Þríréttuð vika og vín með 28. febrúar 2007 00:01 Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Þetta var nú fína vikan, þrátt fyrir smá alþjóðaskjálfta í gær. Ekkert sem vanur maður kippir sér mikið upp við, enda búinn að búast við leiðréttingu í smá tíma. Nú fer maður aftur að mjatla sér inn í Kína eftir fallið. Maður var orðinn hikandi þar. Augljóst að einhverjir færu að taka aurana heim. Hér heima hlóð maður upp í bönkunum strax eftir uppgjörin og búinn að innleysa slatta af því nú þegar. Tók svolítið heim undir lok dags á mánudaginn. Maður á að hirða svona happdrættisvinninga eins og þetta Moody's mat og taka það heim strax áður en efasemdirnar byrja að krauma. Fýlupúkarnir hjá Merrill Lynch og Danske Bank hjálpuðu mér í fyrra að græða peninga. Ég keypti talsvert af skuldabréfum íslensku bankanna gegnum miðlarann minn í London, þegar umræðan var hvað neikvæðust. Nú er ég með gengishagnað af þeim bréfum og svo tekur maður bónusinn af gengi krónunnar þegar það veikist á ný. Það er auðvitað ekki nema von að maður taki öll kvöldin á Food & Fun þegar svona gengur. Þríréttað með viðeigandi víni öll kvöldin í vikunni hjá mér. Annars þarf maður að fara að búa sig undir magrari daga fljótlega. Ég held að Greenspan hafi rétt fyrir sér að það fari að hægja á í USA. Þá lækka vextirnir og maður fer að taka dollaralán til að taka þátt í hagræðingu á bankamarkaði á Norðurlöndum. Það eru alltaf tækifæri á markaði og evrópski bankamarkaðurinn verður í aksjón á næstu árum. Ég held að menn eigi eftir mikla tiltekt í Evrópu með tilheyrandi gróða fyrir þá sem staðsetja sig rétt. Ég verð þar, það getið þið bókað. Ég er búinn að selja hlutinn minn í Finnair. Ég nenni ekki að vera í félagi sem ekki kann sig í samskiptum við stærstu hluthafa. Færði alla stöðuna inn í Sampo og býst við að þeir séu kurteisari á þeim bænum. Svo er ég búinn að valda næstum allar stöður í bönkum í Skandinavíu. Á bæði í Nordea og SEB og einhverjum sjoppum til viðbótar. Það er alveg sama hvaða lest fer af stað. Ég kemst með henni á áfangastað. Og það er öruggt að einhver þeirra fer af stað, en meiri áhöld um hver þeirra það verður. Þess vegna á skynsamur maður eins og ég miða með þeim öllum.Spákaupmaðurinn á horninu
Á gráa svæðinu Food and Fun Markaðir Spákaupmaðurinn Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira