„Þetta er svona eitraður kokteill” Lovísa Arnardóttir skrifar 7. maí 2025 20:49 Albert segir kjarnorkuvopnin geta dregið úr stigmögnun. Vísir/Vilhelm Stjórnvöld í Pakistan heita hefndum eftir árásir Indverja á Kasmír í nótt. Óttast er að átök milli þessara kjarnorkuvelda stigmagnist. „Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun. Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
„Spennan á milli Indlands og Pakistan er mikið áhyggjuefni,“ segir Albert Jónsson, sérfræðingur í varnarmálum, en rætt var við hann um stöðuna í Kasmír í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. Hann segir Kasmírdeiluna hafa staðið í áratugi og leitt til átaka og styrjalda á milli þessara aðila. Bæði lönd eigi kjarnorkuvopn og komi til átaka á milli þeirra geti það orðið stór átök. „Indverjar hafa yfirburði yfir Pakistana þannig það er líklegra að Indverjar myndu hafa yfirhöndina en það gæti hins vegar leitt til þess að Kínverjar skærust í leikinn. Þeir eru bandamenn Pakistana. Þetta er svona eitraður kokteill,“ segir Albert. Hann segir að í dag hafi, með spennu, verið beðið þess hvernig Pakistanar bregðist við en þeir hafa lýst því að þeir muni bregðast við á svipaðan hátt. Hann segir tilvist kjarnorkuvopnanna geta dregið úr stigmögnun deilunnar. Það velkist enginn í vafa um eyðingarmátt þeirra og það sé almennt litið svo á að aðeins eigi að nota þau til að verja tilvistarrétt ríkja. „Það eru engin tilvistarhagsmunir, að minnsta kosti ekki enn þá, í húfi í þessari deilu.“ Vona að deilan stigmagnist ekki Albert segir að ef litið er til kalda stríðsins og samskipta Bandaríkjanna Sovétríkjanna hafi kjarnorkuvopnin til dæmis haft þau áhrif á hegðun. Þeir forðuðust stigmögnun. Það verði áhugavert að sjá hvort þau hafi sömu áhrif núna. Hann segir marga binda vonir við það að vegna yfirlýsinga Pakistana um að þeir ætli að svara í sömu mynt þá verði ekki stigmögnun.
Pakistan Indland Hernaður Hryðjuverkastarfsemi Tengdar fréttir Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46 Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25 Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02 Mest lesið Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent Ian Watkins myrtur af samföngum Erlent Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Innlent Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Innlent Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Vinnuslys í bakaríi Innlent Bein útsending: Landsþing Miðflokksins Innlent Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Innlent Líkamsárás við skemmtistað Innlent Fleiri fréttir „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Bergþór dregur framboðið til baka „Þetta er pólitísk vakning“ Fagnar miklum fjölda áskorana og liggur undir feldi Sjá meira
Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Yfirvöld í Pakistan saka Indverja um að hafa vísvitandi gert árásir á moskur og önnur borgaraleg skotmörk í Pakistan í gærkvöldi. Þeir segja 26 óbreytta borgara hafa fallið í þessum árásum, sem hafi verið gerðar á „ímyndaðar búðir hryðjuverkamanna“. 7. maí 2025 10:46
Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Forsvarsmenn hers Pakistan segjast hafa skotið niður fimm indverskar herþotur eftir að Indverjar gerðu árásir í Pakistan í gærkvöldi og í nótt. Pakistanar svöruðu fyrir sig með stórskotaliðsárásum og segja yfirvöld beggja ríkja að óbreyttir borgarar liggi í valnum. 7. maí 2025 06:25
Indland gerir árás á Pakistan Indland hefur gert árás á Pakistan með flugskeytum á níu staði í Pakistan og í þeim hluta Kasmír-héraðs þar sem Pakistanar ráða ríkjum. 6. maí 2025 21:02