Eistnaflug í Neskaupstað 14. júlí 2006 15:15 stefán magnússon & Ragnheiður maría dóttir hans. Aðalskipuleggjandi Eistnaflugsins segist vonast til að fá helmingi fleiri gesti heldur en í fyrra. Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara. Eistnaflug Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira
Um helgina fer fram þungarokkshátíðin Eistnaflug 2006 í Egilsbúð í Neskaupstað. Þetta er í annað sinn sem hátíðin fer fram og að sögn skipuleggjenda verður hún mjög vegleg. Þetta bara vantaði alveg hingað austur, segir Stefán Magnússon, aðalskipuleggjandi hátíðarinnar. Ég flutti í Neskaupstað fyrir tveimur árum síðan og þá var ég búinn að vera að þvælast í þessum þungarokks- og pönkkjarna í Reykjavík í nokkur ár. Það fer bara rosalega lítið fyrir þessu hérna. Þetta er aðallega einhver popptónlist og djass, segir hann. Nafnið Eistnaflug minnir óneitanlega á verslunarmannahelgarhátíðina Neistaflug en Stefán segist alls ekki vera að gera grín að henni. Hátíðin gat bara ekki heitið neitt annað, það var alveg á hreinu. Ég er ekkert að gera grín, þetta er bara minn húmor og mér fannst þetta nafn alveg steinliggja. Auk þess á það mjög vel við hátíðina, þetta er rokk og dúndur, segir hann og grínast með það að hljómsveitirnar séu hvort eð er flestar vel pungsveittar. Ein undantekning er þó á því, hljómsveitin Without the Balls er rokkhljómsveit frá Austurlandi sem skipuð er stúlkum á aldrinum 16-17 ára. Þær stúlkur verða einu fulltrúar kvenþjóðarinnar á sviðinu á Eistnaflugi um helgina og býst Stefán við því að þær muni rokka mikið. Við erum náttúrlega andskoti góðar að vera einu stelpurnar sem spila á þessum tónleikum, segir Bergljót Halla Kristjánsdóttir, söngkona hljómsveitarinnar. Ætli við reynum ekki að spila einhvers konar rokktónlist þarna. Við erum náttúrlega ung hljómsveit og erum enþá að mótast, segir Bergljót Halla. Eistnaflugið hefst á hádegi á laugardag og fara tónleikarnir fram í félagsheimilinu Egilsbúð. Við stefnum auðvitað á að fá tvöfalt fleiri gesti en í fyrra. Það er ekkert aldurstakmark og það kostar ekki nema þúsund krónur inn. Þetta var allt rosalega flott í fyrra og þetta verður enþá flottara í ár. Það er nóg pláss hérna, Egilsbúð er ekkert síðri en Egilshöll, segir Stefán hlæjandi. Sextán rokkhljómsveitir munu koma fram á þessum miklu tónleikum. Margar þekktar rokkhljómsveitir frá Reykjavík koma sérstaklega til þess að spila á hátíðinni og má þar nefna sveitirnar Hostile, Morðingjana, Dr. Gunna, Fræbbblana og Sólstafi auk fjölda annara.
Eistnaflug Menning Mest lesið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Það byrjaði allt með einni hugsun Lífið Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Lífið Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Lífið Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Lífið „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Lífið Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Lífið Fleiri fréttir Það byrjaði allt með einni hugsun „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Langar að berjast við OnlyFans-stelpur Margbraut á sér ökklann á Snæfellsjökli Söngkonan Jill Sobule lést í húsbruna Dóttir De Niro kemur út sem trans Rapphljómsveit til rannsóknar hjá hryðjuverkadeildinni Segist hafa gert merka uppgötvun nú þegar hann „nálgast endalok lífs“ síns „Þetta er lúmskt skrímsli“ Michael Bolton með ólæknandi krabbamein Forsalan sögð slá öll fyrri met „Burtu með fordóma“ tónleikar á Selfossi 1. maí Sjá meira