Umsóknarfrestur að renna út 5. júlí 2006 11:45 MYND/ Hjalti Jakobsson Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. -- Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Sjá meira
Aðstandendur tónlistarhátíðarinnar Iceland Airwaves vilja minna á að umsóknarfrestur fyrir innlendar hljómsveitir og listamenn sem vilja koma fram á hátíðinni í ár rennur út næstkomandi mánudag, þann 10. júlí. Þegar hafa yfir 150 umsóknir borist og búist er við að mikill fjöldi skili sér núna síðustu dagana fyrir umsóknarfrest. Líkt og undanfarin ár munu yfir 100 íslenskir flytjendur koma fram á Airwaves 2006. Meðal þeirra rúmlega 30 flytjenda sem komu í fyrsta sinn fram á Airwaves í fyrra má nefna Benna Hemm Hemm, Mammút og Jakobínarínu - sem vakið hafa verðskuldaða athygli innanlands sem utan á síðustu misserum. Áfram er stefnt að því að bjóða upp á gott úrval af hljómsveitum og listamönnum sem ekki hafa áður komið fram á hátíðinni. Ungar og upprennandi sveitir - jafnt sem reynslumeiri jálkar - eru hvattir til að senda inn umsókn. Framkvæmd hátíðarinnar er í höndum Hr. Örlygs í samvinnu við Icelandair og Reykjavíkurborg. Til að sækja um að koma fram á Iceland Airwaves 2006 þarf að ná í sérstakt eyðublað á www.icelandairwaves.com sem finna má undir liðnum 'Industry', fylla út, prenta og skila til Hr. Örlygs ásamt fylgigögnum. Þau gögn sem fylgja skulu umsókn eru a) diskur með tónlist b) diskur með upplýsingatexta um flytjanda ásamt mynd. Umsóknarfrestur er til 10. júlí. Hr. Örlygur vill leggja áherslu á að ekki er tekið við umsóknum eftir þann tíma. Þeir sem áður hafa sótt um að spila á Airwaves verða að fara í gegnum umsóknarferlið á nýjan leik - sem og þeir sem að undanförnu hafa sent inn tónlist og erindi um að fá að koma fram á hátíðinni. Bein slóð á eyðublaðið og frekari leiðbeiningar er: http://www.icelandairwaves.com/page.asp?pageID=58 Umsækjendum verður svarað eins fljótt og auðið er, þó ekki síðar en 1. september. Það eru starfsmenn Hr. Örlygs - þeir Árni Einar Birgisson, Egill Tómasson, Eldar Ástþórsson og Þorsteinn Stephensen - sem fara yfir umsóknirnar og taka síðan ákvörðun um hverjir koma fram á Iceland Airwaves 2006 en þeim til aðstoðar er óformleg ráðgjafanefnd úr tónlistarbransanum. --
Lífið Menning Mest lesið Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Lífið Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Lífið Mæðgin á stóra sviðinu í Feneyjum með íslenskan arkitektúr Menning Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Glamúr og glæsileiki í fimmtugsafmæli Kristínar Ólafs Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Fleiri fréttir The Wire og Sopranos-leikari látinn Var ekki beðinn um að skrifa meira á RÚV eftir pistilinn 2022 Björgólfur og Kristín í fimmtugsafmæli Beckham Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Frábær þjóðbúningamessa í Fljótshlíð Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Krakkatían: Nintendo, tunglið og prinsessur Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Býður í hláturstund við gömlu þvottalaugarnar Sýningin gott fyrir- og eftirpartý Ingvar E. valinn besti leikarinn í Belgíu Forstjórabaninn fær söngleik á fjalirnar „Ye mátti þola versnandi andlega heilsu vegna gjörða þinna“ Fréttatía vikunnar: Rafmagnsleysi, njósnir og SFS Ætlaði aldrei að enda í herskóla í Bandaríkjunum Með höfuðið rétt skrúfað á og gleyma aldrei hjálminum „Ég er búin að fæða þrjú börn en þetta er versta sem ég hef upplifað“ Þakka aðdáendum fyrir að hafa fjármagnað nýja húsið Íslenski Eurovision-hópurinn lagður af stað Mætti í eigið afmæli í lokaðri líkkistu Verðmiðinn hækkar á höll Antons Skúli og Gríma fengu sér hund Menningarlegt heimili með stórbrotnu útsýni Stærsta tímahylki Íslandssögunnar Sjá meira