Verður þjóðareign eins og handboltalandsliðið 23. júní 2006 00:01 Magni Ásgeirsson tekur þátt í raunveruleikaþættinum Rockstar sem tugmilljónir áhorfenda fylgjast með. MYND/Hrönn Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí. Rock Star Supernova Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira
Mér líst bara ljómandi vel á en þetta er enn að síast inn í mann. Þetta verður alla vega mikið ævintýri, segir Magni Ásgeirsson söngvari sem hefur verið valinn til að taka þátt í bandaríska raunveruleikaþættinum Rockstar: Supernova. Um 20 milljónir Bandaríkjamanna horfðu að meðaltali á síðustu þáttaröð og það má því búast við því að tugmilljónir manna muni horfa á Magna reyna fyrir sér í þættinum. Magni verður einn 15 söngvara sem freista þess að heilla meðlimi hljómsveitarinnar Supernova í von um að verða söngvari sveitarinnar. Supernova skipa gömlu rokkkempurnar Tommy Lee úr Mötley Crüe, Gilby Clarke úr Guns N Roses og Jason Newsted úr Metallica. Fjórir Íslendingar fóru út til Los Angeles í áheyrnarprufur fyrir þættina, auk Magna þau Aðalheiður Ólafsdóttir Idolstjarna, Kristófer Jensson úr Lights on the Highway og Hreimur Heimisson úr Landi og sonum. Magni komst svo áfram í 18 manna úrtak og eyddi síðustu viku í viðtölum og upptökum fyrir upphafsstef þáttanna úti í Los Angeles. Þátturinn verður í gangi í 15 vikur. Maður veit svo ekkert hvernig þetta mun ganga, ég gæti verið þarna úti í 10 daga eða 15 vikur, segir Magni. Hann segir að markmiðið með þáttunum sé að finna söngvara í hljómsveit, finna þann sem passar best inn í hljómsveitina. Þess vegna getur maður ekki verið fúll ef maður er kosinn út. Þetta er ekki eins og Idolið þar sem valinn er besti söngvarinn, segir Magni sem er þegar farinn að kynnast stórstjörnunum í hljómsveitinni: Já, við heilsumst með nafni. Það er alltaf hressandi. Þetta eru mjög vingjarnlegir strákar. Magni og hinir söngvararnir hafa undanfarið dvalist í glæsivillu í Hollywood-hæðunum sem verður heimili þeirra á meðan tökum þáttanna stendur. Þetta er mjög stórt og ég sé Hollywood-skiltið út um gluggann hjá mér. Þarna er ljómandi sundlaug sem var meðal annars notuð í Britney Spears-myndbandi, segir Magni og hlær. Hann fær laun fyrir að taka þátt í Rockstar, nóg til að borga reikningana eins og hann orðar það. Hann gerir sér vel grein fyrir því að Íslendingar munu fylgjast vel með Rockstar en þættirnir verða sýndir á SkjáEinum og áhorfendur geta kosið sinn mann. Íslendingar vilja auðvitað alltaf vinna. Maður verður orðinn þjóðareign eins og handboltalandsliðið. Fyrsti þáttur Rockstar verður sýndur á Skjá einum á miðnætti hinn 5. júlí.
Rock Star Supernova Mest lesið Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Lífið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Lífið Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Lífið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Lífið Hélt að allir væru ættleiddir Lífið Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Lífið Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Lífið Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Lífið Hálft ár af hári Lífið Fleiri fréttir Klettaskóli og Langholtsskóli áfram í úrslit Skrekk Hálft ár af hári Draumur að vinna í listrænum heimi Stokkhólms Einstök ástarsaga: „Ástin okkar var nógu sterk til að yfirstíga hindranir“ Sköpunarkrafturinn var allsráðandi í Höfuðstöðinni Taka einbýlishús í Garðabænum í gegn Hélt að allir væru ættleiddir Rjóminn gleymdist en guð var að fylgjast með Bað fjóra menn um lífssýni en fékk föðurinn óvænt í fangið Keyptu 230 fermetra einbýlishús á Seltjarnarnesi Tjáir sig um auglýsinguna umdeildu og stuðning Trump Varð næstum fyrir bíl á Formúlunni Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Sjá meira