Ráðherra til fundar um bensínstyrk 6. október 2005 00:01 Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. > Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að funda með forystumönnum Öryrkjabandalagsins um afnám bensínstyrks til hreyfihamlaðra öryrkja og ellilífeyrisþega eftir helgi. „Þessar aðgerðir þarfnast lagabreytingar. Ég hef ákveðið að fara rækilega yfir þetta mál með forsvarsmönnum Öryrkjabandalagsins áður en ég legg það frumvarp fram," sagði Jón í umræðum um fjárlagafrumvarpið á Alþingi í gær. „Bensínstyrkurinn hefði að óbreyttu- orðið um 750 milljónir króna á næsta ári," sagði heilbrigðisráðherra. Með afnámi hans ætti tekjutryggingarauki aftur á móti að hækka um liðlega fimmtung eða sem nemur 400 milljónum króna. Jafnframt væri ráðgert að 100 milljónum króna yrði varið til endurhæfingar en 220 milljónum króna til að mæta almennum hækkunum í almannatryggingakerfinu. „Í hópi hreyfihamlaðra fá bensínstyrkinn þeir einir sem eiga bíl en hinir ekki. Niðurfelling á bifreiðagjöldum og fleira hefur ekki gagnast þeim sem ekki eiga bíl eða hafa ekki ráð á því. Þetta eru oft þeir sem sjá nú fram á fimmtungs hækkun tekjutryggingaraukans," segir Jón. Hann segir bensínstyrkinn að ýmsu leyti gallaðan og ekkert óeðlilegt við að endurskoða hann. Helgi Hjörvar, þingmaður Samfylkingarinnar, fagnaði því að ráðherrann hefði ákveðið að ræða við forystu Öryrkjabandalagsins, en sagði að betra hefði verið að gera það áður. „Ég vil kalla þennan tillöguflutning mistök. Eg minni hæstvirtan ráðherra á að meginreglur Sameinuðu þjóðanna um málefni fatlaðra kveða á um þá skyldu stjórnvalda að hafa samráð við samtök fatlaðra áður en gripið er til aðgerða gegn þeim," sagði Helgi. 6800 manns fá nú bensínstyrk þar af 2650 öryrkjar og rúmlega 4000 ellilífeyrisþegar. Tæplega 4600 manns missa bensínstyrkinn. >
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira