Science of Sleep - fjórar stjörnur 10. apríl 2007 00:01 Sjjónrænt listaverk með frábærum leikurum en þunnum söguþræði. Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira
Nýjasta mynd franska leikstjórans Michel Gondry er óhefðbundin ástarsaga sem gerist í París og í undralandi draumanna. Aðalpersónan Stéphane (Bernal) gerir ekki greinarmun á þessum tveimur heimum, sérstaklega ekki eftir að hann kynnist listakonunni Stéphanie (Gainsbourg) sem býr á móti honum. Þetta er fyrsta myndin sem Gondry skrifar sjálfur en hann er þekktur fyrir stuttmyndir og myndbönd sín, til dæmis fyrir Björk, Beck og White Stripes sem eru mörg hver verkfræðileg undur. Hann leikstýrði líka myndinni Eternal Sunshine of the Spotless Mind eftir handriti Charlies Kaufmann sem einnig er minnst fyrir hugvitssamlega lágtæknivinnu. Það mætti vel líta á Science of Sleep sem stóran samnefnara yfir feril leikstjórans, stílbrögð og áherslur sem hann hefur beitt áður koma skemmtilega saman í myndinni. Hún er aukinheldur mjög ævisöguleg því Gondry þjóðnýtir skammlaust sína eigin reynslu. Hann fær útrás fyrir heillandi barnslegan en hugvitssamlegan sköpunarkraft í draumkenndum senum, til dæmis þar sem Stéphane sjónvarpar draumum sínum úr setti sem alfarið er gert úr pappa eða svífur um yfir handgerðum sjó eða vatni gerðu úr sellófani. Fantasían hentar Gondry frábærlega en raunveran ekki jafnvel og sagan sjálf er frekar endasleppt. Stéphane er ýmist sjarmerandi sakleysingi eða agalegt fífl og Stéphanie er ekki mjög eftirminnileg persóna. Leikararnir Bernal og Gainsbourg standa sig þó ágætlega og eru fyrirtaks par. Tungumálið spilar líka stórt hlutverk því myndin er á blöndu af ensku, frönsku og spænsku. Aukaleikararnir eru á hinn bóginn afar skemmtilegir, ekki síst samstarfsmenn Stéphane í dagatalaframleiðslufyrirtækinu þar sem Alain Chabat fer á kostum í hlutverki óforskammaðs yfirmanns. The Science of Sleep er rómantísk mynd og gamanmynd en ekki rómantísk gamanmynd heldur meira forvitnilegt og fjölþjóðlegt fullorðinsævintýri. Kristrún Heiða Hauksdóttir
Mest lesið Borguðu norn fyrir gott veður á brúðkaupsdaginn Lífið „Án djóks besta kvöld lífs míns“ Lífið Heklaði á sig forsýningarkjólinn Tíska og hönnun Keyptu vistvænt hús í Garðabæ af meðlimi Sigur Rósar Lífið Skortur á viðtengingarhætti hjá Laufeyju sé hluti af stærri þróun Menning „Hann varð fyrir gríðarlega miklum árásum úr samfélaginu“ Lífið Fjallar ekki um eiturlyf í dýrðarljóma Lífið Ein sú fegursta komin á fast Lífið Fyrst „stóru fimm“ til að hóta sniðgöngu Lífið Kórtónleikar: Heilög naumhyggja eða heilalaust suð Gagnrýni Fleiri fréttir Tjáir sig um erfiðar tökur: Engir meðleikarar og enginn leikstjóri Konráðs-bækur Arnaldar á leið á skjáinn Tjáði sig um ástarsambandið sem splundraði tveimur hjónaböndum Sophie Turner verður Lara Croft Strax búinn að tilkynna Ofurmenni morgundagsins Kim Novak heiðursgestur RIFF Barðist við tárin yfir fimmtán mínútna lófataki Langþráður draumur að halda hinsegin kvikmyndahátíð ACT4 í samstarf við alþjóðlegt kvikmyndaver Saga og Steindi í nýrri gamanþáttaröð Ástin sem eftir er framlag Íslands til Óskarsverðlauna Sopranos-stjarna látin Frumsýning á Vísi: Eldgos, hamfarir og ást í kitlu fyrir Eldana Woody Allen aðalnúmerið hjá Rússum Hlynur Pálmason með þrennu í San Sebastian Sælkerabíó á RIFF: Sjónræn matarveisla á Plöntunni og smakkbíó á Ramen Momo Sannfærði Balta um að snúa aftur Fróði og Gandálfur snúa aftur í leitinni að Gollri Terence Stamp látinn Auglýsa eftir innsendingum til íslensku sjónvarpsverðlaunanna Nýr Rambo fundinn Óvænt nöfn á könnu Köngulóarmannsins Sjá meira