Halo færir sig upp á silfurtjaldið 24. ágúst 2005 00:01 Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála. Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira
Samkvæmt frétt úr skemmtiiðnaðar blaðinu Variety hafa Universal og 20th Century Fox komist að samkomulagi um að framleiða kvikmynd eftir hinum vinsæla skotleik Halo sem Xbox spilarar ættu að þekkja vel. Myndin á að vera komin í bíó innan við tvö ár samkvæmt heimildum. Universal mun sjá um framleiðslu myndarinnar og markaðssetningu í Bandaríkjunum á meðan Fox mun sjá um dreifingu utan Bandaríkjanna. Fyrirtækin munu svo skipta gróðanum jafnt á milli sín. Microsoft fær í sinn hlut 5 milljón dollara og 10% af innkomu. Upphaflega báðu Microsoft um 10 milljón dollara og 15% af innkomu í sinn hlut ásamt því að hafa mikið vægi í listrænni stjórnun en ekki var orðið við þeim kröfum. Nokkrir starfsmenn Bungie sem framleiðir Halo leikina og er í eigu Microsoft munu vinna sem ráðgjafar við gerð myndarinnar ásamt því að Peter Schlessel sem áður starfaði sem tengiliður Microsoft við Hollywood mun verða titlaður framleiðandi. Microsoft höfðu áður greitt Alex Garland (28 Days Later) eina milljón dollara til að skrifa handrit sem uppfyllti kröfur Microsoft. Í júní síðastliðnum sendi Microsoft handritið til kvikmyndafyrirtækjanna með sendli klæddan sem Master Chief, aðal sögupersónu Halo leikjanna. Samkvæmt heimildum eru Microsoft að íhuga að gera Halo leik samhliða myndinni til að auka vægi Halo í afþreyingariðnaðinum og styrkja markaðsherferð myndarinnar. Geim mun fylgjast með þróun mála.
Franz Geim-Fréttir Leikjavélar Leikjavísir Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Fleiri fréttir Oblivion Remastered: Nostalgían lifir góðu lífi Biðin langa: Rúmt ár í herlegheitin Hryllingskvöld hjá GameTíví Íslendingaslagur í Verdansk hjá GameTíví Skipulögð glæpastarfsemi hjá GameTíví Sjá meira