Beðið ákvörðunar forsetans 1. júlí 2005 00:01 Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands. Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Ríkisstjórn Gerhards Schröders, kanslara Þýskalands, er fallin. Þýska þingið felldi trauststillögu á stjórnina í morgun með 296 atkvæðum gegn 151. Beðið er ákvörðunar forsetans um hvort kosningar verði haldnar í haust. Schröder hafði hvatt þingmenn til að kjósa gegn ríkisstjórninni svo flýta mætti kosningum. Það gekk eftir en Schröder hafði lýst því yfir að hann yrði að fá endurnýjað umboð frá kjósendum til að koma heldur óvinsælum tillögum ríkisstjórnarinnar um efnahagsumbætur í gegn. Á þinginu í dag sagði hann að markmið sitt væri alveg ljóst: Hann vilji biðja forsetann um að leysa upp þingið og boða til nýrra kosninga. „Þetta myndi gera mér og flokki mínum kleift að takast á við sársaukafull og erfið mál,“ sagði Schröder. Það er forsetinn, Horst Köhler, sem ákveður hvort þing verði rofið og boðað til kosninga ári fyrr en ætlað var. Hann hefur þrjár vikur til að taka ákvörðunina en ýmsir hafa gagnrýnt Schröder fyrir allt þetta sjónarspil og telja það að fella eigin ríkisstjórn vísvitandi geti jafnvel strítt gegn stjórnarskránni. Þetta á sér þó fordæmi. Árið 1982 tapaði þáverandi kanslari, Helmut Kohl, viljandi kosningu um vantraust á ríkisstjórn sína til að auka meirihluta sinn á þingi í næstu kosningum. SPD, Sósíaldemókrataflokkur Schröders, getur þó síður en svo treyst því að hann beri sigur úr býtum ef kosningar verða haldnar í haust en flokkurinn hefur undanfarið tapað í mikilvægum héraðskosningum. Allar líkur eru á að Kristilegir demókratar, með Angelu Merkel í broddi fylkingar, nái völdum en þeir hafa undanfarið mælst með allt upp í tuttugu prósentustigum meira fylgi í skoðanakönnunum. Merkel yrði þá fyrst kvenna til að gegna embætti kanslara Þýskalands.
Erlent Fréttir Stj.mál Mest lesið Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Erlent Fleiri fréttir Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Kristrún ræddi við Trump og Selenskíj á fundi JEF-ríkja Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Sjá meira
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent
Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Innlent