Fuglaflensan færist nær 17. febrúar 2006 00:01 Allt virðist benda til þess að það sé ekki spurning um hvort fuglar komi hingað til lands með fuglaflensu, heldur hvenær slíkt gerist. Stöðugt berast fréttir um að fundist hafi fuglshræ norðar og norðar í Evrópu, nú síðast í Norður-Þýskalandi og Danmörku. Þar er að vísu ekki búið að staðfesta að um fuglaflensu sé að ræða í öllum tilfellum í þeim dauðu fuglum sem þar hafa fundist, því þeir geta allt eins hafa drepist í vetrarhörkunum sem verið hafa á þessum slóðum að undanförnu. Stjórnvöld hér hafa brugðist við yfirvofandi hættu vegna fuglaflensunnar og eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti þar í fararbroddi. Þetta mál snýst ekki aðeins um að tryggja fjármagn til sýnatöku og rannsókna á alifuglum heldur er málið miklu víðtækara. Í samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar eru nú fulltrúar 22 stofnana og samtaka, og má búast við að frekar fjölgi en fækki í nefndinni, því skæður fuglaflensufaraldur getur snert alla þætti þjóðlífsins ef svo má segja. Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars vegar um að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum, og geti miðlað þeim upplýsingum til fjölmiðla jafnt og þétt. Þá er mikilvægt að fjölmiðlar hafi beinan aðgang að lykilmönnum í þessum efnum svo sem smitsjúkdómalækni og yfirdýralækni, sem að undanförnu hafa verið í sviðsljósinu varðandi fuglaflensuna. Við aðstæður sem nú hafa skapast vegna hinnar hröðu útbreiðslu fuglaflensunnar er alltaf hætta á að óþarfa ótti skapist meðal fólks, og því er upplýsingagjöfin mjög mikilvæg. Enn sem komið er liggur ekki fyrir með afgerandi hætti hvernig flensan berst til manna, en þó er vitað með vissu að þeir sem handfjatla sýktan fiðurfénað eru í mestri hættu að smitast. Þegar farfuglarnir fara að koma til landsins kemur upp nýr flötur á málinu hvað okkur varðar, sérstaklega ef staðfest verður að fuglaflensan hafi komið upp í Bretlandi. Á yfirlitskorti í Fréttablaðinu í gær eru sýndar helstu leiðir nokkurra tegunda farfugla hingað til lands. Stærstur hluti þeirra kemur frá Bretlandseyjum, þar á meðal meirihluti þeirra álfta og gæsa sem hingað koma. Fuglaflensan getur því sett strik í reikninginn hvað varðar gæsaveiðar hér í haust. Í ellefu Evrópulöndum hafa nú verið staðfest fuglaflensutilvik og búast má við því að þeim fjölgi á næstunni. Miklir spádómar ganga nú víða um lönd um dauðsföll og fjárhagstjón af hugsanlegum faraldri í mönnum, en vonandi rætast þær spár ekki, því slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það er því mikilvægt að ekkert verði sparað, hvorki fjármunir né mannafl, til að verjast þessari pest, sem nú hefur geisað í marga mánuði í fjarlægum löndum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun
Allt virðist benda til þess að það sé ekki spurning um hvort fuglar komi hingað til lands með fuglaflensu, heldur hvenær slíkt gerist. Stöðugt berast fréttir um að fundist hafi fuglshræ norðar og norðar í Evrópu, nú síðast í Norður-Þýskalandi og Danmörku. Þar er að vísu ekki búið að staðfesta að um fuglaflensu sé að ræða í öllum tilfellum í þeim dauðu fuglum sem þar hafa fundist, því þeir geta allt eins hafa drepist í vetrarhörkunum sem verið hafa á þessum slóðum að undanförnu. Stjórnvöld hér hafa brugðist við yfirvofandi hættu vegna fuglaflensunnar og eru heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og dómsmálaráðuneyti þar í fararbroddi. Þetta mál snýst ekki aðeins um að tryggja fjármagn til sýnatöku og rannsókna á alifuglum heldur er málið miklu víðtækara. Í samráðsnefnd ríkisstjórnarinnar eru nú fulltrúar 22 stofnana og samtaka, og má búast við að frekar fjölgi en fækki í nefndinni, því skæður fuglaflensufaraldur getur snert alla þætti þjóðlífsins ef svo má segja. Það er mjög mikilvægt að stöðugt og gott upplýsingaflæði sé til almennings í tilfellum sem þessum. Þar er annars vegar um að ræða að séð verði til þess að einhver stofnun hafi yfirsýn yfir hvað sé að gerast í þessum efnum, og geti miðlað þeim upplýsingum til fjölmiðla jafnt og þétt. Þá er mikilvægt að fjölmiðlar hafi beinan aðgang að lykilmönnum í þessum efnum svo sem smitsjúkdómalækni og yfirdýralækni, sem að undanförnu hafa verið í sviðsljósinu varðandi fuglaflensuna. Við aðstæður sem nú hafa skapast vegna hinnar hröðu útbreiðslu fuglaflensunnar er alltaf hætta á að óþarfa ótti skapist meðal fólks, og því er upplýsingagjöfin mjög mikilvæg. Enn sem komið er liggur ekki fyrir með afgerandi hætti hvernig flensan berst til manna, en þó er vitað með vissu að þeir sem handfjatla sýktan fiðurfénað eru í mestri hættu að smitast. Þegar farfuglarnir fara að koma til landsins kemur upp nýr flötur á málinu hvað okkur varðar, sérstaklega ef staðfest verður að fuglaflensan hafi komið upp í Bretlandi. Á yfirlitskorti í Fréttablaðinu í gær eru sýndar helstu leiðir nokkurra tegunda farfugla hingað til lands. Stærstur hluti þeirra kemur frá Bretlandseyjum, þar á meðal meirihluti þeirra álfta og gæsa sem hingað koma. Fuglaflensan getur því sett strik í reikninginn hvað varðar gæsaveiðar hér í haust. Í ellefu Evrópulöndum hafa nú verið staðfest fuglaflensutilvik og búast má við því að þeim fjölgi á næstunni. Miklir spádómar ganga nú víða um lönd um dauðsföll og fjárhagstjón af hugsanlegum faraldri í mönnum, en vonandi rætast þær spár ekki, því slíkt gæti haft ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Það er því mikilvægt að ekkert verði sparað, hvorki fjármunir né mannafl, til að verjast þessari pest, sem nú hefur geisað í marga mánuði í fjarlægum löndum.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun