Spyrja ekki af ótta við svarið 2. júlí 2005 00:01 Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og minnisblaðs Ríkisendurskoðanda um hæfi og afskipti hans af sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. "Ég er ekki búinn að lesa þessa langloku frá stjórnarandstöðunni í heild. Stjórnarandstaðan fær þar svör við leiðandi spurningum sínum en forðast að spyrja þeirrar spurningar sem þeir hafa haldið mest á lofti, hvort lögfræðingarnir telji Halldór vanhæfan. Það er bara ein skýring á því í mínum huga hvers vegna ekki er spurt þeirrar spurningar. Stjórnarandstaðan óttast svarið," segir Davíð. "Okkur sýnist lögfræðiálitið beinast fyrst og síðast að Ríkisendurskoðun og vinnubrögðum hennar,"segir Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðherra. "Halldór ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar og þetta álit, sem greitt er fyrir af stjórnarandstöðunni, breytir engu þar um. Meginefni skýrslunnar snýr að Ríkisendurskoðun og forsætisráðherra svarar ekki fyrir hana," segir Steingrímur. Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að lögfræðiálitið staðfesti að Halldóri Ásgrímssyni hefði árið 2002 borið á grundvelli stjórnsýslulaga að gera viðvart um hugsanlegt vanhæfi sitt til þátttöku í sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson segist ekki efast um hæfi Halldórs. "Stjórnsýslulögin eru mjög afgerandi og næstum smásmyglisleg og jafnvel erfið fyrir jafn lítið samfélag og Ísland að starfa við. Það er flóknara að fylgja þeim í fámenni en fjölmenni. Tengingarnar í fámenninu eru svo margvíslegar þegar að er gáð, ætta-, vina- og viðskiptatengsl. Þó verðum við að hafa í heiðri meginreglur. Og þess vegna voru stjórnsýslulögin sett að mínu frumkvæði á sínum tíma." Davíð segir einakvæðinguna tvíþætta og það flæki málið. "Hún er breyting á forræði sem venjulega er á hendi einstakra ráðherra. Hins vegar er ráðherranefnd sem fjallar um hina almennu þæti málsins, tímasetningar, áhrif á stöðu erfnahagsmála, jafnvel kjarasamninga og fleira og hún lýtur öðrum lögmálum. Þá geta menn ekki horft á sömu hæfisskilyrði eins og þegar í hlut á ráðherra sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Þetta ruglar fólk í ríminu og þetta er alveg kjörinn farvegur fyrir fólk sem vill fiska í gruggugu vatni. Og það eru menn að reyna núna," segir Davíð Oddsson. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira
Forystumenn stjórnarandstöðunnar segjast bíða viðbragða við lögfræðiáliti, sem þeir hafa látið vinna um hæfi Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra og minnisblaðs Ríkisendurskoðanda um hæfi og afskipti hans af sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson formaður Sjálfstæðisflokksins segist ekki efast um það að Halldór Ásgrímsson hafi gengið fram af heilindum í bankasölunni eins og í öðrum málum sem þeir haft samstarf um. "Ég er ekki búinn að lesa þessa langloku frá stjórnarandstöðunni í heild. Stjórnarandstaðan fær þar svör við leiðandi spurningum sínum en forðast að spyrja þeirrar spurningar sem þeir hafa haldið mest á lofti, hvort lögfræðingarnir telji Halldór vanhæfan. Það er bara ein skýring á því í mínum huga hvers vegna ekki er spurt þeirrar spurningar. Stjórnarandstaðan óttast svarið," segir Davíð. "Okkur sýnist lögfræðiálitið beinast fyrst og síðast að Ríkisendurskoðun og vinnubrögðum hennar,"segir Steingrímur Ólafsson blaðafulltrúi forsætisráðherra. "Halldór ber fullt traust til Ríkisendurskoðunar og þetta álit, sem greitt er fyrir af stjórnarandstöðunni, breytir engu þar um. Meginefni skýrslunnar snýr að Ríkisendurskoðun og forsætisráðherra svarar ekki fyrir hana," segir Steingrímur. Forystumenn stjórnarandstöðunnar telja að lögfræðiálitið staðfesti að Halldóri Ásgrímssyni hefði árið 2002 borið á grundvelli stjórnsýslulaga að gera viðvart um hugsanlegt vanhæfi sitt til þátttöku í sölu ríkisbankanna. Davíð Oddson segist ekki efast um hæfi Halldórs. "Stjórnsýslulögin eru mjög afgerandi og næstum smásmyglisleg og jafnvel erfið fyrir jafn lítið samfélag og Ísland að starfa við. Það er flóknara að fylgja þeim í fámenni en fjölmenni. Tengingarnar í fámenninu eru svo margvíslegar þegar að er gáð, ætta-, vina- og viðskiptatengsl. Þó verðum við að hafa í heiðri meginreglur. Og þess vegna voru stjórnsýslulögin sett að mínu frumkvæði á sínum tíma." Davíð segir einakvæðinguna tvíþætta og það flæki málið. "Hún er breyting á forræði sem venjulega er á hendi einstakra ráðherra. Hins vegar er ráðherranefnd sem fjallar um hina almennu þæti málsins, tímasetningar, áhrif á stöðu erfnahagsmála, jafnvel kjarasamninga og fleira og hún lýtur öðrum lögmálum. Þá geta menn ekki horft á sömu hæfisskilyrði eins og þegar í hlut á ráðherra sem tekur hina endanlegu ákvörðun. Þetta ruglar fólk í ríminu og þetta er alveg kjörinn farvegur fyrir fólk sem vill fiska í gruggugu vatni. Og það eru menn að reyna núna," segir Davíð Oddsson.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent Handtekinn fyrir að vara við gyðingahatri á samfélagsmiðlum Erlent Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Innlent Hafnar aftur almennu vopnahléi og leggur til viðræður Erlent Starfsmaður verslunar sleginn Innlent Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar Innlent Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn Innlent Veittu eftirför í Árbæ Innlent Skammvinnu vopnahléi virðist lokið Erlent Fleiri fréttir Gasa, veiðigjöld, gagnaleki og kolefni í Sprengisandi Starfsmaður verslunar sleginn Einn fluttur á sjúkrahús vegna reykeitrunar „Vandræðalegt“ að stjórnin hafi ekki mannað eigin þingfund Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundaleikfang slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Sjá meira