Til hamingju með daginn Einar Kristinn Guðfinnsson skrifar 3. júní 2007 00:01 Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Einar K. Guðfinnsson Mest lesið Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Lærum af reynslunni Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar Skoðun „Við getum ekki": Þrjú orð sem svíkja börn á hverjum degi Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Hróplegt óréttlæti í lífeyrismálum Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Tími formanns Afstöðu liðinn Ólafur Ágúst Hraundal skrifar Skoðun Þögnin sem mótar umræðuna Snorri Ásmundsson skrifar Skoðun Minni sóun, meiri verðmæti Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Yfirborðskennd tiltekt Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Konukot Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers vegna ekki bókun 35? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Sjómannadagurinn Á sjómannadegi hylla Íslendingar þá sem skópu og skapa enn þann grundvöll sem þjóðin byggir lífsviðurværi sitt á. Lífskjör okkar hafa enda tekið ótrúlegum stakkaskiptum á skömmum tíma og þar á sjávarútvegurinn, burðarás íslensks efnahagslífs og drifkraftur hagvaxtarins, drýgstan hlut að máli. Hann er grundvöllur þeirrar miklu lífskjarasóknar sem við höfum notið. Þar skiptir vitaskuld sköpum elja, útsjónarsemi og ósérhlífni sjómannanna, stjórnenda og annars starfsfólks greinarinnar. Árangurinn hefur síður en svo verið auðfenginn. Tækifæri þeirra sem nú hasla sér völl á vinnumarkaði sýnast óþrjótandi. Það er sannarlega vel. Margháttuð tækifæri hafa orðið til í samfélagi okkar og þess vegna heyr sjávarútvegurinn meiri samkeppni um gott starfsfólk en oftast áður. Sjávarútvegurinn er sem fyrr spennandi vettvangur fyrir hæfileikaríkt fólk. Hann er margbrotin og kröfuhörð atvinnugrein sem krefst þess vegna starfsfólks með margháttaða reynslu, menntun og færni. Þetta á bæði við um störf til sjós og lands, innanlands sem erlendis, á landsbyggðinni og á höfuðborgarsvæðinu, störf sem henta körlum og konum. Undanfarin ár hefur mörgum orðið tíðrætt um útrásina svo kölluðu þ.e.a.s. hvernig íslensk fyrirtæki hafa sótt á erlenda markaði, skapað sér þar stöðu og svigrúm til athafna og vaxtar. Þetta er afskaplega ánægjuleg þróun og við gleðjumst yfir framganginum. En eigum við ekki að hafa í huga að á þessu sviði var íslenskur sjávarútvegur brautryðjandinn – fyrsta útrásargreinin sem dafnaði vel. Íslenskur sjávarútvegur er alþjóðleg atvinnugrein bæði til orðs og æðis, sem líkt og endranær krefst atgervis okkar færasta fólks. Sjómannadagurinn er í senn hátíðis- og baráttudagur sjómanna og fjölskyldna þeirra sem og þjóðarinnar allrar. Við hyllum þá sem lagt hafa okkur til lífsbjörgina og minnumst um leið liðinna með virðingu og stolti. Þessi dagur og vægi hans í íslenskri þjóðarsál undirstrikar þýðingu starfa sjómanna og sjávarútvegsins fyrir þjóðarbúið. Þótt allt velkist og breytist í samfélaginu þá gera landsmenn sér enn ljóst hve mikilvæg greinin er fyrir atvinnulífið í heild, framvindu efnahagslífsins og hvernig okkur vegnar í bráð og lengd. Þess vegna heiðra Íslendingar sjómenn og fjölskyldur þeirra ár hvert á þessum merkisdegi. Til hamingju með sjómannadaginn.Höfundur er sjávarútvegsráðherra.
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Skoðun Hvítþvottur í skugga samstöðu – þegar lögreglan mótmælir því sem hún sjálf reynir að þagga niður Daníel Þór Bjarnason skrifar
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir Skoðun