Verðum bestir í London 26. maí 2007 15:00 Agnar Sverrisson og Xavier Rousset eru reynsluboltar úr veitingabransanum og unnu saman á Manoir aux Quat‘ Saisons í Oxford, sem nýtur mikillar frægðar. Veitingastaður þeirra, sem opnar á næstu vikum, hefur vakið mikla athygli ytra. Matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson ætlar að opna besta veitingastað í London á næstu vikum. Staðurinn, sem heitir Texture, mun státa af besta kampavínslista borgarinnar. „Stefnan er tvímælalaust sett á að Texture verði besti veitingastaðurinn í London. Ef maður stefnir ekki á það gerist það ekki,“ sagði Agnar ákveðinn. Texture verður fyrsti veitingastaður Agnars, sem er þó mikill reynslubolti í veitingabransanum. Hann var lengi yfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu en hélt af landi brott árið 2000 og hefur komið víða við á ferlinum – meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Manoir aux Quat’ Saisons í Oxford, sem er tveggja Michelin-stjörnu staður. Meðeigandi Texture, Xavier Rousset, er líka þaðan kominn. Á Texture verður lögð jafnmikil áhersla á mat og vín, sem Agnar segir vera mikla undantekningu í veitingarekstri. Þar verður kampavínsbar, sem tekur þrjátíu manns í sæti, með besta kampavínslista í London. „Planið er að hafa hann þann stærsta og besta í London og ég get ekki séð annað en að það gerist,“ sagði Agnar. „Fólk getur komið og keypt sér þúsund punda kampavínsflösku á barnum og farið svo. Eða keypt sér glas á tíu pund, og fengið sér svo að borða – eða hvernig sem það vill gera þetta,“ útskýrði hann. Í mat verður lögð áhersla á létta rétti. „Við erum samt ekki að fara að vera neinn Grænn kostur,“ sagði Agnar. „Þetta verður „fine dining“, auðvitað. En af því að fólk er farið að hafa svo miklar áhyggjur af því hvað það borðar munum við frekar nota vínegrettur og olíur en mikinn rjóma og smjör. Það verður mikið af fiski og grænmeti á seðlinum. Ég ætla líka að vera með fisk og vatn frá Íslandi, svo það verður svolítið þema,“ útskýrði Agnar. „Viðskiptavinirnir sem við stílum svolítið inn á fer kannski tíu sinnum út að borða í viku. Þá vill maður fá léttan, nettan en rosalega góðan mat,“ bætirhann við. Agnar og Xavier vinna nú að því að leggja lokahönd á staðinn, sem mun opna eftir fjórar til sex vikur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Agnari var hann á leið í myndatöku fyrir breskt tímarit. „Þetta hefur vakið athygli hérna úti,“ sagði Agnar. „Við unnum báðir á svo frægum stað að það þykir mikil frétt að við séum að fara að opna stað í London,“ sagði hann. Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið
Matreiðslumaðurinn Agnar Sverrisson ætlar að opna besta veitingastað í London á næstu vikum. Staðurinn, sem heitir Texture, mun státa af besta kampavínslista borgarinnar. „Stefnan er tvímælalaust sett á að Texture verði besti veitingastaðurinn í London. Ef maður stefnir ekki á það gerist það ekki,“ sagði Agnar ákveðinn. Texture verður fyrsti veitingastaður Agnars, sem er þó mikill reynslubolti í veitingabransanum. Hann var lengi yfirkokkur á Grillinu á Hótel Sögu en hélt af landi brott árið 2000 og hefur komið víða við á ferlinum – meðal annars verið yfirkokkur á veitingastaðnum Manoir aux Quat’ Saisons í Oxford, sem er tveggja Michelin-stjörnu staður. Meðeigandi Texture, Xavier Rousset, er líka þaðan kominn. Á Texture verður lögð jafnmikil áhersla á mat og vín, sem Agnar segir vera mikla undantekningu í veitingarekstri. Þar verður kampavínsbar, sem tekur þrjátíu manns í sæti, með besta kampavínslista í London. „Planið er að hafa hann þann stærsta og besta í London og ég get ekki séð annað en að það gerist,“ sagði Agnar. „Fólk getur komið og keypt sér þúsund punda kampavínsflösku á barnum og farið svo. Eða keypt sér glas á tíu pund, og fengið sér svo að borða – eða hvernig sem það vill gera þetta,“ útskýrði hann. Í mat verður lögð áhersla á létta rétti. „Við erum samt ekki að fara að vera neinn Grænn kostur,“ sagði Agnar. „Þetta verður „fine dining“, auðvitað. En af því að fólk er farið að hafa svo miklar áhyggjur af því hvað það borðar munum við frekar nota vínegrettur og olíur en mikinn rjóma og smjör. Það verður mikið af fiski og grænmeti á seðlinum. Ég ætla líka að vera með fisk og vatn frá Íslandi, svo það verður svolítið þema,“ útskýrði Agnar. „Viðskiptavinirnir sem við stílum svolítið inn á fer kannski tíu sinnum út að borða í viku. Þá vill maður fá léttan, nettan en rosalega góðan mat,“ bætirhann við. Agnar og Xavier vinna nú að því að leggja lokahönd á staðinn, sem mun opna eftir fjórar til sex vikur. Þegar Fréttablaðið náði tali af Agnari var hann á leið í myndatöku fyrir breskt tímarit. „Þetta hefur vakið athygli hérna úti,“ sagði Agnar. „Við unnum báðir á svo frægum stað að það þykir mikil frétt að við séum að fara að opna stað í London,“ sagði hann.
Mest lesið „Ég fór úr sjötíu prósent þjáningu niður í tíu prósent“ Lífið „Svo byrjaði ég að kyssa stráka og varð allt í einu algjör uppreisnarseggur“ Lífið Pedro Pascal fékk sér að borða á Kaffi Vest Lífið Áhorfendur djúpt snortnir á forsýningu Stóru stundarinnar Lífið Stærsti sinueldur Íslandssögunnar í myndum Lífið Tónleikar Lady Gaga æðislegir og öryggisgæslan svakaleg Lífið Verðmiðinn hækkar á höll Antons Lífið Katrín Tanja og Brooks eiga von á barni Lífið Hátt í þrjú þúsund manns sóttu „þjóðfund“ EVE-spilara Lífið Milljón manns í Rio til að sjá ókeypis Lady Gaga tónleika Lífið