Slær varnagla við einkavæðingu 17. október 2005 00:01 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira
Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður Sjálfstæðisflokksins, segir það ekki forngangsmál að selja hlut ríkisins í Landsvirkjun eins og ályktað var um á Landsfundi flokksins um helgina og Geir H. Haarde nýkjörinn formaður gerði að sérstöku umtalsefni í ræðu sinni á laugardag. Sjálfstæðismenn vilja Íbúðalánasjóð út af almennum húsnæðislánamarkaði og leggja niður stimpilgjöld. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir Menntamálaráðherra fékk rúmlega sextíu og tvö prósent atkvæða í varaformannskjöri flokksins á landsfundinum í gær og Geir H Haarde var kjörinn formaður með 94% atkvæða. Fjölmargar ályktanir voru samþykktar Landsfundinum. Í ályktun flokksins varðandi Orkumál ber hæst að samkvæmt henni beri að huga að einkavæðingu orkufyrirtækja að því marki sem hægt er að einkavæða slík fyrirtæki og er Landsvirkjun þar sérstaklega nefnd. Þessi bókun er í takt við ræðu Geirs Haarde, nýkjörins formanns, frá því á laugardag þar sem hann ræddi meðal annars um einkavæðingar síðustu ára og nauðsyn þess að henni verði framhaldið. Nefndi nýkjörinn formaður Landsvirkjun sérstkalega í því sambandi. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, nýkjörinn varaformaður flokksins, var gestur í Íslandi í Bítið í morgun. Kvað við annan tón hjá Þorgerði Katrínu þegar hún var spurð um einkavæðingu Landsvirkjunar eins og Landsfundur hafði ályktað um. Þorgerður sagði að fyrir sitt leyti væru önnur mál brýnni en einkavæðing Landsvirkjunar og fara ætti varlega í slíkan gjörning, sem hún "liti á sem lengritíma mál." Sjálfstæðismenn vilja einnig að stimpilgjöld verði felld niður í núverandi mynd. Fyrir fundinum lágu drög að ályktun í sama málaflokki þar sem einungis var gert ráð fyrir því að fella bæri stimpilgjöld niður þegar aðstæður leyfðu. Landsfundargestum virðist sem þar með hafi ekki verið nægilega vel gert og var því textanum breytt á þann veg að fella bæri gjöldin niður hið fyrsta. Landsfundurinn samþykkti líka ályktun þar sem hvatt er til þess að fallið verði frá áformum um að afnema svonefndan bensínstyrk til öryrkja, eins og lagt er til í fjárlagafrumvarpinu og jafnframt að svonefndur hærri bílastyrkur til fatlaðra verði hækkaður. Meðal annarra athygliverðra ályktana er ályktun varðandi Íbúðalánasjóð, sem landsfundurinn vill að fari út af lánamarkaði en tryggi í staðinn bönkum og lánastofnunum fjármagn til húsnæðislána á lægstu mögulegu vöxtum. Einnig ber talsvert nýrra við í ályktun flokksins varðandi sölu á áfengi en þar vilja Sjálfstæðismenn að áfengissala verði gefin frjáls og ríkiseinokun verði þar með aflétt með öllu.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Sjá meira