Matreiðslubók á netinu 30. nóvember 2006 13:30 Indverskur matur nýtur mikilla vinsælda hérlendis, og á matseld.is má finna ýmsar einfaldar uppskriftir að góðgætinu. Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni. Menning Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira
Mataráhugi Íslendinga virðist ekki fara dvínandi, ef marka má vefsíðuna matseld.is. Hún hefur verið í loftinu í um þrjá mánuði, og er þegar komin með yfir 800 notendur og 500 uppskriftir. „Síðan er eiginlega ekki farin af stað. Við höfum ekkert kynnt hana, og það er enn verið að vinna í forrituninni,“ sagði Jens Kristjánsson, matgæðingurinn á bak við matseld.is. Að sögn hans vantaði matreiðsluvef við hans hæfi. „Það er til haugur af matarvefjum, en þeir virðast allir vera meira og minna reknir af hagsmunaaðilum og gera ekki út á þennan almenna notanda. Á matseld.is er enginn sem stjórnar. Ég lagfæri stafsetningarvillur og svona, en að öðru leyti eru þetta bara notendur að koma sínu á framfæri,“ sagði Jens. „Fólk getur gert það sem því hentar: birt uppskrift, tekið þátt í umræðum eða skrifað grein um eitthvað. Þetta er í raun bara stór matreiðslubók og þankagangs-skráningarmaskína,“ sagði hann kátur. Uppskriftir á vefnum koma úr öllum áttum. Þar má meðal annars finna indverskan mat, rússneska fiskisúpu, afrískan pottrétt, brauðrétti, pottrétti og hvað sem hugurinn, eða maginn, girnist og því engin ástæða til að festast í sama farinu í matseldinni.
Menning Mest lesið Óraunverulegt að kaupa íbúð í miðborg London Lífið Sat uppi með útgáfu af sjálfri sér sem hún kunni ekki við Lífið Hringdi í mömmu sem sagði einfaldlega: „Nói, nú kemur þú heim“ Áskorun Krakkatían: Bannað að hlæja, Friðarsúlan og Iceguys Lífið Sama hvað öllum finnst, nema mömmu og pabba Tónlist Óöruggur eftir að kærastan stundaði hópkynlíf erlendis Lífið „Ákvað að skilja hana eftir þar og athuga hversu langt ég kæmist“ Lífið „Rétturinn sem fjölskyldan þín mun elska og biðja um aftur og aftur“ Lífið Skilin að borði og sæng eftir 28 ára hjónaband Lífið Freðinn faðir, fáránlegir fasistar og fyrsta flokks bíó Gagnrýni Fleiri fréttir Próteinríkt avókadó-salat að hætti Önnu Eiríks Sjá meira