Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. maí 2025 18:54 Breytingarnar voru kynntar á starfsmannafundi í Þjóðminjasafninu í dag. Vísir/Vilhelm Fornleifafræðingum fækkar um þrjá á Þjóðminjasafninu í uppsögnum. Þjóðminjavörður segir breytta verkefnastöðu og hagræðingu ástæðu fyrir uppsögnunum. Prófessor í sagnfræði hvetur til mótmæla vegna breytinganna. Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“ Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Fram kom í frétt Ríkisútvarpsins í gær að fjórir starfsmenn myndu missa vinnuna í uppsögnum á safninu þar af þrír fornleifafræðingur. Fimm störf verða lögð niður en þeirra á meðal er staða ræstitæknis en ekki hefur verið fastur starfsmaður í ræstingum. Harpa Þórsdóttir þjóðminjavörður segir alltaf miður að þurfa að grípa til uppsagna. „Það er breytt verkefnastaða innan safnsins ásamt hagræðingu í rekstri sem eru aðalástæður breytinganna en slíkt er óhjákvæmilegt þegar samtímis eru aðhaldskröfur frá stjórnvöldum, nýr stofnanasamningur tekur gildi og sértekjur safnins lækka,“ segir Harpa í skriflegu svari við fyrirspurn fréttastofu. Sigurður Gylfi Magnússon er hugsi yfir uppsögnunum.Kristinn Ingvarsson Sigurður Gylfi Magnússon, prófessor í sagnfræði við Háskóla Íslands, segist í færslu á Facebook ekki eiga eitt aukatekið orð vegna breytinganna. „Nú vill svo til að ég þekki vel til tveggja þessara manna og ég fullyrði að þetta eru afburða góðir vísindamenn. Nú spyr ég: Hvernig er hægt að komast upp með svona framkomu án þess að gefa skýringar nema svona málamynda yfirklór. Hvernig er hægt að réttlæta það að segja upp þremur af fjórum fornleifafræðingum sem starfa við Þjóðminjasafn Íslands þegar þessi stofnun hefur fyrir nokkrum árum verið gerð að háskólastofnum sem krefst vísindalegra gæða af starfsfólki sínu. Er hægt að hugsa sér þjóðminjasafn án fornleifafræðinga? Hvar í heiminum væri slíkt á dagskrá?“ Harpa segir skipulagsbreytingar og uppsagnir í eðli sínu erfiðar og eðlilegt að fólk hafi skoðanir á þeim en því miður séu slíkar aðgerðir stundum nauðsynlegar. Um sé að ræða vel ígrundaðar ákvarðanir sem ætlað er að styrkja starfsemi og rekstur safnsins til lengri tíma. Hún telur ekki ástæðu til að hafa áhyggjur af menningunni í landinu. „Nei, svo tel ég ekki vera, þvert á móti eru framtíðaráformin þau að auka breidd sérþekkingar innan safnsins. Þá er rétt að árétta að þó að þeim fækki sem hafa fornleifafræði að mennt hjá stofnuninni, þá eru enn starfandi 5 einstaklingar með sérmenntun í fornleifafræði og það er áfram stærsti einstaki faghópurinn á safninu.“ Sigurður Gylfi segir um tóma vitleysu að ræða. „Geta yfirmenn í svona stofnunum farið bara sínu fram án þess að gripið sé í taumana? Ég vil hvetja fagfólk í hugvísindum til að rísa upp og mótmæla þessum gjörningi. Þetta nær ekki nokkurri átt.“ Borgarskjalasafnið hafi verið lagt niður fyrir tveimur árum á afar hæpnum forsendum. „Skaðinn af þeim gjörningi var mikill og óbætanlegur. Ég verð að segja að ég hef verulegar áhyggjur af menningunni í landinu og stöðum mála hjá helstu menningarstofnunum. Nú hvet ég fólk til að láta í sér heyra, nú er nóg komið! Er ekki rétt fyrir menntamálayfirvöld að grípa í taumana?“
Fornminjar Háskólar Vinnumarkaður Söfn Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Trump-liðar heita hefndum Erlent Reikna með gosi í lok mánaðar Innlent Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Erlent Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Innlent Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Innlent Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Innlent Fleiri fréttir Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Afgerandi niðurstaða um þjóðarmorð og óþreyjufullir foreldar á Nesinu Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ „Ég veit ekki hversu hátt þarf að öskra orðið þjóðarmorð“ Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Stöðugildum á vegum ríkis fjölgaði um rúm 500 á síðasta ári Reikna með gosi í lok mánaðar Rændi bíl í Veiðivötnum og ók undir áhrifum af vettvangi Vonar að fólk taki ekki mark á auglýsingum þar sem farið er með rangindi Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Merki um að gjá í samfélaginu sé að stækka Skýrt að Ísland sé ekki griðastaður stríðsglæpamanna Stjórnvöld ætli að hafa yfirhöndina gagnvart skipulögðum glæpahópum Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels Lokun Sorpu á Dalvegi enn frestað Munu áfram stýra fastanefndunum Fá að halda framkvæmdum áfram í bili Eldur í geymslu í blokk á Selfossi Yfirlæknir gagnrýnir auglýsingu gegn lyfi við RS-veiru Flestir sem skráðu sig í Skorradalshrepp fá að kjósa Frumvarp um afnám laga um orlof húsmæðra lagt fram í tíunda sinn Ríkið situr á þúsundum hektara af framræstu votlendi Sló töskunni í vélarhlíf lögreglubifreiðar „Þetta var vissulega ekki í starfslýsingunni“ Hefur ekki áhyggjur af svindli með nýju námsmati Sjá meira
Ísraelar sakaðir um þjóðarmorð og dómsmálaráðherra styður lögregluna í aðgerðum gegn Hells Angels