Eiður, Grétar og Kári bestir 17. ágúst 2005 00:01 Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu. Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira
Þeir Eiður Smári Guðjohnsen, Grétar Rafn Steinsson og Kári Árnason stóðu sig best í leiknum gegn Suður-Afríku að mati Fréttablaðsins en hér má finna dóm um frammistöðu allra leikmanna liðsins í 4-1 sigrinum á Laugardalsvellinum í gær. Markið:Árni Gautur Arason 6 Gat ekkert gert í fyrsta markinu. Greip vel inn í þegar til þurfti og var öruggur. Vörnin:Kristján Örn Sigurðsson 6 Eins og venjulega er varnarleikur hans fyrsta flokks en sóknartilburðirnir eru varla til staðar. – Gylfi Einarsson (46., 5) Komst lítið inn í leikinn en barðist vel. Stefán Gíslason 7 Gríðarlega öflugur í loftinu og lenti aldrei í vandræðum með sóknarmenn S-Afríku. Auðun Helgason 7 Mjög öruggur í öllum sínum aðgerðum og tapaði varla návígi. Indriði Sigurðsson 7 Lagði fyrsta markið upp á mjög laglegan hátt og sinnti varnarskyldunni af festu og skynsemi. Yfir litlu að kvarta. – Haraldur Guðmundsson (80.) Gerði engin mistök. Miðjan:Grétar Rafn Steinsson 8 Mjög frískur á hægri kantinum í fyrri hálfleik og feikilega öruggur í bakverðinum þeim síðari. – Bjarni Ólafur Eiríksson (64., 6) Lék sinn fyrsta landsleik en það var ekki að sjá. Kári Árnason 8 Mjög duglegur á miðjunni og skilaði boltanum jafnan skynsamlega frá sér. Vann næstum öll návígi sín og hefði réttilega átt að fá víti í fyrri hálfleik. – Gunnar Heiðar Þorvaldsson (53., 5) Fann sig ekki á hægri kantinum. Arnar Þór Viðarsson 7 Naut sín vel í sinni kjörstöðu á miðri miðjunni og gerði hlutina einfalt. Skoraði auk þess gott mark – Jóhannes Harðarson (70., 5) Reyndi lítið á hann en hann dreifði boltanum ágætlega á miðjunni. Eiður Smári Guðjohnsen 8 Byrjaði og endaði heldur rólega en þess á milli naut hann sín virkilega. Í öðrum klassa en aðrir á vellinum þegar hann tók sig til, en það er svo sem það sem búast má við af honum. Tryggvi Guðmundsson 6 Var eilítið villtur og átti það til að vera kominn út úr sinni stöðu á vinstri vængnum. – Veigar Páll Gunnarsson (57., 7) Lagði upp eitt og skoraði annað eftir að hafa komið inn á. Varla hægt að biðja um mikið meira. Sóknin:Heiðar Helguson 5 Náði sér alls ekki á strik, var lítið í boltanum og skortir greinilega leikæfingu. Skoraði hins vegar gott mark með sínu hættulegasta vopni – höfðinu.
Íslenski boltinn Mest lesið „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ Sport Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Handbolti Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Sport Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Fótbolti Kærastan tók eftir því að eitthvað var að Handbolti Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Enski boltinn „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Sport Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Enski boltinn Skagamenn senda Kanann heim Körfubolti Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Enski boltinn Fleiri fréttir Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum „Ísland í hópi með Norður-Kóreu og Íran“ „Búnt á skenkinn, Halli Egils á vegginn“ Gæti tekið við Úlfunum ellefu mánuðum eftir að hafa verið rekinn frá þeim Sjáðu mörkin úr kærkomnum sigri West Ham og tvennu Haalands Van Dijk frábiður sér letilega gagnrýni Rooneys Loksins þorði einhver í Kolbein sem stígur aftur inn í hringinn Segir allt tal um leiðinlegan fótbolta hjá Arsenal heimskulegt Skagamenn senda Kanann heim Dönsk landsliðskona eignaðist barn tólf vikum fyrir tímann Guardiola segir að dómararnir hafi verið á móti City í áratug Viðtökurnar á Anfield munu ekki breyta neinu Dagskráin í dag: Sú elsta og virtasta, enska úrvalsdeildin og Extra Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni „Örugglega nokkrir Fantasy-þjálfarar ósáttir“ Lygilega jafnt á toppnum eftir sigur AC Milan „Haaland er þetta góður“ Ítalinn hoppaði upp fyrir Alcaraz eftir sigur í París Spánarmeistararnir halda í við toppliðið Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Uppgjörið: Þýskaland - Ísland 29-31 | Svöruðu skellinum með frábærum sigri Hermann tekinn við Val Viðar Ari lagði upp tvö í Íslendingaslag Daníel Leó hetjan í dramatískum sigri Elín Klara markahæst en Sävehof datt út úr bikarnum Ísak Bergmann og félagar nálgast Evrópusæti Annað tap spútnikliðsins kom í Manchester Loksins West Ham-sigur í London Kristian Nökkvi skoraði í Íslendingaslagnum Sjá meira