Barist innbyrðis um hylli kjósenda 18. ágúst 2005 00:01 Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að vera á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, hefur undanfarna daga staðið í því að verja yfirvofandi hækkun leikskólagjalda gagnvart fjölskyldum þar sem annað foreldri er í námi, síðast á fundi með fulltrúum stúdentaráðs í morgun. Þegar Stefán mætti svo á borgarráðsfund í hádeginu lagði Alfreð Þorsteinsson fram tillögu um að fallið yrði frá hækkuninni. Alfreð segist ekki era að stríða Samfylkingunni og Stefáni Jóni með breytingartillögunni, heldur segir hann liggja í augum uppi að Reykjavíkurlistinn er búinn að boða gjaldfrjálsan leikskóla sem mun verða í áföngum á næstu misserum. Alfreð finnst því út í hött að á sama tíma sé verið að ákveða hækkun á ákveðna hópa. Hann sagðist sjálfur hafa staðið fyrir tillögunni en eftir að sú tillaga var samþykkt þá komu tillögur um gjaldfrjálsan leiksskóla og forsendur hafi því breyst. Alfreð segir þetta sérstakt mál og þvertekur fyrir að það boði stríð innan Reykjavíkurlistans. Hann telur ekki rétt að standa í stappi við stúdenta núna og þá alls ekki nokkrum mánuðum fyrir kosningar og honum finnst einnig óréttlátt að standa að þessari hækkun. Hann segist halda að Stefán Jón Hafsteins, formaður menntaráðs, sé alveg sammála sér að best væri að koma í veg fyrir þessa hækkun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að Alfreð sé ekki að koma aftan að samflokksmönnum. Hann setur tillöguna fram í eigin nafni og hún segir einnig að stúdentar hafi haldið málum sínum mjög á lofti gagnvart þeim. Hún kveðst hafa vitað af tillögunni fyrir fundinn en hún benti á að Alfreð hefi óskað eftir að leggja hana fram undir eigin nafni. Hún sagði enga ástæðu til að setja þetta einstaka tilfelli í stórt pólitískt samhengi. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira
Skýr merki þess að R-lista flokkarnir séu farnir að berjast innbyrðis um hylli kjósenda birtust á borgarráðsfundi í dag þegar Alfreð Þorsteinsson lagði til að hætti yrði við umdeilda gjaldskrárhækkun á leikskóla, sem Stefán Jón Hafstein hafði aðeins klukkustund áður reynt að vera á fundi með fulltrúum háskólastúdenta. Stefán Jón Hafstein, formaður menntaráðs, hefur undanfarna daga staðið í því að verja yfirvofandi hækkun leikskólagjalda gagnvart fjölskyldum þar sem annað foreldri er í námi, síðast á fundi með fulltrúum stúdentaráðs í morgun. Þegar Stefán mætti svo á borgarráðsfund í hádeginu lagði Alfreð Þorsteinsson fram tillögu um að fallið yrði frá hækkuninni. Alfreð segist ekki era að stríða Samfylkingunni og Stefáni Jóni með breytingartillögunni, heldur segir hann liggja í augum uppi að Reykjavíkurlistinn er búinn að boða gjaldfrjálsan leikskóla sem mun verða í áföngum á næstu misserum. Alfreð finnst því út í hött að á sama tíma sé verið að ákveða hækkun á ákveðna hópa. Hann sagðist sjálfur hafa staðið fyrir tillögunni en eftir að sú tillaga var samþykkt þá komu tillögur um gjaldfrjálsan leiksskóla og forsendur hafi því breyst. Alfreð segir þetta sérstakt mál og þvertekur fyrir að það boði stríð innan Reykjavíkurlistans. Hann telur ekki rétt að standa í stappi við stúdenta núna og þá alls ekki nokkrum mánuðum fyrir kosningar og honum finnst einnig óréttlátt að standa að þessari hækkun. Hann segist halda að Stefán Jón Hafsteins, formaður menntaráðs, sé alveg sammála sér að best væri að koma í veg fyrir þessa hækkun. Steinunn Valdís Óskarsdóttir, borgarstjóri, segir að Alfreð sé ekki að koma aftan að samflokksmönnum. Hann setur tillöguna fram í eigin nafni og hún segir einnig að stúdentar hafi haldið málum sínum mjög á lofti gagnvart þeim. Hún kveðst hafa vitað af tillögunni fyrir fundinn en hún benti á að Alfreð hefi óskað eftir að leggja hana fram undir eigin nafni. Hún sagði enga ástæðu til að setja þetta einstaka tilfelli í stórt pólitískt samhengi.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Innlent Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Erlent Fleiri fréttir Jákvæður tónn í Norðurþingi um samstarf við Carbfix Íslandsmet á Alþingi og saksóknarar gagnrýndir Telur að Ólafur Þór og Sigríður hljóti að víkja við rannsókn málsins „Þetta er vondur klukkutími hér í þessum þingsal“ Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Sjá meira