Berst gegn dýratilraunum 26. október 2005 06:15 Tryggvi Guðmundsson og Kala. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað." "Ætli þetta komi ekki til af ást á dýrum," segir Tryggvi þegar hann er spurður hvaðan áhugi hans á réttindum dýra er sprottinn. "Ég er mikill dýraréttindasinni og hef kynnt mér málin vel. Ég veit fyrir víst að það er hægt að gera allar tilraunir án þess að valda milljónum dýra sársauka og þjáningum þangað til þau deyja." Tryggvi stóð nýlega fyrir mótmælum á Lækjartorgi þar sem dýratilraunum var mótmælt og var spjótum sérstaklega beint að Tilraunastöðinni að Keldum en þangað voru fjögur þúsund tilraunamýs keyptar nýlega. Tryggvi, sem gerðist grænmetisæta fyrir einu ári, skilur illa samborgara sína sem styðja dýratilraunir og nota vörur sem framleiddar eru að undangengnum tilraunum á dýrum. "Ef þetta ætti við um menn væri búið að banna þetta eða í það minnsta kæra einhvern. Það er greinilegt að fólk er ekki jafn umhyggjusamt gagnvart dýrum og mönnum." Sjálfur sniðgengur hann vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og á það jafnt við um lyf og snyrtivörur. Verslun með dýr er Tryggva heldur ekki að skapi en engu að síður á hann kanínuna Kölu. "Eigendurnir gátu ekki átt hana lengur og ég vildi frekar taka hana að mér en að láta hana deyja," segir Tryggvi. Það má líka nefna til marks um dýraást hans að áður fyrr var hann ötull stangaveiðimaður en hefur látið af þeirri iðju. Tryggvi vinnur við að aðstoða fatlaða hjá Sjálfsbjörgu en frístundirnar fara að mestu í lestur tengdan málstaðnum og baráttuna gegn dýratilraunum. Hann er í félaginu Raddir málleysingjanna, sem eins og nafnið gefur til kynna berst fyrir bættum hag dýra. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað," segir Tryggvi og heitir því að hann muni láti meira í sér heyra um málið á næstunni. Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira
"Ætli þetta komi ekki til af ást á dýrum," segir Tryggvi þegar hann er spurður hvaðan áhugi hans á réttindum dýra er sprottinn. "Ég er mikill dýraréttindasinni og hef kynnt mér málin vel. Ég veit fyrir víst að það er hægt að gera allar tilraunir án þess að valda milljónum dýra sársauka og þjáningum þangað til þau deyja." Tryggvi stóð nýlega fyrir mótmælum á Lækjartorgi þar sem dýratilraunum var mótmælt og var spjótum sérstaklega beint að Tilraunastöðinni að Keldum en þangað voru fjögur þúsund tilraunamýs keyptar nýlega. Tryggvi, sem gerðist grænmetisæta fyrir einu ári, skilur illa samborgara sína sem styðja dýratilraunir og nota vörur sem framleiddar eru að undangengnum tilraunum á dýrum. "Ef þetta ætti við um menn væri búið að banna þetta eða í það minnsta kæra einhvern. Það er greinilegt að fólk er ekki jafn umhyggjusamt gagnvart dýrum og mönnum." Sjálfur sniðgengur hann vörur sem hafa verið prófaðar á dýrum og á það jafnt við um lyf og snyrtivörur. Verslun með dýr er Tryggva heldur ekki að skapi en engu að síður á hann kanínuna Kölu. "Eigendurnir gátu ekki átt hana lengur og ég vildi frekar taka hana að mér en að láta hana deyja," segir Tryggvi. Það má líka nefna til marks um dýraást hans að áður fyrr var hann ötull stangaveiðimaður en hefur látið af þeirri iðju. Tryggvi vinnur við að aðstoða fatlaða hjá Sjálfsbjörgu en frístundirnar fara að mestu í lestur tengdan málstaðnum og baráttuna gegn dýratilraunum. Hann er í félaginu Raddir málleysingjanna, sem eins og nafnið gefur til kynna berst fyrir bættum hag dýra. "Ég vil vekja athygli á málinu og þó að aðeins ein manneskja opni augun og finnist rangt að kaupa lyf og vörur sem prófuð hafa verið á dýrum þá hef ég fengið einhverju áorkað," segir Tryggvi og heitir því að hann muni láti meira í sér heyra um málið á næstunni.
Lífið Menning Mest lesið „Mig langar ekki lengur að deyja“ Lífið „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Lífið Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Lífið Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Lífið Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Lífið Egill, Valgeir og Sigurður Bjóla saman á sviði í fyrsta sinn síðan 1976 Lífið samstarf Terry Reid látinn Lífið Loni Anderson er látin Lífið Áferðarfallegir en óeftirminnilegir fjórmenningar Gagnrýni Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum Lífið Fleiri fréttir Marín Manda og Hannes Frímann trúlofuð Terry Reid látinn Rekur sögu sósunnar sem allir elska: „Pítusósan fæddist í Asparfellinu“ Brjánn hefur göngu sína í haust: „Erum við að falla úr efstu deild í Norður-Kóreu?“ Samsæri tóbaksframleiðenda í reykfylltum bakherbergjum „Mig langar ekki lengur að deyja“ Loni Anderson er látin „Ég mun lifa á þessum degi út ævina“ Calvin Harris orðinn faðir Rod Stewart sýnir Ozzy taka sjálfur í himnaríki Myndaveisla: Ærandi pollagallastemming í Eyjum Skoðanabræður hætta göngu sinni: „Takk fyrir okkur“ Menningarperlan aftur komin í sitt gamla horf Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Fréttatía vikunnar: Verslunarmannahelgin, forsetaheimsókn og mannasaur Robert Wilson er látinn Gary Busey játar kynferðisbrot Nýja Kardashian-gríman breytir Hopkins aftur í Lecter Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Mannblendnir refir slá í gegn á Snæfellsnesi Einar og Milla eignuðust dreng Justin Timberlake með Lyme-sjúkdóm Útskúfaður úr Hollywood vegna kossareglunnar Dularfullur veðurbreytir Jakobs Frímanns og maðurinn á bak við hann Sjá meira