Matreiðslubók á netinu 30. nóvember 2006 13:30 Indverskur matur nýtur mikilla vinsælda hérlendis, og á matseld.is má finna ýmsar einfaldar uppskriftir að góðgætinu. Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni. Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira
Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni.
Menning Mest lesið „Góður vetrardagur hér er 23 gráður“ Lífið „Litlu aumingjarnir þurftu að fara heim að sofa“ Lífið Hver mínúta tók heilan mánuð af vinnu Lífið Þátttökulöndin ekki færri síðan 2003 Lífið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Eldsvoðinn í Reykjavík sem líkt var við náttúruhamfarir Lífið Bríet ældi á miðjum tónleikum Lífið Upphitaðir afneitunarafgangar Frosta Gagnrýni Prestarnir sem passa þau sem samfélagið afskrifar eða dæmir Lífið Auður segir skilið við Gímaldið Menning Fleiri fréttir Þakkargjörðarveisla að hætti Evu Laufeyjar Retinól-salat tekur yfir TikTok Mongólsk kjötsúpa Ása: „Þetta er bara alveg eins og íslensk kjötsúpa“ Mac n' cheese frá grunni „Foodporn í boði Adams“ Stökkir ostabitar í pistasíuhjúp Djúsí kjúklingasalat á naanbrauði Létt og ljúffengt eplasalat Tiramisu-brownie að hætti Höllu Sjá meira