Metnaðarfullt markmið 13. maí 2006 00:01 Rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir hefur kynnt stefnu skólans til næstu fimm ára, og þar eru sett fram metnaðarfull markmið um vöxt og viðgang skólans, sem vonandi tekst að ná og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þróast. Nýr háskólarektor hefur hleypt nýju lífi í háskólaumræðuna hér á landi, sem þarf að vera stöðug og lifandi og í takt við timann. Meginstarfsemi Háskóla Íslands byggðist á sínum tíma á því að útskrifa menn til embættisstarfa í hinu opinbera stjórnkerfi, svo sem lögfræðinga, presta og lækna og síðar komu svo verkfræðingar og viðskiptamenntaðir menn. Nú aftur á móti er fjöldi námsbrauta í Háskóla Íslands bæði mikill og fjölbreyttur í takt við tímann. Háskóli þarf annars vegar að standa undir nafni sem vísindastofnun og hinsvegar að sjá þjóðfélaginu fyrir vel menntuðu fólki til að annast hin margvíslegustu störf, þar sem í síauknum mæli er gerð krafa um háskólamenntun,- ekki síst til að standast alþjóðlega samkeppni. Það er því ekki aðeins varðandi fjölda doktora sem háskólar þurfa að standa sig, heldur ekki síður varðandi gott og vandað hagnýtt nám til þess að hér geti þrifist gott þjóðfélag. Nýju háskólarnir hafa breytt háskólalandslaginu hér á landi, og það svo að margir hafa spurt sig hvort við þurfum virkilega svona marga háskóla í 300 þúsund manna samfélagi. Í hinni nýju stefnuskrá HÍ er talað um að breyta skora-og deildaskiptingu Háskólans og talað um að skipta honum upp í skóla sem hver um sig starfi í aðgreindum deildum. Þá er talað um hugsanlega sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Spurningin er hvort yfirvöld menntamála ættu ekki að huga að enn frekari breytingum, þannig að hér yrði starfræktur einn stór háskóla, og hinir háskólarnir sem hér eru yrðu þá hluti af honum og sérhæfðu sig á sérstökum sviðum. Þannig yrði til einn stór og sterkur íslenskur háskóli, sem gæti tekist á við verðug verkefni á ýmsum sviðum , þar sem Íslendingar gætu verið í fararbroddi vegna sérstöðu sinnar , svo sem varðandi hafið og auðlindir þess og jarðhitans hér í jörðu. Nú þegar eru starfandi tveir háskólar hér á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem sinna kennslu á þessum sviðum fyrir tugi útlendinga á hverju ári, og þar væri grunnur til að þróa og byggja á. Í landi þar sem landbúnaður er stundaður á mörkum hins byggilega heims eru tveir háskólar á þessu sviði. Er ekki skynsamlegra að hafa einn öflugan landbúnaðarháskóla , miðað við núverandi aðstæður, nema öllum skólunum yrði steypt saman.? Það er metnaðarmál hvers háskóla að hafa sem best menntað starfslið og geta sýnt fram á góðan árangur. Nemendurnir sem þeir útskrifa eru besti vitnisburðurinn um skólana. Síðan koma allskonar viðurkenningar á alþjóðavettangi og einna hæst ber þar hve marga Nóbelsverðlaunahafa hver skóli á. Í umræðum um eflingu Háskóla Íslands hafa menn varpað því fram í gamansömum tón, að eitt af því sem gæti auki hróður hans, væri ef hann yrði sameinaður MR, en þar hafa tveir Nóbelsverðlaunahafar stundað nám. Halldór Kiljan Laxness og Niels Ryberg Finsen, sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1903. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kári Jónasson Skoðanir Mest lesið Halldór 20.09.2025 Halldór Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Einföld og skiljanleg kerfi sem virka fyrir fólk og fyrirtæki Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Heimur á heljarþröm? Innflutningur á hatursorðræðu til Íslands! Arna Magnea Danks Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun
