Þrjár bækur á sófaborðið 28. apríl 2007 00:01 Let me In! Frægt fólk með augum Mario Testino. Ljósmyndarinn Mario Testino hefur tekið einstök portrett af frægum einstaklingum, og meðal annars fangað Kate Moss, Gisele Bundchen, Gwyneth Paltrow, Díönu prinsessu og Madonnu á filmu. Myndir hans eru eins konar skrásetning á poppmenningu samtímans og nú getur hinn ófrægari almenningur borið þessar gyðjur augum í bókinni „Let Me In!“ (www.taschen.com) Bókin sýnir mikið af óuppstilltum og skemmtilegum myndum af frægu fólki sem gerir það einhvern veginn … mannlegra. Önnur bók sem er helguð fyrirsætum og frægu fólki er Face of Fashion (www.aperture.org), en í henni er að finna portrettmyndir eftir fræga ljósmyndara eins og Steven Klein, Paolo Roversi, Mario Sorrenti og Corinne Day. Meðal verka í bókinni eru frægu nektarmyndirnar sem Corinne Day tók af Kate Moss og myndir Steven Klein af Madonnu að hnykla vöðvana … og svo síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja innsýn inn í hinn brjálaða heim tískunnar: Happy Birthday Glamour Puss! (www.oneeyedjackspublishing.com) sem er 256 síðna svört-hvít ljósmyndabók tekin í afmælisveislu Jean Paul Gaultier í október af Michel Haddi. Stórskemmtilegar myndir af frægu fólki að gretta sig framan í myndavélina eða af tískuliðinu svolgrandi í sig kampavín. - ambFace of Fashion Myndir eftir helstu tískuljósmyndara samtímans.Happy birthday glamour Puss! Afmælisveisla Jean-Paul Gaultier í „beinni“.testino 2face fashion 2 Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið
Ljósmyndarinn Mario Testino hefur tekið einstök portrett af frægum einstaklingum, og meðal annars fangað Kate Moss, Gisele Bundchen, Gwyneth Paltrow, Díönu prinsessu og Madonnu á filmu. Myndir hans eru eins konar skrásetning á poppmenningu samtímans og nú getur hinn ófrægari almenningur borið þessar gyðjur augum í bókinni „Let Me In!“ (www.taschen.com) Bókin sýnir mikið af óuppstilltum og skemmtilegum myndum af frægu fólki sem gerir það einhvern veginn … mannlegra. Önnur bók sem er helguð fyrirsætum og frægu fólki er Face of Fashion (www.aperture.org), en í henni er að finna portrettmyndir eftir fræga ljósmyndara eins og Steven Klein, Paolo Roversi, Mario Sorrenti og Corinne Day. Meðal verka í bókinni eru frægu nektarmyndirnar sem Corinne Day tók af Kate Moss og myndir Steven Klein af Madonnu að hnykla vöðvana … og svo síðast en ekki síst fyrir þá sem vilja innsýn inn í hinn brjálaða heim tískunnar: Happy Birthday Glamour Puss! (www.oneeyedjackspublishing.com) sem er 256 síðna svört-hvít ljósmyndabók tekin í afmælisveislu Jean Paul Gaultier í október af Michel Haddi. Stórskemmtilegar myndir af frægu fólki að gretta sig framan í myndavélina eða af tískuliðinu svolgrandi í sig kampavín. - ambFace of Fashion Myndir eftir helstu tískuljósmyndara samtímans.Happy birthday glamour Puss! Afmælisveisla Jean-Paul Gaultier í „beinni“.testino 2face fashion 2
Mest lesið Ævintýralegt frí Ómars og Evu Margrétar á Ítalíu Lífið Skaut mink í eldhúsi í Garðabæ Lífið Er Lína Langsokkur woke? Gagnrýni Þáttur Kimmel af sjónvarpsskjánum um óákveðinn tíma Lífið Kynlífsmyndband í Ásmundarsal Lífið Klassískur ítalskur réttur sem allir elska Lífið Allsgáður í sjö ár: „Mæli með“ Lífið Bestu hlutverk Roberts Redford: Sjarmatröll og skilgreiningin á kvikmyndastjörnu Bíó og sjónvarp Hvernig getur kona sem er komin í tíðahvörf fundið neistann til að stunda kynlíf aftur? Lífið Bullandi boltastemning á árshátíð Sýnar Lífið