Líf Jacks Bauer 19. mars 2006 14:29 24 The Game Vélbúnaður: Playstation 2 @TónlistUmfjöllun Niðurstaða:Niðurstaða: Sannkölluð 24 upplifun sem hægt er að mæla með fyrir aðdáendur þáttanna. Sjónvarpsþættirnir um Jack Bauer og félaga hjá CTU hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár þannig að það hlaut að koma að því að Sony Computer gerði tölvuleik byggðan á þáttunum. Hér hefur ekkert verið sparað; allir aðalleikarar þáttanna ljá leiknum andlit sín og raddir, höfundar þáttanna skrifa handritið að leiknum og tónlist og hljóð eru þau sömu og notuð eru í sjónvarpinu. Leikurinn sjálfur er svo blanda af skotleik, bílaleik og míníleikjum, en allt þetta ásamt pottþéttum söguþræði skilar sér í þéttum og skemmtilegum leik. Hryðjuverkamenn, mannrán, óvæntar fléttur í sögunni, tifandi klukka og allt annað gera þennan leik að sannri 24-upplifun. Leikurinn á sér stað á milli annarrar og þriðju þáttaraðarinnar og svarar mörgum spurningum um persónur og atburði. Leikmenn fá að stýra Jack Bauer, Kim Bauer, Tony Almeida, Michelle Dressler og fleiri starfsmönnum CTU. Leikmenn geta handleikið hin ýmsu vopn, en þar á meðal eru leyniskytturifflar, haglabyssur, skammbyssur og vélbyssur. Þar að auki taka leikmenn þátt í æsispennandi bílaeltingaleikjum þar sem keyrt er um Los Angeles þvera og endilanga. Míníleikirnir ganga svo út á að yfirheyra illmenni með aðferðum sem Jack Bauer er þekktur fyrir, aftengja sprengjur, opna lása og margt fleira. Ef leikurinn fjallaði bara um Jóa á bolnum, en ekki Jack Bauer og félaga, væri hann aðeins í góðu meðallagi, en það er 24-stemningin sem gerir leikinn að toppleik sem óhætt er að mæla með. Ólafur Þór Jóelsson Leikjavísir Menning Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira
Sjónvarpsþættirnir um Jack Bauer og félaga hjá CTU hafa notið gríðarlegra vinsælda undanfarin ár þannig að það hlaut að koma að því að Sony Computer gerði tölvuleik byggðan á þáttunum. Hér hefur ekkert verið sparað; allir aðalleikarar þáttanna ljá leiknum andlit sín og raddir, höfundar þáttanna skrifa handritið að leiknum og tónlist og hljóð eru þau sömu og notuð eru í sjónvarpinu. Leikurinn sjálfur er svo blanda af skotleik, bílaleik og míníleikjum, en allt þetta ásamt pottþéttum söguþræði skilar sér í þéttum og skemmtilegum leik. Hryðjuverkamenn, mannrán, óvæntar fléttur í sögunni, tifandi klukka og allt annað gera þennan leik að sannri 24-upplifun. Leikurinn á sér stað á milli annarrar og þriðju þáttaraðarinnar og svarar mörgum spurningum um persónur og atburði. Leikmenn fá að stýra Jack Bauer, Kim Bauer, Tony Almeida, Michelle Dressler og fleiri starfsmönnum CTU. Leikmenn geta handleikið hin ýmsu vopn, en þar á meðal eru leyniskytturifflar, haglabyssur, skammbyssur og vélbyssur. Þar að auki taka leikmenn þátt í æsispennandi bílaeltingaleikjum þar sem keyrt er um Los Angeles þvera og endilanga. Míníleikirnir ganga svo út á að yfirheyra illmenni með aðferðum sem Jack Bauer er þekktur fyrir, aftengja sprengjur, opna lása og margt fleira. Ef leikurinn fjallaði bara um Jóa á bolnum, en ekki Jack Bauer og félaga, væri hann aðeins í góðu meðallagi, en það er 24-stemningin sem gerir leikinn að toppleik sem óhætt er að mæla með. Ólafur Þór Jóelsson
Leikjavísir Menning Mest lesið „Það er ekkert sem læknar þetta alveg“ Lífið „En áttu ekki dóttur?“ Lífið Stjörnulífið: Tatiana og Ragnar í kastala í Frakklandi Lífið Sakar rithöfunda um að vilja forðast umræðuna Menning Stjörnufans og forsetar á Rauðu myllunni Lífið Ung, upprennandi og sjóðheit stjarna á lausu Lífið Fjöldi fólks á frumsýningu kynlífsmyndbands Lífið Hneig niður í miðju lagi Tónlist Verður aðalnúmer hálfleikssýningar Ofurskálarinnar Lífið Taktu þátt í nýársáskoruninni Nýtt Upphaf – Sjáðu árangursmyndirnar Lífið samstarf Fleiri fréttir Borderlands 4: Læti og óreiða par excellence Prófaðu EVE Vanguard áður en hann kemur út Metal Gear Solid Delta: Snake Eater - Einn besti leikur PS2 öðlast nýtt líf Stiklusúpa: Eins gott að þið spöruðuð frídaga inn í haustið Mafia: The Old Country - Fínasta afþreying, þó þunn sé Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Sjá meira