Rektor Háskóla Íslands Kristín Ingólfsdóttir hefur kynnt stefnu skólans til næstu fimm ára, og þar eru sett fram metnaðarfull markmið um vöxt og viðgang skólans, sem vonandi tekst að ná og fróðlegt verður að fylgjast með hvernig þróast. Nýr háskólarektor hefur hleypt nýju lífi í háskólaumræðuna hér á landi, sem þarf að vera stöðug og lifandi og í takt við timann. Meginstarfsemi Háskóla Íslands byggðist á sínum tíma á því að útskrifa menn til embættisstarfa í hinu opinbera stjórnkerfi, svo sem lögfræðinga, presta og lækna og síðar komu svo verkfræðingar og viðskiptamenntaðir menn. Nú aftur á móti er fjöldi námsbrauta í Háskóla Íslands bæði mikill og fjölbreyttur í takt við tímann. Háskóli þarf annars vegar að standa undir nafni sem vísindastofnun og hinsvegar að sjá þjóðfélaginu fyrir vel menntuðu fólki til að annast hin margvíslegustu störf, þar sem í síauknum mæli er gerð krafa um háskólamenntun,- ekki síst til að standast alþjóðlega samkeppni. Það er því ekki aðeins varðandi fjölda doktora sem háskólar þurfa að standa sig, heldur ekki síður varðandi gott og vandað hagnýtt nám til þess að hér geti þrifist gott þjóðfélag. Nýju háskólarnir hafa breytt háskólalandslaginu hér á landi, og það svo að margir hafa spurt sig hvort við þurfum virkilega svona marga háskóla í 300 þúsund manna samfélagi. Í hinni nýju stefnuskrá HÍ er talað um að breyta skora-og deildaskiptingu Háskólans og talað um að skipta honum upp í skóla sem hver um sig starfi í aðgreindum deildum. Þá er talað um hugsanlega sameiningu Háskóla Íslands og Kennaraháskóla Íslands. Spurningin er hvort yfirvöld menntamála ættu ekki að huga að enn frekari breytingum, þannig að hér yrði starfræktur einn stór háskóla, og hinir háskólarnir sem hér eru yrðu þá hluti af honum og sérhæfðu sig á sérstökum sviðum. Þannig yrði til einn stór og sterkur íslenskur háskóli, sem gæti tekist á við verðug verkefni á ýmsum sviðum , þar sem Íslendingar gætu verið í fararbroddi vegna sérstöðu sinnar , svo sem varðandi hafið og auðlindir þess og jarðhitans hér í jörðu. Nú þegar eru starfandi tveir háskólar hér á vegum Sameinuðu þjóðanna, sem sinna kennslu á þessum sviðum fyrir tugi útlendinga á hverju ári, og þar væri grunnur til að þróa og byggja á. Í landi þar sem landbúnaður er stundaður á mörkum hins byggilega heims eru tveir háskólar á þessu sviði. Er ekki skynsamlegra að hafa einn öflugan landbúnaðarháskóla , miðað við núverandi aðstæður, nema öllum skólunum yrði steypt saman.? Það er metnaðarmál hvers háskóla að hafa sem best menntað starfslið og geta sýnt fram á góðan árangur. Nemendurnir sem þeir útskrifa eru besti vitnisburðurinn um skólana. Síðan koma allskonar viðurkenningar á alþjóðavettangi og einna hæst ber þar hve marga Nóbelsverðlaunahafa hver skóli á. Í umræðum um eflingu Háskóla Íslands hafa menn varpað því fram í gamansömum tón, að eitt af því sem gæti auki hróður hans, væri ef hann yrði sameinaður MR, en þar hafa tveir Nóbelsverðlaunahafar stundað nám. Halldór Kiljan Laxness og Niels Ryberg Finsen, sem fékk Nóbelsverðlaunin í læknisfræði árið 1903.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun