Eldamennskan eins og jóga: Bleikja með mangó chutney 3. ágúst 2006 15:00 Kristin Arnar Stefánsson Þegar Kristinn er ekki að sjá um matinn í veiðiferðum eða elda á Rauðará þræðir hann veitingastaði borgarinnar, enda mikill matgæðingur. MYND/Hrönn Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti. Bleikja Uppskriftir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira
Kristinn Arnar Stefánsson er lögfræðingur hjá Landsbankanum á daginn en kokkur á kvöldin. „Mér finnst skemmtilegt að vinna í Landsbankanum, það er mjög gefandi, en það hvílir hugann að þjóna og kokka. Það er svona eins og jóga,“ segir Kristinn Arnar, eða Addi eins og hann er kallaður. Honum er eldamennskan í blóð borin því foreldrar hans eiga Rauðará. „Ég byrjaði sex ára í Múlakaffi með pabba, Stefáni Stefánssyni, þegar hann var yfirkokkur þar. Ég hef gripið í þetta af og til á Rauðará, bæði í eldhúsinu og að þjóna og velja vínið,“ segir Kristinn, en meðal vina og vandamanna er hann þekktur fyrir að vera viskubrunnur um mat og vín og gestrisinn með eindæmum. Nautakjötið er í uppáhaldi hjá Kristni en hann gerir líka mikið af því að grilla lax og bleikju í veiðitúrum. „Nautakjötið tengist svolítið fjölskyldunni, grilluð nautalund er í aðalhlutverki á Rauðará. En uppskriftin sem ég er með fyrir lesendur blaðsins er mjög einföld og hentar mjög vel á þessum árstíma. Hún á einkar vel við í veiðitúrum eða útilegum.“ Kristinn er sjálfur í nokkrum veiðihópum og sér oft um eldamennskuna í veiðiferðum. „Ef ég elda slepp ég við uppvaskið,“ segir Kristinn. Bleikja með mangó chutney að hætti Kristins Arnars er tilvalin um verslunarmannahelgina, enda auðvelt að verða sér úti um ferskan fisk og taka með sér krukku af mangó chutney í farangrinum. Með bleikjunni hefur hann kúskús með grilluðu grænmeti.Bleikja með mangó chutney, fyrir fjóratvö bleikjuflök, 1 ½ - 2 kgein sítróna eða limegróft sjávarsalt og piparein krukka mangó chutneyKúskús með grænmetisvartar eða grænar ólífur3 msk. sítrónu- eða limesafi3 msk. fínt söxuðkóríanderlauf1 pakki kúskús (cous-cous)ólífuolía2 msk. balsamikedik2 paprikur1 kúrbítur1 eggaldinFyrst er að salta og pipra bleikjuna vel, kreista sítrónu eða lime yfir hana alla og nudda sjávarsaltinu og piparnum vel yfir. Því næst er bleikjan sett á álpappír eða grillbaka og mangó chutney smurt yfir hana í hæfilegu magni. Bleikjan er grilluð eingöngu á roðinu við háan hita í c.a. fjórar til sex mínútur eða meira eftir stærð. Skerið grænmetið í hæfilega stóra bita. Blandið saman ólífuolíu og balsamikedik og penslið grænmetið. Kryddið með salti og pipar úr kvörn. Grillið grænmetið þar til það er fallega brúnað en eilítið stökkt. Kúskús (cous-cous) er soðið eftir leiðbeiningum á umbúðum, sett í stóra skál og blandað varlega saman við grillaða grænmetið. Bætið við sítrónusafa og kóríanderlaufum. Skreytið með ólífum eftir smekk. Gott er að hafa mangó chutney með sem meðlæti.
Bleikja Uppskriftir Mest lesið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Fyrrverandi ráðherra Dana: „Þið voruð aldrei nýlenda“ Menning Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Lífið Dagur Sig genginn í það heilaga Lífið Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Lífið Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Lífið Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Lífið Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Lífið Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Lífið Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Lífið Fleiri fréttir Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Láta forræðishyggju hinna fullorðnu ekki fipa sig Heillandi raðhús Evu Maríu og Trausta til sölu Nýr skemmti- og spjallþáttur á Sýn Fundin eftir sjö vikur á vergangi: „Takk hver sem þú ert“ Fresta hrekkjavöku til að tryggja öryggi lítilla skrímsla Stjörnurnar skinu skært á sögulegum sjónvarpsverðlaunum Atli Steinn fann ástina á ný „Síðasta flugtak“ Play í Gamla bíói Már Gunnars genginn út Verk Þórdísar Erlu munu prýða auglýsingaskilti borgarinnar Steingleymdi að taka niður sólgleraugun Hvenær má byrja að spila jólalög? Stílhrein og stílíseruð útsýnisíbúð við Heiðmörk Ískyggilega líkur ofurfyrirsætu: „Ég er með píku“ „Get ekki gengið óstudd og framundan er mikil endurhæfing“ Ótrúlegur bílskúr Hönnu Rúnar: „Hvar ertu?“ Lét flúra brúðkaupsdaginn á sig en gerði mistök Sjá meira