Auknar líkur á lokun herstöðvar í Keflavík 26. október 2005 18:36 Líkurnar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað stórjukust í dag þegar bandaríska utanríkisráðuneytið baðst undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun framvegis fara með forræði í málinu, sem þykir benda til þess að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur hingað til spornað gegn því að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt og Keflavíkurstöðinni verði lokað. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, hefur fylgst með málinu en ekki lengur, miðað við tíðindi dagsins. Í kjölfar snubbóttra funda íslenskra og bandarískra embættismanna í síðustu viku er þolinmæðin í bandaríska utanríkisráðuneytinu á þrotum, og hefur það beðist undan því að koma að málinu. Íslenska sendinefndin mun ítrekað hafa vísað til þess að Davíð Oddsson og Bush forseti hafi rætt um málin í síma og gefið í skyn að málið væri því ekki á valdi fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Washington. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að þjóðaröryggisráðgjafi Bush forseta, Steve Hadley, hafi samþykkt að taka málið að sér og fylgja því eftir. Hadley er eftirmaður Rice í því embætti og telst til harðlínumanna. Hann er meðal annars náinn Dick Cheney, varaforseta, og Rumsfeld varnarmálaráðherra. Fréttastofan leitaði viðbragða utanríkisráðherra í dag en hann neitaði Stöð 2 um viðtal. Heimildarmenn fréttastofunnar innan bandaríska stjórnkerfisins segja þetta þrautalendingu sem beri vott um hversu þreyttir Bandaríkjamenn séu á viðræðunum við Íslendinga. Þó að málið sé á borði æðstu manna í Hvíta húsinu þýði það ekkert gott fyrir málstað íslenskra stjórnvalda, heldur frekar að utanríkisráðuneytið láti af andstöðu sinni við haukana í varnarmálaráðuneytinu. Því sé líklegra en fyrr að Keflavíkurstöðinni verði lokað og ákvarðanir um framhaldið teknar einhliða í Washington. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira
Líkurnar á að Keflavíkurstöðinni verði lokað stórjukust í dag þegar bandaríska utanríkisráðuneytið baðst undan því að koma að varnarviðræðum við Íslendinga. Þjóðaröryggisráðgjafi Bandaríkjanna mun framvegis fara með forræði í málinu, sem þykir benda til þess að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt. Bandaríska utanríkisráðuneytið hefur hingað til spornað gegn því að varnarmálaráðuneytið fái sínu framgengt og Keflavíkurstöðinni verði lokað. Condoleezza Rice, utanríkisráðherra, hefur fylgst með málinu en ekki lengur, miðað við tíðindi dagsins. Í kjölfar snubbóttra funda íslenskra og bandarískra embættismanna í síðustu viku er þolinmæðin í bandaríska utanríkisráðuneytinu á þrotum, og hefur það beðist undan því að koma að málinu. Íslenska sendinefndin mun ítrekað hafa vísað til þess að Davíð Oddsson og Bush forseti hafi rætt um málin í síma og gefið í skyn að málið væri því ekki á valdi fulltrúa utanríkisráðuneytisins í Washington. Fréttastofan hefur heimildir fyrir því að þjóðaröryggisráðgjafi Bush forseta, Steve Hadley, hafi samþykkt að taka málið að sér og fylgja því eftir. Hadley er eftirmaður Rice í því embætti og telst til harðlínumanna. Hann er meðal annars náinn Dick Cheney, varaforseta, og Rumsfeld varnarmálaráðherra. Fréttastofan leitaði viðbragða utanríkisráðherra í dag en hann neitaði Stöð 2 um viðtal. Heimildarmenn fréttastofunnar innan bandaríska stjórnkerfisins segja þetta þrautalendingu sem beri vott um hversu þreyttir Bandaríkjamenn séu á viðræðunum við Íslendinga. Þó að málið sé á borði æðstu manna í Hvíta húsinu þýði það ekkert gott fyrir málstað íslenskra stjórnvalda, heldur frekar að utanríkisráðuneytið láti af andstöðu sinni við haukana í varnarmálaráðuneytinu. Því sé líklegra en fyrr að Keflavíkurstöðinni verði lokað og ákvarðanir um framhaldið teknar einhliða í Washington.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Bein útsending: Páfakjör í Páfagarði Erlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Innlent Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Erlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Innlent Fleiri fréttir Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Hefur áhyggjur af því að Amgen „gleypi Íslenska erfðagreiningu og spýti því út“ Efla eftirlit með áfengissölu á íþróttaleikjum Páfaspenna, drykkjulæti og umdeildur útburður „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Skora á stjórnvöld að skoða áhrifin af hærra veiðigjaldi á Vestfirði Konan í gæsluvarðhaldi í mánuð til viðbótar Sagðir hafa stolið viðkvæmum rannsóknargögnum frá lögreglu og saksóknara Bein útsending: Staða ungs fatlaðs fólks á húsnæðis- og leigumarkaði Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Ekkert sem bendi til málþófs um veiðigjöld Þeir sem gangi inn sem páfaefni gangi út sem kardinálar Sjá meira