Mod-lúkk og Gandhi-buxur 24. mars 2007 00:01 Skemmtileg hlutföll Risatrefill ásamt þröngum frakka, stuttum mod-buxum og skóm í DocMartens-stíl. Hönnuðurinn Hedi Slimane náði aftur fyrri hæðum með herralínu Dior fyrir haustið 2007 sem var sýnd á dögunum. Fyrirsætur gengu eftir tónlist The New Puritans og trommarinn þeirra, George Barnett, er frýnilegri sköpunargyðja en sú fyrrverandi, heróinfíkillinn Pete Doherty. Hljómsveitin, sem er frá Southend á Englandi, veitti Slimane innblástur í línu sem minnir mikið á enskan rokkkúltúr. Southend var fæðingarstaður „mod“-lúkksins og Slimane stælir það með þröngum frökkum, röndóttum „mohair“-peysum og stuttum leðurjökkum. En lúkkið var tekið skrefi lengra með framsæknum buxnasniðum sem minntu aðeins á indverskar Gandhi-flíkur. Einnig lék Slimane sér við rúmfræðileg form og málmlitaða sauma, lakk sem leit út fyrir að hafa sullast á jakkana í anda Jackson Pollock og perlur í nammilitum til skrauts. Vinsælasta flíkin verður án efa síða skyrtan sem fær að flæða undan stuttum jökkum og vestum, sem gefur henni kjólfatastíl. En það besta er að lítill fugl hvíslar að Dior Homme muni fást í Reykjavík í haust í versluninni Liborius á Mýrargötu. - ambRennilásar Slimane notaðist mikið við rennilása og málmsauma í línunni.áhrif Joy division Síðar peysuermar undan þröngum jökkum einkenna herratískuna í haust.Lundúnarokk sirka 1980 Skemmtilegur lambaskinns- og leðurjakki. Takið eftir rokkaralegri hárgreiðslunni.Rokkabillí Brilljantín í hárinu og ofursvöl aðsniðin jakkaföt.Hönnuðurinn sjálfur Hedi Slimane er hér eftir sýninguna ásamt tískukonunginum Karl Lagerfeld. Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið
Hönnuðurinn Hedi Slimane náði aftur fyrri hæðum með herralínu Dior fyrir haustið 2007 sem var sýnd á dögunum. Fyrirsætur gengu eftir tónlist The New Puritans og trommarinn þeirra, George Barnett, er frýnilegri sköpunargyðja en sú fyrrverandi, heróinfíkillinn Pete Doherty. Hljómsveitin, sem er frá Southend á Englandi, veitti Slimane innblástur í línu sem minnir mikið á enskan rokkkúltúr. Southend var fæðingarstaður „mod“-lúkksins og Slimane stælir það með þröngum frökkum, röndóttum „mohair“-peysum og stuttum leðurjökkum. En lúkkið var tekið skrefi lengra með framsæknum buxnasniðum sem minntu aðeins á indverskar Gandhi-flíkur. Einnig lék Slimane sér við rúmfræðileg form og málmlitaða sauma, lakk sem leit út fyrir að hafa sullast á jakkana í anda Jackson Pollock og perlur í nammilitum til skrauts. Vinsælasta flíkin verður án efa síða skyrtan sem fær að flæða undan stuttum jökkum og vestum, sem gefur henni kjólfatastíl. En það besta er að lítill fugl hvíslar að Dior Homme muni fást í Reykjavík í haust í versluninni Liborius á Mýrargötu. - ambRennilásar Slimane notaðist mikið við rennilása og málmsauma í línunni.áhrif Joy division Síðar peysuermar undan þröngum jökkum einkenna herratískuna í haust.Lundúnarokk sirka 1980 Skemmtilegur lambaskinns- og leðurjakki. Takið eftir rokkaralegri hárgreiðslunni.Rokkabillí Brilljantín í hárinu og ofursvöl aðsniðin jakkaföt.Hönnuðurinn sjálfur Hedi Slimane er hér eftir sýninguna ásamt tískukonunginum Karl Lagerfeld.
Mest lesið „Stundum finnst mér hún vera farin þó hún sé enn á lífi“ Lífið Hermína sem missti folald og móðurlaus Tígull fundu hvort annað Lífið Hvetur fólk til að taka sjálfu með „þessu glæsiklofi“ Lífið Krakkatían: Litla hafmeyjan, Pollapönk og lundar Lífið Fann ástina á Balí en nýtur hennar í Kóreu Lífið Myndasyrpa úr Eyjum: „Út með kassann og áfram gakk“ Lífið „Það var tímapunktur sem ég talaði aldrei um neitt“ Menning Þrettán bestu lög Ozzy Osbourne Lífið „Þarna fylltist hjartað af hamingju“ Lífið Gary Busey játar kynferðisbrot Lífið