Klukka gengur á fleiri en skákmenn 7. september 2005 00:01 Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira
Að loknum sameiginlegum miðstjórnar- og þingflokksfundi Sjálfstæðisflokksins í gær tilkynnti Davíð Oddsson þá ákvörðun sína að bjóða sig ekki fram til áframhaldandi formennsku í Sjálfstæðisflokknum á landsfundi flokksins í næsta mánuði. Jafnframt lætur Davíð af embætti utanríkisráðherra á ríkisráðsfundi 27. september næstkomandi. Davíð segir að heilsufarsástæður ráði ekki ákvörðun sinni, en hann átti við veikindi að stríða og gekkst undir uppskurði á síðasta ári. "Maður fékk svona ákveðna áminningu um að klukkan tifar og hún gengur á fleiri en skákmenn. Allir þurfa að huga að því. Auðvitað var það svo að síðastliðið ár var ég ekki alveg á fleygiferð. Það fór tími í endurhæfingu og meðferðir. Þótt þær hafi ekki verið erfiðar né kvalafullar í sjálfu sér þá drógu þær úr afli og krafti meðan á því stóð. Ég tel mig vera kominn með afl á nýjan leik til að sinna nýju starfi. Það fer ekki hjá því þegar þú færð gult spjald að þá horfir þú á það og hagar þér aðeins betur til að fá ekki rautt." Forsætisráðherra skipaði í gær Davíð í embætti seðlabankastjóra til næstu sjö ára. Hann verður formaður bankastjórnarinnar og tekur við starfinu 20. október af Birgi Ísleifi Gunnarssyni, en hann lætur af störfum um næstu mánaðamót. Samráðherrar Davíðs segja fulla sátt um tillögur hans um breytta skipan ráðherra í ríkisstjórninni af hálfu Sjálfstæðisflokksins. Á ríkisráðsfundinum í lok mánaðarins tekur Geir H. Haarde við embætti utanríkisráðherra, Árni Mathiesen tekur við embætti fjármálaráðherra af Geir og Einar K. Guðfinnsson verður sjávarútvegsráðherra. "Það er mikil eftirsjá af Davíð þegar hann hverfur út úr stjórnmálunum. Við taka nýir tímar og ég hef ákveðið að gefa kost á mér til formennsku í flokknum," segir Geir. Aðspurður á blaðamannafundi í gær kvað Davíð Oddsson sjónir manna beinast að Geir H. Haarde sem eftirmanni á formannsstóli í Sjálfstæðisflokknum. "Ætli það verði ekki mín seinustu pólitísku afskipti að kjósa hann," sagði Davíð og vísaði þar til landsfundarins í næsta mánuði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ Innlent Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Erlent Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Innlent Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð Innlent „Hún er albesti vinur minn“ Innlent Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Innlent Stigmögnunin heldur áfram Erlent Hvað vitum við um Leó páfa? Erlent Einn rólegur, annar afar ósáttur Innlent Gular viðvaranir og hryssingslegt sunnan- og vestantil Veður Fleiri fréttir Flugmenn tókust óafvitandi á um stjórnina í mikilli ókyrrð yfir Íslandi Skipulögð brotastarfsemi er komin til að vera Skilríkjalaus og með fíkniefni „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ Sjá meira