Ólafur flýgur yfir sveitina á 150 milljóna króna þyrlu 4. júlí 2007 09:45 þyrla Ólafs tekur 6 manns í sæti og er þar með sú stærsta í einkaeigu á landinu. Til hægri sést í innganginn að húsi Ólafs. Lítið ber á húsinu sjálfu enda er það byggt inn í landið. Vísir/Anton Brink Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.” Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira
Ólafur Ólafsson í Samskipum ferðast ekki um á hefðbundnu farartæki þessa dagana, en um er að ræða stóra og mikla þyrlu af gerðinni Eurocopter AS 350 B3. Þyrlan er dökkblá að lit með gylltum röndum á hliðunum. Ólafur, sem alla jafna býr í London, dvelur þessa dagana á jörð sinni í Miklaholtshreppi á Snæfellsnesi en flýgur reglulega til Reykjavíkur enda er hann ekki nema 25 mínútur á leiðinni. Þyrlan tekur 6 manns í sæti og á hlið hennar stendur G-ORRI. „G stendur fyrir Bretland,” segir Ólafur. „Orranafnið valdi ég sjálfur einfaldlega vegna þess að mér þykir það fallegt.” Ólafur hefur haft einkaflugmannspróf lengi en bætti við sig þyrluprófi nýverið og ákvað í framhaldinu að kaupa sér þyrlu. „Flugkennarinn flaug henni hingað til lands fyrir mig. Sjálfur hef ég flogið henni til landa í kringum Bretland og svo hérna innanlands. Þyrlur eru frábærar til brúks á Íslandi og ég er viss um að við eigum eftir að sjá meira af því að menn kaupi sér slík farartæki enda kosta þær ekki flugvallabyggingar og mannvirkjagerð. Fyrir utan að þær láta betur í vindum og vondum veðrum,” segir Ólafur sem ekki hefur lent í háska á þyrlunni sjálfur enda er hann að eigin sögn „sæmilega samviskusamur í að þjálfa sig”.Ekki allir sáttir Ólafur keypti þyrluna glænýja og segist hafa borgað á bilinu 1,7-1,8 milljónir Evra fyrir gripinn en það jafngildir um 150 milljónum íslenskra króna. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins eru að minnsta kosti fimm þyrlur í einkaeigu á Íslandi. Þyrla Ólafs er þó stærst þeirra allra. Ekki eru allir á eitt sáttir um ágæti þyrlunnar því nágranni Ólafs og meðeigandi jarðarinnar, Sigurður Hreinsson og kona hans Bryndís Guðmundsdóttir, segja það ótrúlegt að lenda megi þyrlu nánast í bakgarðinum hjá þeim, því af henni hljótist töluverður hávaði og annað ónæði.„Við erum hér með bæði hesta og kindur auk þess sem mófuglinn er í hreiðri þessa dagana. Þetta er sérstaklega slæmt hvað varðar hestana. Dóttir okkar og vinkonur hennar voru að ríða út þegar Ólafur kom hér á þyrlunni í fyrsta sinn. Hestarnir fældust og ein þeirra datt af baki,” segir Sigurður. „Manni finnst með ólíkindum að ekki þurfi að taka tillit til nágranna hvað svona varðar. Um helgina vorum við með síðbúna fermingarveislu og hann flaug fjórum sinnum yfir. Það heyrðist varla mannsins mál á meðan. Mér skilst að ekki séu til reglur um þessi mál og því spyr ég: Er ekki eðlilegt að búa þær til þegar menn eru farnir að kaupa sér þyrlur og fljúga þeim hingað og þangað?” Sigurður segir að menn leitist við að búa í sveit til þess að fá að vera í friði. „Þar eru menn með dýr í ró og næði – þangað til koma þyrlur.” Ólafur segir þessa nágrannadeilu grundvallast á öðru en þyrlunni. „Við höfum staðið í löngum og ströngum málaferlum varðandi landamerki og fleira. Á ég að þurfa að hringja í þig og spyrja hvort ég megi lenda á Reykjavíkurflugvelli? Ég lendi hér þyrlu á mínu eigin landi og fer eftir öllum settum reglum.”
Mest lesið Sambandslaus Hamlet Gagnrýni „Hann var bara draumur“ Lífið „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Lífið Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Lífið Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk Lífið Urðað yfir nýja þætti Kim: Núll stjörnu glæpur gegn sjónvarpi Bíó og sjónvarp Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Lífið Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Lífið Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Lífið Hætt að nota föt til að fela sig Tíska og hönnun Fleiri fréttir Árbæjarskóli og Fellaskóli áfram í úrslit í Skrekk „Hann var bara draumur“ Tjáir sig í fyrsta sinn um bróður sinn Stjörnupar og hafnfirsk systkini sáu stærsta harmleik sögunnar Stórefnilegir skátar heiðraðir á Bessastöðum Rífandi stemning í Reykjadal Grateful Dead-söngkona látin Með heimsfræg verk sín í sumarbústað sem gerður er úr tveimur eldri húsum Ólöf mætti með Magnús upp á arminn Aniston hefur fundið ástina á ný Krýndur „kynþokkafyllsti maður ársins“ Breiðholtsskóli og Hagaskóli áfram í úrslit í Skrekk Leikkonan Diane Ladd er látin Hitinn náði nýjum hæðum á klúbbnum Málar myndir með vinstri hendi eftir heilablóðfall „Ég sótti ekki einu sinni um háskóla á Íslandi“ Sjö lykilþættir að árangursríkari samskiptum Stjörnulífið: „Ef fólk hættir að gagnrýna mig svelt ég“ Hefur farið í gegnum sambandsslit, gjaldþrot og fjárkúgunarmál frammi fyrir þjóðinni Leikstýrir kærastanum í stærsta harmleik sögunnar Fékk hvorki að setja eigið nafn né dulnefni á þættina sína Spenna á rafíþróttaæfingu fyrir eldri borgara Dagur Sig genginn í það heilaga Svona er kynlífsþjónusta á Íslandi Tók tíu klukkustundir að komast í búninginn Krakkatían: Dóra landkönnuður, Neyðarlínan og „borgin eilífa“ Kyngdi stoltinu og fjölmargir buðu fram nýra Tchéky Karyo látinn Stjörnurnar á hrekkjavökunni: Louvre-þjófur og vampírur Fréttatía vikunnar: Ríkislögreglustjóri, fellibylur og rasisti Sjá meira