Segir ummæli Baldurs fáránleg 6. ágúst 2005 00:01 Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur. Í fréttum Stöðvar tvö í fyrra dag sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Baldur sagði að fordómar hennar hefðu jafnframt orðið til þess að margir samkynhneigðir hættu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sólveig segist hissa á þessum ummælum Baldurs. Henni finnist furðulegt fyrir mann í hans stöðu að haga málfutningi sínum með þessum hætti. Hann ráðist á ríkisstjórnina, Sjálfstæðisflokkinn og hana. Fullyrðingarnar séu fáránlegar. Sólveig segir að í umræðunni um heildarlög um ættleiðingu árið 2000 hafi hún lýst því yfir að frumvarp til breytinga á lögum um staðfesta samvist væri í undirbúningi. Það hafi síðar gengið í gegn. Þá gæfist tilefni til þess að skoða sérstaklega stöðu þeirra sem væru í staðfestri samvist með tilliti til stjúpættleiðinga. Nú hafi það einnig fengist fram. Sólveig segist jákvæð gagnvart því að reynt verði að ganga eins langt og hægt er svo samkynhneigðir fái að frumættleiða. Hún bendir enn fremur á að í umræðunni hafi verið talað um frumættleiðingu og tæknifrjógvun og fleira. Sólveig vildi ekki svara með jái eða neii þegar hún varð spurð hvort henni fyndist að samkynhneigðir ættu að fá að ættleiða. Tíma þyrfti til að skoða þau mál til hlítar. Þá notaði hún tækifærið og óskaði hommum og lesbíum til hamingju með daginn í dag. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Sólveig Pétursdóttir segist ekki hafa fordóma gagnvart samkynhneigðum. Hún segir ummæli Baldurs Þórhallssonar, dósents í stjórnmálafræði, þess efnis vera fáránleg og ósanngjörn og ljóst að hann sé að slá pólitískar keilur. Í fréttum Stöðvar tvö í fyrra dag sagði Baldur Þórhallsson, dósent í stjórnmálafræði, fordóma Sólveigar Pétursdóttur í garð samkynhneigðra hafa verið þess valdandi að hún vildi ekki leyfa eða samþykkja frumættleiðingu samkynhneigðra. Baldur sagði að fordómar hennar hefðu jafnframt orðið til þess að margir samkynhneigðir hættu að kjósa Sjálfstæðisflokkinn. Sólveig segist hissa á þessum ummælum Baldurs. Henni finnist furðulegt fyrir mann í hans stöðu að haga málfutningi sínum með þessum hætti. Hann ráðist á ríkisstjórnina, Sjálfstæðisflokkinn og hana. Fullyrðingarnar séu fáránlegar. Sólveig segir að í umræðunni um heildarlög um ættleiðingu árið 2000 hafi hún lýst því yfir að frumvarp til breytinga á lögum um staðfesta samvist væri í undirbúningi. Það hafi síðar gengið í gegn. Þá gæfist tilefni til þess að skoða sérstaklega stöðu þeirra sem væru í staðfestri samvist með tilliti til stjúpættleiðinga. Nú hafi það einnig fengist fram. Sólveig segist jákvæð gagnvart því að reynt verði að ganga eins langt og hægt er svo samkynhneigðir fái að frumættleiða. Hún bendir enn fremur á að í umræðunni hafi verið talað um frumættleiðingu og tæknifrjógvun og fleira. Sólveig vildi ekki svara með jái eða neii þegar hún varð spurð hvort henni fyndist að samkynhneigðir ættu að fá að ættleiða. Tíma þyrfti til að skoða þau mál til hlítar. Þá notaði hún tækifærið og óskaði hommum og lesbíum til hamingju með daginn í dag.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira