu skammt á veg jafnréttisbaráttan er komin."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Innlent Fleiri fréttir „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Sjá meira