Varnarviðræður innan nokkurra daga 24. júní 2005 00:01 Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Innan fárra daga hefjast viðræður um framtíð varnarsamstarfs Íslendinga og Bandaríkjamanna í Washington eftir langa bið. Ekki er þó ljóst hvað á að ræða þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki ákveðið hver framtíð stöðvarinnar á að verða. Það eru liðin rúm tvö ár frá því að bandaríski sendiherrann hér á landi tilkynnti íslenskum stjórnvöldum að til stæði að kalla herþoturnar á Keflavíkurstöðinni heim fyrir fullt og allt. Tíðindin komu flatt upp á íslenska ráðamenn sem töldu vænlegast að þegja yfir öllu heila fram yfir þingkosningar. Ríkisstjórnin brást illa við og fékk - með látum - brotthvarfinu frestað og áður en yfir lauk tók Hvíta húsið við málinu, en varnarmálaráðuneytið hafði séð um það fram að því. Síðan hefur ekkert gerst. Þar til nú. 6. og 7. júlí ræða íslenskir embættismenn í Washington við bandaríska kollega sína. Innan íslenska stjórnkerfisins er því tekið fagnandi að loksins skuli vera komin hreyfing á málið en óvissan hefur farið illa í starfsmenn Varnarliðsins jafnt sem ráðamenn. Það er hins vegar nær öruggt að fundirnir í Washington muni litlu sem engu skila enda aðeins byrjunarviðræður. Í Hvíta húsinu hefur ekki ennþá verið tekin um það ákvörðun hver stefna Bandaríkjanna í málinu á að vera. Afstaða varnarmálaráðuneytisins er óbreytt en í utanríkisráðuneytinu hefur andstaðan við þær hugmyndir síst minnkað síðan að Condoleezza Rice tók við. Hún er talin sjá diplómatískan hag í því að halda Íslendingum góðum svo lengi sem það kostar ekki of mikið. Bush forseti og menn hans eru enn að melta hvoru ráðuneytinu sé best að fylgja. Og þá er loksins komið að þeim skilaboðum sem Bandaríkjamenn munu að öllum líkindum færa íslenskum embættismönnum í júlí: Íslendingar verða að borga meira. Það eru út af fyrir sig ekki ný skilaboð og hætt er við að embættismennirnir bandarísku geti lítið sagt um nákvæmlega hvernig þeir vilja að kostnaði sé skipt, fyrir utan að rekstur flugbrauta og tilheyrandi starfsemi verði framvegis á reikning Íslendinga. Þar sem Bandaríkjamenn hafa ekki enn náð samkomulagi á milli ólíkra ráðuneyta og um leið ólíkra hagsmuna um hvert framhaldið á að verða á Miðnesheiðinni geta þeir eðli máls samkvæmt ekki samið um neitt við Íslendinga. Heimildarmenn fréttastofu Stöðvar 2 og Bylgjunnar segja hins vegar að þrátt fyrir seinaganginn í Hvíta húsinu snúist hjólin áfram og að í haust megi vænta þess að flugherinn taki við einhverjum hluta starfsemi Varnarliðsins og telja það fyrsta skrefið í átt að því að flugherinn taki við rekstri stöðvarinnar með öllu innan nokkurra ára - verði ekki tekin ákvörðun í Washington um að leggja stöðina niður með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira