Fjölmiðlar af einni rót 21. júní 2006 00:01 Frá upphafi fjölmiðlamálsins svokallaða var mér ljóst að það snerist ekki að nokkru einasta leyti um eignarhald á fjölmiðlum. Prósentutölur í því efni skiptu engu máli til eða frá. Það sem málið snerist um var að valdastéttin í landinu taldi sér ógnað með fjörlegri og ágengari fjölmiðlun en hér hafði tíðkast frá því að flokksblöðin liðu undir lok, sællar minningar. Enda töluðu málpípur valdsherranna aldrei um eignarhaldið í ræðum sínum, heldur veifuðu DV og fordæmdu efnistök og töluðu um daglega misnotkun baugsmiðlanna á tjáningarfrelsinu án þess að nefna nokkurn tíma dæmi. Hvar halda menn að eigendur svokallaðra baugsmiðla væru nú staddir án eignaraðildar að fjölmiðlum? Líklega á svipuðum stað og þótti við hæfi fyrir stjórnendur Hafskips á sínum tíma. Landsfeðrunum hefur alltaf þótt nauðsyn á því öðru hvoru að kenna fésýslumönnum þessa lands lexíu. Sérstaklega ef þeir hafa verið svo kristilega uppaldir að standa fast á því að gjalda eingöngu keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er - og láta undir höfuð leggjast að greiða í flokkssjóð. Það blað sem ég er að skrifa í vildi þó engin fjölmiðlalög. Mín afstaða var sú að fjölmiðlalög væru tímabær, ef þau næðu yfir alla fjölmiðla, ríkisfjölmiðlana líka, og innihéldu ákvæði sem sérstaklega vernduðu tjáningarfrelsi fjölmiðlunga og gerðu glögg skil milli ritstjórnar, hagsmuna auglýsenda, og eigenda. Atburðir að undanförnu hafa sýnt fram á nauðsyn þess. Ekki verður annað séð en að á þessu blaði hafi blaðamenn, sem hafa kunnað glögg skil á mismun fréttaskrifa og dálkum þar sem þeir viðra skoðanir sínar undir fullu nafni, verið lítillækkaðir og hraktir brott úr starfi, beinlínis vegna rökstuddra skoðana sinna. Styrmir og Matthías hafa margsinnis lýst því hvernig þótti við hæfi við upphaf ritstjórnardaga þeirra að frammámenn Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega ráðherrar, hringdu í ritstjórana og gæfu línu um leiðara morgundagsins og hefðu jafnvel afskipti af fréttaskrifum. Þeir vöndu þá smám saman af því, að eigin sögn. Síðan, segja þeir, hefur Morgunblaðið tekið afstöðu til málefna en ekki flokka. Ekki vílaði þó Morgunblaðið fyrir sér nýverið að mynda ríkisstjórn (GeirFinnsstjórn) í Reykjavíkurbréfi og skipta um stjórnarmenn í Framsóknarflokknum. Var það sjálfstæð afstaða morgunblaðsritstjórans, sem stýrði þar penna? Eða lína frá frammámönnum flokksins? Ekki liggja þræðir frá S-hópnum þangað inn. Enn áréttar moggi þetta sjálfstæði sitt í staksteinum föstudaginn 16. júní: Ætli sú hugsun finnist ekki í kolli stjórnmálamanna að dagblöð á Íslandi nú um stundir taki afstöðu til málefna en ekki flokka. Það hefur nefnilega hvarflað að einhverjum mönnum að allir fjölmiðlar á Íslandi væru komnir undir einsleita stjórn, sem ætti rætur að rekja, merkilegt nokk, til Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins! Og þessir einhverjir eru ekki bara einhverjir öfgamenn sem dirfast að standa ögn til vinstri við Reagan og Bush og Hannes Hólmstein. Í staksteinum Morgunblaðsins 3. febrúar 2006 er grobbað af eftirfarandi: Þorsteinn Pálsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hver er hann? Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann steig sín fyrstu spor á ritstjórn Morgunblaðsins. Hann er meira að segja einn af fyrrverandi höfundum þessa dálks! Ari Edwald hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri 365 miðla. Hver er hann? Hann á að baki langan feril í Sjálfstæðisflokknum. Hann er fyrrverandi aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar frá ráðherratíð hans. Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann er fyrrverandi formaður Heimdallar. Hann er meira að segja fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Árvakur h.f. hefur eignast helming í Blaðinu. Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Hver er hann? Hann hefur starfað í áratugi á Morgunblaðinu. Nánasti samstarfsmaður hans um árabil á því blaði var Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra. Kannski er orðið meira við hæfi að kalla íslenska fjölmiðla upp til hópa björnstíðindi. Davíð Oddsson hikaði ekki við að stofna heilsu sinni í voða til að þröngva fjölmiðlalögum gegnum ríkisstjórnarflokkana, mynda gjá milli þings og þjóðar, brjóta stjórnarskrána og ógna forsetaembættinu. Svo mikils þótti honum við þurfa til að samvöxnu tvíburarnir í ríkisstjórninni næðu tangarhaldi á fjölmiðlum með lögboði. Allt var það til einskis og enn bíða fjölmiðlalög meðferðar á Alþingi. Kannski eru þau orðin óþörf nú, þegar baugsmiðlarnir hafa hægt og rólega, bakdyramegin og innan frá, ummyndast í björnstíðindi, eða blátíðindi og fjölmiðlungum kunngert með áþreifanlegum dæmum, að víki þeir út af línunni bíða þeirra sömu örlög og rússneskra kollega þeirra undir handfastri stjórn Pútíns? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Hannibalsson Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun
Frá upphafi fjölmiðlamálsins svokallaða var mér ljóst að það snerist ekki að nokkru einasta leyti um eignarhald á fjölmiðlum. Prósentutölur í því efni skiptu engu máli til eða frá. Það sem málið snerist um var að valdastéttin í landinu taldi sér ógnað með fjörlegri og ágengari fjölmiðlun en hér hafði tíðkast frá því að flokksblöðin liðu undir lok, sællar minningar. Enda töluðu málpípur valdsherranna aldrei um eignarhaldið í ræðum sínum, heldur veifuðu DV og fordæmdu efnistök og töluðu um daglega misnotkun baugsmiðlanna á tjáningarfrelsinu án þess að nefna nokkurn tíma dæmi. Hvar halda menn að eigendur svokallaðra baugsmiðla væru nú staddir án eignaraðildar að fjölmiðlum? Líklega á svipuðum stað og þótti við hæfi fyrir stjórnendur Hafskips á sínum tíma. Landsfeðrunum hefur alltaf þótt nauðsyn á því öðru hvoru að kenna fésýslumönnum þessa lands lexíu. Sérstaklega ef þeir hafa verið svo kristilega uppaldir að standa fast á því að gjalda eingöngu keisaranum það sem keisarans er og guði það sem guðs er - og láta undir höfuð leggjast að greiða í flokkssjóð. Það blað sem ég er að skrifa í vildi þó engin fjölmiðlalög. Mín afstaða var sú að fjölmiðlalög væru tímabær, ef þau næðu yfir alla fjölmiðla, ríkisfjölmiðlana líka, og innihéldu ákvæði sem sérstaklega vernduðu tjáningarfrelsi fjölmiðlunga og gerðu glögg skil milli ritstjórnar, hagsmuna auglýsenda, og eigenda. Atburðir að undanförnu hafa sýnt fram á nauðsyn þess. Ekki verður annað séð en að á þessu blaði hafi blaðamenn, sem hafa kunnað glögg skil á mismun fréttaskrifa og dálkum þar sem þeir viðra skoðanir sínar undir fullu nafni, verið lítillækkaðir og hraktir brott úr starfi, beinlínis vegna rökstuddra skoðana sinna. Styrmir og Matthías hafa margsinnis lýst því hvernig þótti við hæfi við upphaf ritstjórnardaga þeirra að frammámenn Sjálfstæðisflokksins, sérstaklega ráðherrar, hringdu í ritstjórana og gæfu línu um leiðara morgundagsins og hefðu jafnvel afskipti af fréttaskrifum. Þeir vöndu þá smám saman af því, að eigin sögn. Síðan, segja þeir, hefur Morgunblaðið tekið afstöðu til málefna en ekki flokka. Ekki vílaði þó Morgunblaðið fyrir sér nýverið að mynda ríkisstjórn (GeirFinnsstjórn) í Reykjavíkurbréfi og skipta um stjórnarmenn í Framsóknarflokknum. Var það sjálfstæð afstaða morgunblaðsritstjórans, sem stýrði þar penna? Eða lína frá frammámönnum flokksins? Ekki liggja þræðir frá S-hópnum þangað inn. Enn áréttar moggi þetta sjálfstæði sitt í staksteinum föstudaginn 16. júní: Ætli sú hugsun finnist ekki í kolli stjórnmálamanna að dagblöð á Íslandi nú um stundir taki afstöðu til málefna en ekki flokka. Það hefur nefnilega hvarflað að einhverjum mönnum að allir fjölmiðlar á Íslandi væru komnir undir einsleita stjórn, sem ætti rætur að rekja, merkilegt nokk, til Sjálfstæðisflokksins og Morgunblaðsins! Og þessir einhverjir eru ekki bara einhverjir öfgamenn sem dirfast að standa ögn til vinstri við Reagan og Bush og Hannes Hólmstein. Í staksteinum Morgunblaðsins 3. febrúar 2006 er grobbað af eftirfarandi: Þorsteinn Pálsson hefur verið ráðinn ritstjóri Fréttablaðsins. Hver er hann? Hann er fyrrverandi formaður Sjálfstæðisflokksins. Hann steig sín fyrstu spor á ritstjórn Morgunblaðsins. Hann er meira að segja einn af fyrrverandi höfundum þessa dálks! Ari Edwald hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri 365 miðla. Hver er hann? Hann á að baki langan feril í Sjálfstæðisflokknum. Hann er fyrrverandi aðstoðarmaður Þorsteins Pálssonar frá ráðherratíð hans. Björgvin Guðmundsson hefur verið ráðinn ritstjóri DV. Hann er fyrrverandi formaður Heimdallar. Hann er meira að segja fyrrverandi blaðamaður á Morgunblaðinu. Árvakur h.f. hefur eignast helming í Blaðinu. Ásgeir Sverrisson hefur verið ráðinn ritstjóri Blaðsins. Hver er hann? Hann hefur starfað í áratugi á Morgunblaðinu. Nánasti samstarfsmaður hans um árabil á því blaði var Björn Bjarnason, núverandi dómsmálaráðherra. Kannski er orðið meira við hæfi að kalla íslenska fjölmiðla upp til hópa björnstíðindi. Davíð Oddsson hikaði ekki við að stofna heilsu sinni í voða til að þröngva fjölmiðlalögum gegnum ríkisstjórnarflokkana, mynda gjá milli þings og þjóðar, brjóta stjórnarskrána og ógna forsetaembættinu. Svo mikils þótti honum við þurfa til að samvöxnu tvíburarnir í ríkisstjórninni næðu tangarhaldi á fjölmiðlum með lögboði. Allt var það til einskis og enn bíða fjölmiðlalög meðferðar á Alþingi. Kannski eru þau orðin óþörf nú, þegar baugsmiðlarnir hafa hægt og rólega, bakdyramegin og innan frá, ummyndast í björnstíðindi, eða blátíðindi og fjölmiðlungum kunngert með áþreifanlegum dæmum, að víki þeir út af línunni bíða þeirra sömu örlög og rússneskra kollega þeirra undir handfastri stjórn Pútíns?
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun